Silverstone – rigning og hálsliðir

Það gengur ekki annað en vera bjartsýnn. Rautt gleður mig. Doppur líka. Skítt með allt hitt!

Sæl verið þið elskurnar! Þar sem ég er ,,hætt“ að fylgjast með F1 þá læt ég mér duga gluggann frá honum Bernie á F1.com með tímunum í tímatökunni sem nú fer fram á Silverstone. Það eru nokkrar mínútur eftir – þær heitustu og mér gengur ekki sérlega vel að fylgjast ekki með. Nema það slær svolítið á að Schumi er hraðastur um þessar mundir en litlu munar. Kimi minn er greinilega hægari en þeir Alonso og Schumi. Varla að hann vinni þessa helgina. Ég sem sagt fylgist með F1 en bara ti að sjá hvort Kimi vinni ekki ;-). Æ mér er alveg sama. Hver nennir svo sem að pirra sig á þessu – og maður á bara ekki að vera með einhverja leiðinda f1 keppni yfir sér ef hún pirrar mann meira en gleður.

Ég er nú svolítið lurkum lamin eftir einhverja nýja stillingu á ógeðstækinu. Var greinilega orðin svolítið værukær ….HA HA HA Alonso náði ráspólnum á síðast hringnum – en Kimi hrynur niður stigann.. oh my god hann er orðinn áttundi….. dísuss Nei hann er annar …..hann hefur verið síðastur að fara yfir línuna. Oh my god. Silverstone er sko brautin hans Kimi – þess vegna seldi ég hann ekki í liðsstjóraleiknum. Tjú tjú tralla la. svo er bara að vona að hann rigni – þá er Kimi nebbilega ótrúlega góður. En sem sagt – ég er hætt að fylgjast með F1 og ég læt þessu spjalli mínu lokið. Tíhíhí

Sem sagt lurkum lamin… værukær. Gott mál nema ég var náttúrulega mjög uppgefin – svitnaði í klukkutíma eftir að ég hætti í Styrk – svo eitthvað gengur nú á. Ekki sérlega aum í hjánum í dag – og Sigurlín segir að ég sé aum í einhverum sinum sem vel er hægt að þjálfa.

En hvað með hálsliðina – aumingja ég að vera með slitna hálsliði. Nú sit ég t.d. við tölvuna og er að glápa niður fyrir mig á skjáinn – gleraugnalaus náttúrulega (sem minnir mig á að ég bara verð aða fara að fá mér ný gleraugu. Þetta er ekki að gera sig!).

Ég ætti að vera læra en ég þarf að vorkenna mér svolítið með hálsliðina – þetta er nú held ég ekkert alvarleg. Baldur sagði þetta nú bara eins og hvað annað – svo ég er alveg róleg. Það skýrir samt afhverju ég er alltaf aum og oft með verki í hálsinum. Annars var það merkilegt að ég er alveg helaum eftir nuddið á miðvikudaginn – sem segir mér að ég á svolítið eftir til að vinna á bólgunum. Við sjáum til hvernig þetta þróast í sumar – hvernig lappirnar á mér koma út og herðarnar í golfinu. Svo er spennandi að sjá hvað ég geri næsta haust með tímasetningar í salinn. Maður getur nú kannski reiknað þetta svolítið út – a.m.k. gengur ekki að hætta í mínu tilfelli o nei. Þess vegna ætla ég að halda áfram að fara í Styrk í sumar – bara til að halda mér volgri.

Nú jæja Gunnar og meðreiðarsveinar eru búnir að kæra kosningarnar í Grímsnesinu og skrifa grein í Sunnlenska um eigið ágæti – þeir ganga nefnilega ekki um eins og K listamenn og ljúga í fólk rétt fyrir kosningar. Og þeir eru alltof góðir fyrir atkvæði þroskahefts fólks. Sem vel að merkja kýs bara þann sem það sér síðast – alls ekki þann sem býr á sama stað og þau – eða þau þekkja betur en aðra. Já það er nú allur munur að vera svo heilagur að maður velji sér atkvæði – kannski voru þeir bara of vissir um sigur greyin. Það er fín rassskellingin sem formaður Sunnlenskra sveitarfélaga fær úr kosningunum og von að svíði undan. Það var gaman að lesa um stórkostleg heit skólabreytinganna. Einangrun kennara hafi hreinlega verið rofin og þeir geti fundað með öðrum kennurum úr öðrum skólum. Já það er áreiðanlega mjög til faglegra bóta. Sérstaklega ef það vinna vel á annan tuginn af kennurum við að kenna þessum 38 börnum nokkra tíma í viku hver þeirra. Það er náttúrulega afskaplega faglegt allt saman. Enda sannast það í Grímsnesinu að skóli er annað og meira en steinsteypa – já og svo má sega að steinsteypan sé svo sem misvelheppnuð. En það er amk munur að segja ósatt og eða hagræða sannleikanum í Sunnlenska en ekki á bæjum eða milli bæja þar sem fólk getur talað saman og tekist á maður á mann. Allt annað að skrifa bara í blöðin…

Ég bara skil ekki þetta fólk. Skil það ekki. En það er allt í lagi. Ég er þakklát Margréti fyrir að hafa leyft Aðalsteini mínum að fljóta með í skólabílnum og Pálmari að keyra hann. Það verður ekki frá þeim tekið að það gerðu þau fyrir okkur. Eiga þakkir skilið fyrir það.

Nú jæja best að líta á þetta loka-aðalverkefni mitt í námskrárfræðunum. Ég er einhvern veginn alveg lost í þessu. Sigh. Held ég skrifi Ingvari bara og leiti ráða hjá honum. Hann er vanur að koma mér á réttu og beinu brautina karlinn.

Ég er fullkomlega búin að fá nóg af rigningu – oj oj oj oj oj oj oj – hættu að rigna karl þarna uppi!!!
Verið sæl að sinni

2 athugasemdir á “Silverstone – rigning og hálsliðir

  1. Áreiðanlega karl – hann er svo einstrengingslegur í þessu. Kona væri búin að skipta um skap við og við – gæti ekki enst í þesasri rigningu endalaust.

    Líkar við

Skildu eftir svar við Björk Hætta við svar