Ætti ég ekki að fara til Dísu?

Hó hó hó – mánudagur á ný. Ég gat bara alveg vaknað og allt í morgun. Ekki svo mjög þreytt aldrei þessu vant enda svaf ég vel í nótt þrátt fyrir að hafa vaknað að venju 3 – 4 sinnum. Meira uppvaknelsið á mér alltaf hreint.

Forgangsmál í dag er að fara í Bónus og versla – fyrr en ég geri það á ekkert eftir að ganga í matarræðinu. Nú er ég að verða svo gírug í að þessi kíló fari – ég hef í raun ekki verið að léttast neitt voðalega hratt – ekki miðað við þessa óskapar hreyfingu sem ég er í – en þó er svo sem ekki hægt að kvarta sáran undan 1 kg á viku – en ég vildi gjarnan að það væri meira. Svona miðað við hreyfinguna. Þá er bara að passa betur að borða fyrr á daginn og borða nóg grænmeti. Ég held að það sé lykillinn að þessu hjá mér. Svo náttúrulega að sleppa namminu en það vita nú allir ;-). Maður þarf held ég að vera í einhverju svona geðveikisástandi til að halda þetta út. Gott ef ég er það ekki bara. Aðallega að halda sér í því. Maður má svo sem ekki ofmetnast af einhverjum 10 kg en maður verður samt líka að gefa sér að hafa náð þeim í burtu.

En sem sagt – ég held ég fari til Dísu á eftir – í smá stoppelsi. Kannski kem ég á morgun heim eða á miðvikudagsmorgun, það er svona spurning. Ég er bara eitthvað svo löt og svo er það hann Bjartur minn. Hann verður svo stressaður þarna uppfrá að hann getur nú ekki farið með og þá á hann allt sitt undir Ragnheiði og ég veit nú ekki hvernig sú útgerð yrði. En það er nú seigt í stelpunni.

Annað markmið mitt er að koma mér á topp 100 í f1 leiknum – ég hækkaði mig upp um 400 sæti í síðustu keppni. Þarf nú að liggja yfir upplýsingum og byggja næstu breytingar á mjög vel úthugsaðri áætlun. Ferrari á ekki eftir að ganga aftur svona vel – þetta voru ,,bara“ dekkin – nóg var það nú samt.

Kveðja í bili

Sigurvegari: Fórnarlamb:

Hvað er ég með… Hvað er ég ekki með…
Lætur hlutina gerast… Bíður eftir að hlutirnir gerist…
Hvernig get ég orðið… Af hverju get ég ekki..?
Horfir á kosti… Horfir á galla…
Finnur leiðir… Finnur afsakanir…
Tekur ábyrgð… Kennir um…
Tekur leiðsögn… Kann allt…veit allt
Sér alltaf sigur í sjónmáli Sér alltaf tap í sjónmáli
Hlustar meira… Talar meira… *
Setur sér markmið… Setur sér upp hindranir
Lærir af mistökum… Tapar á mistökum…
Fyrirgefur… Erfir…
Langhlaupari….þolinm. Spretthlaupari…springur
Heldur upp á… Kennir um..

*ég meina hvað er svona slæmt við að tala mikið?

2 athugasemdir á “Ætti ég ekki að fara til Dísu?

  1. Hæ – ferðin gekk bara vel, sólin sparaði sig of mikið. Það var samt milt og gott veður.Við komum um hálf átta í gærkvöldi. Ég bið að heilsa Dísu. Farðu varlega í umferðinni. Bless Bless.

    Líkar við

Skildu eftir svar við grasshopper Hætta við svar