Afhverju bloggar maður og aflraunir dagsins!


Já ég held ég hafi þetta bara svolítið geðveikan skó í dag – þetta hefur eiginlega verið þannig dagur í bland við annað svei mér þá! Ég var þó amk ekki syfjuð í morgun – bara eftir hádegið þegar ég var á leið í sundið. Ha ha ha tengist þessi ægilega syfja kannski leti? Ja það væri það. Já en sem sagt. Sokkar voru sorteraðir í dag. Aðalsteinn fór í vinnuna náttúrulega og mætti vel tímanlega! Nú svo fór ég til Bjarkar í heimsókn smá. Var með nagandi samviskubit að bæði trufla hana og mig frá þvottinum. Nú svo fór ég heim að sortera sokka í sólinni og það var nú alveg ótrúlegt hvað kom út úr því. Nú jæja svo fór ég nú og fékk mér hádegismat! Það var nú svei mér vel af sér vikið – fór því ógeðslega södd í sund auj bara! Fór snemma í sund því ég vildi njóta sóalrinnar og synda mikið.
Gerði bæði! Synti 1000 metra á fullum spretti – stoppaði nánast ekki neitt. Ojá mín góð bara 😀
Nú jæja svo fór ég að athuga með Subaruinn minn. Og þar voru nú fréttir. Aldeilis. Við erum bara búin að keyra á bílnum stórundarlegum alveg síðan í janúar því hann var allur í skralli, pústið, og eitthvað fleira bara beyglað og ónýtt. Fleiri hundruð þús. tjón maður. En það er nú kaskó trygging sem betur fer. Gott að ég fór af stað með þetta allt saman. Fínt þegar þetta verður búið.
Nú jæja og þá er spurningin afhverju bloggar maður – og þá ekki gáfulegra blogg en ég t.d. gerir. Það er skemmtileg spurning. Ég held ég bloggi til að svala þessari ótrúlegu þörf minni til að skrifa. Mér finnst oft auðveldara að hugsa um hlutina ef ég skrifa þá niður og svo er þetta eins konar dagbók. Kannski getur lestur þess glatt einhvern – það væri gaman, víst er amk að mér myndi finnast leiðinlegt ef enginn kíkti í heimsókn. Það koma að vísu ekkert margir hingað á degi hverjum – kannski færri en ég vil – og þó. Það er svo sem ekki gott að hér komi inn hver sem er af götunni – þeir svo sem endast ekki lengi í öllu þessu orðagjálfri sem hér ríkir.
*******
Mig dreymdi yndislegan draum í nótt. Hann var svo ljúfur og góður að það var næstum óhugsandi að vakna. Voru svo góðir straumar í honum að ég vissi að ég þarf ekkert að óttast á næstunni. Það er gott veganesti inn i daginn. Guð geymi ykkur og verndi. Kveðja Inga

3 athugasemdir á “Afhverju bloggar maður og aflraunir dagsins!

  1. Oh, þú ert svo dugleg. 1000 m er nú bara mjög gott, ekki næ ég því. Syndi reyndar bara bringusund því ég á í hættu að drukkna ef ég reyni skriðsund og á bringunni kemst maður hægt yfir. Er hætt að reyna að telja, syndi bara í ca 25 mínútur og búið.Sammála með bloggið, stundum spyr ég mig af hverju maður sé að þessu… Er þetta ekki bara nútíminn? Finnst líka gaman að fylgjast með gömlum vinum og ættingjum á blogginu og vonandi að þeim finnist það líka. En nú er þetta orðið ansi langt comment hjá mér…Góða helgi,Unna

    Líkar við

  2. Blessuð Inga mín ég verð nú að viðurkenna að ég kýkji næstum daglega á bloggið þitt en kvitta aldrei fyrr en nú eheh, dettur nú stundum í hug hvort ekki væri ráð að gera eins og þú og hreyfa sig ,,smá“ en sú hugsun líðu yfirleitt mjög fljótt hjá heheBaráttukveðjur úr sveitinni Helga

    Líkar við

  3. Frábært 😀 Já Helga það bráir gjarnan af manni þessi hreyfiþörf :D, en hjá mér er þetta bara ekki spuring um val orðið. Ég bara verð. Þó maður geti náttúrulega alltaf valið að gera ekki neitt. Ég hef bara illa efni á því! Hafið það gott Inga

    Líkar við

Skildu eftir svar við Helga Hætta við svar