Matur er svo sannarlega Ingveldar megin

…og það ekki sem gáfulegastur. Ég hef komist að því að ég er álíka klikkuð og þessi skór. Og ég er ekki gáfulegri. Oj bara hvað ég er glötuð eitthvað.

Ég var alveg á missa mig hér í maí og ákvað því að halda matardagbók til að koma mér á rétt ról. Ja það gekk þokkalega. Heyrðu og svo á ég að skila matardagbók á föstudaginn. Og vitið þið það – hún er svo hroðalega útlítandi að þó ég hefði REYNT AÐ BORAÐA EINS HEIMSKULEGA OG ÉG GÆTI ÞÁ HEFÐI ÉG EKKI SLEGIÐ ÞETTA ÚT!

Mér er bara ekki sjálfrátt ég segi það satt!

Sælgæti, borða lítið, borða seint á kvöldin. Ét banana í stað annarra ávaxta. Fæ mér franskar – já nefnið það bara – það verður ekki vitleysislegra en það sem ég set ofaní mig þessa dagana. Oh my god! Enda er ég hálfu kg. þyngri en ég var í síðustu viku. Ég verð að gera gangskör í þessu. Ég þarf að rjúfa hugsanabrenglið sem fer fram í kollinum á mér – ef ég hugsa þá yfirleitt nokkurn skapaðan hlut.

Planið er þetta. Ég verð að létta mig – ég verð að gera meira en bara hreyfa mig – þó það taki svona allt með öllu 2 klst á dag og stundum rúmlega það. Ég verð að hætta að borða fitandi mat. Ég verð að hemja mig og borða oftar. Ég get ekki sett dæmið upp svona: Ég hef hagað mér eins og asni og samt lést – ég held því bara áfram að haga mér eins og asni og léttist kannski bara meira! ÉG verð að haga mér í samræmi við markmiðin en hver eru þau? Trúi ég nokkuð á að þau verði að veruleika – það held ég ekki. Ég hef enga trú á mér. Ég bara gef mér að ég sé auli og því hljóti mér að mistakast. Ég gef mér það í upphafi.

Jú jú ég get slegið mér upp á því að ég sé í Styrk – voða dugleg – en ég er í raun bara í blekkingaleik. Ég er ekkert að taka á matarræðinu – ég svindla hægri vinstri – og gef mér ekki tíma til að elda eða neitt. Mér er það svona heldur til efs að ég lifi skammirnar af frá Baldri á föstudaginn. Oh my god – en ég verð að hugsa: „face the fear!“ Dísuss.

Annars var dagurinn annasamur: Farið með Aðalstein á Kiðjaberg, Palli keyrður til Hvg hann var að fara til Færeyja blessaður englapungurinn minn. Farið í skólann í millitíðinni og fram til 13 en þá fór ég í styrk og svo þaðan í sund. Synti nú ekki mikið – meira að láta líða úr mér og fylgja Vilborgu minni kæru sem er með Rúnar Elí á sundnámskeiði. Fór síðan að ná í Aðalstein, fór til Bjarkar smá og keypti svo í matinn og eldaði. Tróð svo í mig grænmeti og einum hamborgara með osti.

Sama prógramm á morgun nema enginn Styrkur – sem er kannski eins gott því herðarnar á mér loga eins og … ja eitthvað heitt og sárt. Enda mikið teygt á þeim í tækjunum í dag.

Fór í annað sinn á ógeðstækið á þyngri stillingu. Það var svo sem alveg óbærilegt en líka svoldið gaman! Þ.e. eftir á. Er næstum óbærilega erfitt.

En jæja nú er bar að taka á og haga sér ekki eins og asni í matarræðinu. Ég meina ég hlýt að lifa föstudaginn af – Baldur er nú bara svona sjúkraþjálfari – ekki vopnaður maður…. Nema þá augnaráði og orðum. Sem er svo sem nógu slæmt í sjálfu sér!

2 athugasemdir á “Matur er svo sannarlega Ingveldar megin

  1. Þetta virkar, mun virka og hefur virkað. Þetta mun virka hjá þér……. Spurning hvort er verra að hitta Baldur á föstudaginn með matardagbók eða koma fyrir hæstarétt með 5 dómara yfir sér og svara fyrir mistök sín. Júúúúú Inga það er bara fínt að hitta Baldur. Hann segir örugglega nákvæmlega það sem þú átt von á að hann segi og þar með þarf nú ekki að hafa stærri hnút í maganum yfir því. Hann myndi heldur ekki segja neitt skemmtilegt þó allt væri tipp topp í þessari matardagbók. Þú myndir pirra þig á því he he. Góða nótt snúlla.kv.Björk.p.s. átti eftir hlaupatúr dagsins eftir sundleikfimiskennsluna. Fór því út kl 22:30 (bilun, og það hugsuðu það örugglega flestir sem sáu mig kl 23:30 þegar ég var á leiðinni heim). Fæturnir á mér voru eins og blýklumpar. Þannig, formið er misjamt þó maður sé í formi. Þannig er það líka hjá þér. Sumir dagar verða alltaf þungir en þá ertu kanski að taka mestu framförunum. Manstu…..„Sársauki er aðferð líkamans til að sigrast á veikleikum. Því eru aumir vöðvar eftir æfingar fagnaðarefni.“luvjú þín Björk

    Líkar við

  2. Takk Björk mín – ég var einmitt að rifja upp þessi ummæli – þau eru skrambi góð. Já það er svo sem alveg rétt ég myndi pirra mig á flestu :D. Takk darling Blýklumpar kannast við það… en þvílík harka. Ég fór líka út með Bjart litla ólátabelginn að skoða rautt hús og fleira. Það var rúmur hálftíma gangur. Og hér er ég enn!

    Líkar við

Skildu eftir svar við Björk Hætta við svar