
Sæl elskurnar – ég er á lífi – hef þó skilað matardagbókinni! Oh my god. Best að setja ótrúlega pæjulegan skó bara og gá hvort það reddi ekki deginum. Ég fæ þó plús fyrir að skrifa vitleysuna sem ég ét! Nú er sem sagt planið að hafa einn rugldag í viku – laugardag t.d. – eða einhvern annan dag og kaupa þá allt ruglið og éta það þá í staðinn fyrir að vera að smá maula það alla vikuna. En vitið þið það ég er samt ekkert að borða af óhollustu miðað við það sem ég gerði – bara svo ég taki það fram – en það er nóg samt. Baldur var sko ekki par ánægður með þessar færslur mínar – sagði að ég hefði sko bara ekkert lært. Sem er nú ekki rétt – ég kann nú ýmislegt ég bara næ ekki að framkvæma það. En það er gott að fá svona spark í rassinn. Maður þarf að herða sig og kaupa gáfulega inn og svona. Og svo eiga krakkarnir ekki að veifa framan í mig nammi- heyrið þið það Aðalsteinn og Ragnheiður! Ef ykkur þykir vænt um mömmu ykkar þá eigið þið að fela nammið ykkar! Oh my god.
En fór í Styrk og á ógeðsstillinguna á ógeðstækinu – hélt ég dræpist. En það er ágætt að halda það – bara slappa vel af á eftir. Ég verð náttúrulega að auka mér þol og styrk. Ég er nú farin að finna það núna – það er auðveldara að standa upp – ég er betri í göngunum með Bjarti mínum óþæga og þetta er nú allt að koma- en þá bara bætast við nýjar stillingar í Styrk og ég þarf að reyna á mig enn frekar – já þetta er barningur bæði við æfingarnar og matinn. En lífið heldur áfram. Ég held að mín leið í því að léttast sé að hreyfa mig og svo hugsa djúpt um að breyta matarræðinu – það er nefnilega svo fljótt að fara í sama farið. Ég veit ekki hvort ég er matarfíkill, sælgætisgrís eða hvað- ég veit bara að ég verð að hugsa um allt sem ég set ofan í mig því annars er ég búin að setja eitthvað skrítið þar niður. Það er átak að brjótast út úr 20 ára vitleysu og eins og frænka mín ein sagði sem hefur náð frábærum árangri – það má ekki verðlauna sig endalaust með mat – verðlaunin verða að vera af öðrum toga. En nú nálgast ég 10 kg og þá förum við Vilborg í Bláa lónið – það verður nú gaman – já og eitthvað fleira. Nú langar mig í heila Blush flösku sem ég á í ískápnum. Svei mér margar hitaeiningar í því! Kveðja Inga bloggóða sem á sér ekkert líf nema í bloggheimum. Já og Aðalsteinn er kominn til Akureyrar blessað barnið.

Jú þú á þér sko mikið líf Inga mín. Það er ekkert betra en að vera dugleg að hugsa um heilsuna og hreyfa sig. Frábært að þú sért að komast í 10 kg:) og það sést 🙂>Þú ert frábær og haltu því áfram. kv Sigurlín
Líkar viðLíkar við