Jæja komið þið nú sæl dúllurnar mínar!
Hér er nú allt í góðum gír skal ég segja ykkur – þannig lagað. Ég enn í sæluvímu vegna ballsins. það er nú meira hvað er gaman að fara á gott ball á 15 ára fresti eða svo. Næst er þá þegar ég er 56 eða svo….
Guð hvað ég er að verða öldruð…..
En það er svo sem ekki komið að næsta balli alveg strax.
En sem sagt staðan er þessi:
4 sm farnir af mittinu síðan um síðustu helgi og annað eins af mjöðmum.
3 kg farin klárlega
Matardagbók útfyllt daglega – heldur minni hremmingar en í upphafi en ég reikna ekki með endalausri sælu þar og ég hef svo sem ekki nema hæfilegan áhuga á að afhenda hana….
Kílóin eru eitthvað færrí en ég át svo mikið í hádeginu eftir svelti síðustu vigtunardaga í hádeginu þannig að það er ekki fyrr en á miðvikudag sem má vænta einhverra tíðinda ;-). Ég hef þó amk ekki þyngst þrátt fyrir mikla orkuinnbyrðingu um helgina.
Það gekk ótrúlega vel í Styrk í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Vilborgar til þess að koma sér undan því að koma með – en ég sagði henni bara að ég færi ein ef hún vildi frekar fara í sund (það var svoldið gott veður í dag og hún var eitthvað að sverma fyrir sundi blessunin).
Það gengur hins vegar ekki neitt því um leið og ég fer að finna mér afsakanir þá á ég þær í lööööngum bunum. Vilborg átti sér enga undankomu og fór í Styrk og það voru ánægðar konur sem fóru þaðan út eftir 90 mínútna vinnu – og ekki nóg með það:
Ógeðstækið var svínlagt – 20 mínútur þar, ó yeah.
Það er ólýsanlega miklu meira heldur en mínúturnar þrjár sem Baldur píndi mig til að vera á því hér fyrir mánuði síðan eða svo. Yes oh what a difference á month makes…..
Ótrúlegt verð ég að segja.
Ég er meira að segja búin að taka til í Eldhúsinu og allt
Ástarkveðjur frá líkamsræktartröllinu ykkar 🙂