Já góðan daginn öll!!!!

Sæl verið þið heilladísirnar mínar!

Þið hafið náttúrulega og að sjálfsögðu haldið að ég væri horfin en svo er nú ekki – bara svolítið önnum kafin kerlingin! Og við ýmislegt annað en Styrkferðir því miður.

En sumt þarf bara að vinnast áður en annað er lagt. Síðasta vika var annasöm í meira lagi. Og þó ekki hafi verið farið í Styrk þá var sko eitt og annað brallað. Skólalok eru svona með skemmtilegri verkum mínum sem kennara en þau eru líka svolítið kvíðvænleg. Það er svo mikið að gera eitthvað – og mikið undir. Það er gott að ljúka vetrinum vel til að geta byrjað þann næsta enn betur. Gera betur í dag en í gær – og enn betur á morgun.

Liðin vika

Á þriðjudag var gróðursetning í grjótabeðinu hér við skólann – það var nú svei mér gott að ég hef krafta í kögglum þó ég hafi nú reynt að láta krakkana gera sem mest. Finnst það reyndar allrar viðleitni virði að láta þau sjá um verkin sín sjálf. Verst hvað voru fáar skóflur – já og á stundum hefði nú bara ekki veitt af svolitlu af hökum og járnkörlum svei mér þá.

Síðan tók foreldrafélagið við og Logi með þrautabrautir og þar lenti ég í þeim rosalegasta ratleik sem ég hef haft fregnir af. Það var strauað hér um Tjarnirnar og Rimana í leit að vísbendingum – ég á eftir herskara af í meira lagi hraustum 10 og 11 ára börnum og ég skal bara segja ykkur það að ég mátti hafa mig alla við að halda í við þau – sem ég reyndar gerði nú ekki neitt heldur náði þeim á hverri stöð þar sem þau voru að leysa þrautirnar. Það vildi svo heppilega til að þau þreyttust líka svo við náðum að vera nokkurn veginn samferða heim í skóla! Og enginn týndist. Ég hafði hins vegar lagt að baki mestu göngu æfi minnar held ég svei mér þá – ég bara hlýt að hafa slegið öll hraðamet – og ósköpin stóðu í 30 mín. Það var mín líkamsrækt þann daginn plús að skondrast í gegnum brautirnar með krökkunum. Úff það voru þreyttir kennarar sem komu inn að pylsuáti loknu! Úff púff bara. Fór aðeins í sund um kvöldið til að láta líða úr mér – ég var heltekin af þreytu.

Á miðvikudag fórum við síðan í svolítið skólaferðalag í Þjóðveldisbæinn, að Hjálparfossi og svo í sund í Brautarholti. Frábærlega skemmtilegt allt saman og gaman að fara með krökkunum í sund. Þetta er skemmtilegir krakkar sem gaman er að vera með á góðum degi. Blessaðir litlu angarnir! Ég djöflaðist í klst í lauginni í alls konar boltaleikjum og kaffæringum – og ég fékk harðsperrur á mjög sérkennilega staði í handleggina eftir hafa verið henda krökkunum til og frá – fyrir svo utan það að labba þessi ósköp. Þetta var skilgreint sem nægileg líkamsrækt þennan daginn! Samþykkt af Vilborgu sem slík. Versta er að eftir svona átök – og trust me – ég er ekki ein um að finnast þessir dagar strembnir á að vera að vinna frameftir öllu við að ganga frá námsmati og slíku og það er frekar erfitt skal ég segja ykkur. Enda komst maður ekki almennilega á skrið fyrr en rúmlega þrjú.

Á fimmtudag var síðan allt sett á fullt við námsmat – mætt fyrir allar aldir og prentað út og flokkað og skráð og allt hafðist það fyrir kl. 10 á föstudag en meira fyrir tilstilli Vilborgar en nokkurs annars. Það er nú meira hvað sú manneskja er mikilfengleg. Ég brunaði síðan í bæinn og Ragnheiður með að kaupa mér einhver föt fyrir skólaslitin og óvissuferðina. Fékk á mig þessi rosa fínu föt maður sem ég fílaði mig svona þrælvel í.

Á föstudag mætti ég svo fyrir sjö út í skóla og kvittaði í námsmatsmöppur og tók til í svæðinu með Vilborgu. Náðum meira að segja að gera það – vóhó! Settum svo upp snyrtistofu, sléttum á okkur hárið og gerðum okkur sætar og voila – allt tilbúið kl. 10! Geðveikt.

Skólaslitin gengu vel fyrir – stutt og laggóð – saknaði að vísu nokkurra foreldra og nemenda en sumir voru komnir til útlanda. Það er alltaf gott að knúsa krakkana og þakka þeim fyrir veturinn og óska þeim alls hins besta í sumar. Þau eiga það skilið. Nú….

Ekki var allt búið enn…

Óvissuferðin með starfsfólkinu hófst kl. 15:00 og eftir miklar útréttingar, innkaup og magakveisu var lagt í hann. Magakveisan entist enn um sinn en eftir því sem leið á lagaðist hún, veðrið batnaði og þegar upp var staðið var að baki aldeilis ágæt ferð – þrælskemmtileg með algjörlega stórkostlegu fólki. Þegar við komum heim vorum við læst úti og eftir mikið bauk og braml komumst við nú inn – Takk Ásdís mín!

Á laugardag fundum við svo til útilegudótið, strau-uðum á Flúðir með Aðalsteini, Viktori og Bjarti (sem er nú á ýmsum stöðum betri en á 3000 manna tjaldsvæði), og hittum þar Sumarliða og Siggu. Þetta var fín ferð – vagninn kom vel undan vetri nema allar súlur voru mjög kalkaðar – ég veit ekkert afhverju það hefur verið og veit heldur ekki hvort það er til vandræða. Þarf að hringja í Combi camp og athuga það. Við komum heim í gær og skildum ekkert í því hvað við vorum þreytt. Eftir að hafa skrifað þetta allt er ég nú samt farin að skilja það betur. Mikið óskaplega hefur síðasta vika verið annasöm.

Núið

Framundan er hins vegar betri tíð með blóm í haga. Eftir að hafa legið lengi undir sænginn í morgun og freistað þess að verða ósýnileg svo ég þyrfti ekki að fara í Styrk hringdi ég að lokum í Vilborgu til að gá hvort hún væri ekki til í að verða ósýnleg með mér og feista þess þannig að við kæmumst ekki í Styrk, kvað hún upp úr með það að Styrkur væri ekki opinn í dag. Þannig fór það. Kannski ég fari í sund á eftir, þegar ég hef unnið svolítið. Þarf að undirbúa mig svolítið fyrir málþing hér í skólanum. Er orðin alveg óskaplega syfjuð – eftir 40 mín dvöl hér í skólanum eða svo – meira hvað ég get verið þreytt. En ég hristi það af mér enda komin í þetta fína samband við sjálfa mig – búin að kveikja á kerti, ét gulrætur og drekk vatn með – ég meina getur þetta orðið betra?

Meira síðar um fæði í útilegum, kærumál í Grímsnesinu og e.t.v. sitthvað fleira.

Ykkar Inga

2 athugasemdir á “Já góðan daginn öll!!!!

  1. Gott að sjá að þú ert ekki alveg ósýnileg haha……….En sængin var mjúk og hlý í morgun aaahhhhh….og gott að stinga hausnum í myrkrið.Það er svo gaman að lesa bloggið þitt og takk fyrir falleg orð í minn garð.Já ég er sammála að vikan er búin að vera góð og skemmtileg.Mig grunar að næsta vika verði líka góð og ljúf.En þá bíður líka Styrkur okkar og dásamlega sundið.Ég fæ smá fiðring í magann við tilhugsunina haha…….bara spenningur.Já þessi börn okkar í skólanum eru rosalega skemmtileg og fyndið að maður sé farin að sakna þeirra þegar haha…….En samt verður gott að komast í sumarfrí og geta sinnt ræktinni hehe……….Jiiiii……læstust þið úti þarna um nóttina haha……..já smíðakennarinn hefur náttúrulega komið með hamar og græjur og rifið upp hurðir eða glugga haha……….. Það vefst ekki fyrir henni Ásdísi.Kv.Villa

    Líkar við

  2. Your are Excellent. And so is your site! Keep up the good work. Bookmarked.< HREF="http://5846.poqwd.be/" REL="nofollow">»<>

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar