Sunnudagur með sín fyrirheit

Hó Erla ég á goflskó! Því fyrr sem ég lýk við verkefnið – því fyrr kemst ég í golfið. Ég öfunda Erlu ekkert smá að leika golf á Englandi þessa dagana – þar er víst ekkert sérlega slæmt veður 😀

En nú er ég búin að koma mér fyrir hér við borðstofuborðið og ætla mér að læra í allan dag – og fara svo í göngu með Bjart í kvöld og kannski klippa viðjuna ef hann skyldi nú hanga þurr áfram.

Það er annars makalaust hvað ég nenni þessu ekki. En ég er með plan. Ég á eftir að gera um 8. kaflann í grænu og nú geri ég það bara snöggvast. Svo dúndra ég mér í verkefnið – ég meina ég kann þetta nú heilmikið og hef lítið hugsað um annað en námsmat síðustu vikurnar.

Stór ákvörðun tekin síðasta sólarhringinn: Áfanginn sem mig langaði í verður ekki kenndur næsta haust og það eru engir áfangar í boði sem mig langar í – því…. hef ég ákveðið að fara ekki í neinn kúrs í haust. Skella mér bara í einstklingsmiðunina eftir áramót.

Þar sem ég er viss um að Guð sé með mér í liði lít ég svo á að þetta séu skilaboð um að koma líkamsræktinni á koppinn og einbeita mér að því sem ég er með í pottunum um þessar mundir. Því meira sem ég hugsa um þetta þá hugnast mér þessi hugmynn æ meira. Ekkert nám fyrir jólin – nammi namm…. Ætli það sé ekki nóg samt.

Bestu lærdómskveðjur, Inga svellkalda sem bíður eftir golfinu (kannski ég taki einn lítinn hring á æfingavellinum í fyrramálið ha?)

Að kveldi sama dags: Ekkert lært. Svoldið eldað, sofið og farin rosa ganga með Bjart yfir mýrar, móa og mela – hélt ég væri í sjálfheldu. Gangan var ekki styttri en 55 mín – og ég veit ekki hvort okkar var þreyttar ég eða hundurinn :D. Helv… gott bara. Aðalsteinn kominn heim heilu að höldnu. Guði sé lof fyrir það. Ragnheiður í æðisgengnu letikasti. Þetta var bara góður dagur. Takk fyrir það.

1 athugasemd á “Sunnudagur með sín fyrirheit

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar