Brúðkaup, bílferð og veður

Brauðarskór fyrir Sigurlín og Hrafnkel!
Ég fékk boðsbréf í brúðkaup með póstinum í vikunni! Það er sko skemmtilegt. Ég fór í eitt brúðkaup í fyrrasumar sem var yndislegt. Það er svo gaman í brúðukaupum og það er ótrúlega gaman að gifta sig. Ég hef sjaldan átt betri dag. Vona að hið sama verði hjá Sigurlín minni og Hrafnkatli. Mikið eiga þau það skilið. Ég er strax farin að huga að kjólnum mínum. Það er sko frábær afsökun að kaupa sér kjól fyrir brúðkaup. Ég bý enn að þeim rauða sem ég keypti í fyrrasumar fyrir brúðkaupið hjá Hlín Helgu og Birni Inga. Jummi jummm.
En nú er hann Aðalsteinn minn farinn til Akureyrar með vinum sínum. Ég hef þessar ægilegu áhyggjur af ferðinni Norður. Guð gefi að allt fari vel. Hann og Viktor vinur hans ætla svo að vera hjá ömmu og afa hans Aðalsteins. Annars hefði hann nú aldrei fengið að fara. Ökumaðurinn virðist vera stabíll, athugaði varadekkið, smurði bílinn og leggur að stað snemma til að sleppa við mestu umferðina. Þannig að þetta þrennt er allt saman gáfulegt. En erfitt er að sleppa takinu af unganum sínum. Ragnheiður keyrir síðan til Hornafjarðar á humarhátíð í lok mánaðarins. Það er svo sem ágæt leið til að æfa sig á. Það er annað að keyra stutta spretti eða svona lengri ferðir. Guð blessi þau og alla aðra í umferðinni þessa helgina sem og aðrar.
Maður snýr sér ekki öðruvísi við en heyra einhvern tala um veðrið – enda er það með allra leiðinlegasta móti – en svona er þetta bara. Ég man nú heilu sumrin sem rigndi og rigndi og ekki þótti mér það í fyrra sérlega skemmtilegt um miðbikið onei. En Norðlendingar njóta góðs af sunnanáttunum. Það er gott að einhvers staðar er blíða.
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 5-10 m/s og rigning í dag en heldur hægari og smá rigning eða súld á morgun, einkum framan af. Hiti 8 til 12 stig.
Spá gerð 16.06.2006 kl. 09:50
Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag: Fremur hæg austlæg átt. Skýjað og lítils háttar súld sunnanlands og vestan, annars nokkuð bjart veður. Hiti 10-17 stig, hlýjast norðaustanlands. Á mánudag: Suðaustlæg átt og rigning um tíma, einkum suðvestantil en síðan suðvestlægari og skúrir. Kólnar lítið eitt. Á þriðjudag: Austan- og suðaustan strekkingur og rigning í flestum landshlutum, mest um landið sunnanvert. Hiti 8 til 14 stig. Á miðvikudag: Snýst í norðaustan og síðar norðvestanátt. Rigning á Suðaustur- og Austurlandi, skúrir norðanlands og kólnandi veður. Á fimmtudag: Norðvestanátt með skúrum norðanlands en vestlægari og hlýnandi vestanlands. Hiti 5 til 13 stig, svalast norðaustanlands. Spá gerð 16.06.2006 kl. 08:20
Þegar það er smuga á að ekki rignir þá á að vera skítakuldi. Jább þetta lítur vel út! Maður tekur þá bara til og fer alvg svellkaldur í Styrk og er alveg sama þó úti rignir. Og svo skiptir engu máli hvernig veðrið er í sundi.
Sem sagt allt í góðu.

1 athugasemd á “Brúðkaup, bílferð og veður

  1. Takk Inga Mín fyrir góðar kveðjur. Vona svo innilega að þetta verið góður dagur hjá okkur öllum. Kveðja Sigurlín

    Líkar við

Skildu eftir svar við Sigurlín Hætta við svar