Mbl.is er bleikur í dag

Það er ekki úr vegi að Ingveldur verði það líka. Verst að bleiki bolurinn minn er í þvotti – ég skil ekki að kona eins og ég eigi bara einn bleikan bol – ja það er af sem áður var. Mér finnst að mbl.is eigi alltaf að vera bleikt. Það er miklu flottara hvort sem er.

Nú er frúin að finna sér til morgunmat. Dagurinn í gær var ágætur inn á milli stórkostlegra katóstrófía – ég sver að ég er haldin einhverri dularfullri sjálfseyðingarhvöt… Mjög spes verð ég að segja. Dísa segir að það sé vegna þess að ég kæri mig ekki um að láta segja mér fyrir verkum. Það held ég að geti verið svolítið satt hjá henni – 🙂 Það er náttúrulega ein bilunin til. Það er annars ekkert leiðinlegt að vera klikkhaus. Bara alveg í fínu lagi.

Bíllinn minn er orðinn í meira lagi vinstriskreiður á akstri – þó svo dekkin virðist bein þegar ég legg honum með stýrið beint. Ég fór því á verkstæði í morgun og komst að því að bíllinn minn er keyrður 20 000 km á 7 mánuðum – ekki lítill akstur það. Ég verð líka að fara að koma honum á réttingaverkstæði – ég get ekki lagt í neina leiðangra með þetta svona allt í skralli. Ég lít á það á morgun. Voðalega óskaplega mikið að gera hjá mér – varla að ég megi vera að því að bæta bílastússi við. Skil ekki hvernig ég get verið í fullri vinnu ég segi það satt :-).

Jæja best að koma í sig morgunmatnum, skrá allt hjá sér og koma sér í stemmningu fyrir Styrk og sundið. Ég hélt það yrði sól í dag þegar ég vaknaði – amk á köflum en það hefur algjörlega farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim blessuðum að skilja það – nú sést hvergi í blátt og það hellirignir. Enda erum við Bjartur bara í rólegheitum hér. Kannski geri ég eitthvað af viti í dag. Það er nú hið góða við morgnana – það býr svo mikil von í þeim (þegar kvíðinn lætur ekki á sér kræla.) Kveðja og ekki gleyma að konur eru helmingur þjóðarinnar – er einhver ástæða til að þau hlutföll sjáist ekki alls staðar?

3 athugasemdir á “Mbl.is er bleikur í dag

  1. Það hjálpar allt 😀 Bleikur Moggi og hlýjar hugsanir. Aldrei nóg af þeim sko. Ef þær gætu læknað hælsæri má gjarnan beina þeim í þann farveg :D.

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ingveldur Hætta við svar