
Ég gefst ekki upp. Það skal koma sumar einn daginn. A.m.k. getur maður gleymt sér við að láta sig dreyma og horfa á þessa skó!
Jummi jumm…
Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Suðaustan 10-15 m/s og rigning, en snýst í suðvestan 8-13 eftir hádegi með súld öðru hverju. Rofar til með smáskúrum í nótt og á morgun. Hiti 7 til 13 stig.
Spá gerð 14.06.2006 kl. 06:29
Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Suðvestan strekkingur með skúrum um landið vestanvert, annars hægari og bjartviðri. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast austanlands. Á laugardag (Lýðveldisdag): Suðlæg átt, 3-8 m/s og smá súld eða rigning sunnan- og vestanlands, annars þurrt og bjart með köflum. Heldur hlýnandi. Á sunnudag: Hægviðri og nokkuð bjart veður, en smáskúrir í flestum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig. Á mánudag og þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt og vætusamt, einkum sunnantil á landinu. Lítið eitt kólandi veður. Á miðvikudag: Spá gerð 14.06.2006 kl. 08:03
Kannski getum við búist við einum þurrum degi af hverjum 10. Það væri svo sem ágætt ha?
Kveðjur Inga
Maður kemst nú allavega í gott skap af því að skoða skóna á síðunni þinni síðustu daga hí hí. Það vantar sko ekki sumarstemminguna þar. Ekki veitir af.>Annars, var að vinna í dag í fyrsta sinn í næstum ár. Redda af góðmensku minni. Það var bara gaman.>Kv. Björk
Líkar viðLíkar við
vá ég var hætt að sjá þig fyrir mér vinnandi. Það hefur verið spennandi að byrja á því aftur.
Líkar viðLíkar við