Hár blóðþrýstingur og almennur aumingjaskapur


Ég skal nú segja ykkur það – ég er búin að vera eitthvað svo skrítin fyrir höfðinu og vera með hausverk við og við – og alltaf syfjuð. Var bara ekki fyndið hvað ég var og er alltaf syfjuð. Svo ég tölti mér til læknis og lét mæla blóðþrýstinginn sem var nú barasta alltof hár. Ég hef aldrei haft háan blóðþrýsting – fyrr en núna. Skil það nú ekki – hann á að verða svo fínn með hreyfingu. En sem sagt fékk pillur og vonandi verð ég eins og manneskja og lækna svo bara minn blóðþrýsting sjálf. Það er eina vitið að halda bara áfram.

Ég þarf að laga svefninn – ég sef svo stutt og slitrótt að þetta er ekki að gera sig. Ekki gott að vera að vakna allar næstur.

Nú langar mig svolítið í sund – það er svo gott veður – og á að fara að rigna eftir hádegið – valið stendur á milli þess að byrja á tiltekt hér í húsinu eða fara – langar að verða svoldið meira brún 😀 Svo er það Styrkur eftir hádegið. Voða gaman. Sigh – ykkar Inga sem sveiflast á milli ölvunar af gleði eða svörtustu myrkra. Stundum finnst mér ég bara ekki hægt.

1 athugasemd á “Hár blóðþrýstingur og almennur aumingjaskapur

  1. Skelltu þér bara í sund – draslið fer hvergi en sólin ætlar víst ekki að vera lengi hjá okkur í þetta skiptið.Gangi þér vel með þrýstinginn.

    Líkar við

Skildu eftir svar við Unna Hætta við svar