sund að baki

Jæja sund að baki í dag – 1000 m. og flestir með blöðkum á svoleiðis fljúgandi ferð að mín var bara sprungin á köflum.

Annars er þetta annasamur dagur – en drjúgan tíma tekur að baða sig í sólinni í sundi og spjalla og það allt saman ha? Þetta er náttúrulega á köflum snúið líf.

Líklega klára ég vinnuna á morgun og þá get ég nú farið að taka til og svona í bland við annað. garðurinn bíður og húsið náttúrulega. ég ætla bara að líta kalt á þetta og ganga í verkin – njóta svo sumarsins um leið. ekki láta drasl skemma fyrir mér eða trufla mig í heilsuræktinni sem ég ætla að hafa sem algjört forgangsmál. svo verður maður nú að komast í útilegur! einhverjir sjálfboðaliðar sem vilja koma með í vagninn. Mér sýnist ég alltaf verða barnslaus svo ekki verður nú félagsskapnum fyrir að fara í því.

Matardagbókin er skrautleg í dag. O já. 5 nammimolar. En oft hef ég nú étið meira af slíku án þess að blikna.

Jæja elskurnar búin í dag. verum glöð sólin skín og Styrkur á morgun – gæti þetta verið betra? dekurlíf náttúruelga ef ekki væri fyrir verkina og sperringinn í vöðvunum – tíhíhí.

2 athugasemdir á “sund að baki

  1. Rosalega ertu spræk váááá………bara á hlaupum með Bjarti eftir allt sundið í dag. Gaman að þið skylduð kíkja við. Rúnar Ísak var yfir sig hrifinn af Bjarti. Já sundið var gott og sólin fín(nokkrar freknur í viðbót). Hlakka til að takast á við tækin á morgun jibbííí…….og slaka svo á vöðvunum í sundi eða öllu heldur pottinum mmmmm………..kv.Villaeir

    Líkar við

  2. Ummmmm hljómar vel! Já nú megið þið fara að drífa ykkur með pallinn mar fyrst við Bjartur erum orðin svona gönguglöð! Kannski væri bara hægt að setja kolla í malarbinginn þarna í horninu hjá þér 😀 Lof jú! Inga

    Líkar við

Færðu inn athugasemd