Ég er ekki nokkur manneskja í að læra í dag – nenni því ekki bara. Fann einhverja Black og Wiliams (já með einu ell-i)og er búin að prenta út einhver ósköp…. svo hef ég lesið mbl. is, vedur.is, horft á rigninguna, lesið í Educational Leadership, skrifað nokkur tölvubréf og svona. Lesið blogg hjá hinum og þessum….
Ég hef komist að því að ég skrifa ekki nógu gáfuleg blogg. Ég þarf að skrifa meira svona eitthvað gáfulegt. T.d. um þjóðmálin, skólamál, já bara svona eitthvað annað en veðrið og sjálfa mig – sem er nú hvorugt gáfulegt um þessar mundir….
Vissuð þið að þegar maður er fullorðinn og á sér duldar hugsanir þá getur maður eiginlega ekki sagt neinum frá þeim? Þær verða að leyndarmáli sem vex innra með manni og öðlast sjálfstætt líf …. Ekki það ég hafi einhvern tímann sagt einhverjumfrá duldu hugsununum mínum fyrr en þær eru dauðar og marklausar – sem er kannski bara eins gott. Það er skrítið að eiga sér leyndarmál – þó einskisvert sé – ég er ekki mikil svona leyndarmálakona… En það er nú annað mál. Ætti ég ekki að fara að gera eitthvað – nú eða bara fara heim að sofa og koma aftur síðar…. Þetta er hvort sem er ekki að gera sig!
Sjálfsagi – hvar fæst hann?
ps:Hvar er Erla?
Fleirum hefur liðið eins og mér greinilega
Í draumi sérhvers manns eftir Stein Steinarr
Í draumi sérhvers manns er fall hans falið.
Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg
af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið
á bak við veruleikans köldu ró.
Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir
að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér.
Hann vex á milli þín og þess, sem lifir,
og þó er engum ljóst, hvað milli ber.
Gegn þinni líkamsorku og andans mætti
og öndvert þinni skoðun, reynslu og trú,
í dimmri þöng, með dularfullum hætti
rís draumsins bákn og jafnframt minnkar þú.
Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum
í fullkominni uppgjöf sigraðs manns.
Hann lykur um þig löngum armi sínum,
og loksins er þú sjálfur draumur hans.
Gott að vita að mín er saknað 🙂 eða hélstu að ég ætti einhver sjálfsagaráð. Mínir nánustu myndu hlægja mikið af því. En án gríns – bara setja sér raunhæf markmið og taka eitt skref í einu – held ég! >>Var að koma af golfvellinum í 25° sól og sumaryl – og troðfullt af svo gæfum kanínum að ég hefði örugglega getað nokkrar með mér heim. Við hjónakornin ætlum að hitta 2 vinahjón okkar á þriðjudag og golfast í Skotlandi í heila viku. Já lífið er ljúft þegar prófin eru búin 🙂>>Myndi senda þér golfskó ef ég vissi hvar ég finndi hann.>>8kíló er rosalega flott. Þú ert hetja. Gleðilega þjóðhátíð>Erla
Líkar viðLíkar við