Svo bregðast krosstré


…sem önnur tré.

Ég var búin að skrifa ógnarlangan pistil um daginn í dag og pælingar mínar varðandi hitt og þetta og pramm allt horfið og ég man ekki helminginn af rausinu í mér.

En amk var syntir 900 m í dag – undir kvöld. Undirbúið svolítið ævintýri fyrir morgundaginn og hvur veit hvað.

Ræktin á morgun, Baldur að fara í frí og ég alein í heiminum. Ja ég hef nú hana Vilborgu mína sem er svo sannarlega miklu meira en ekki neitt – hún er eiginlega allt. Manni veitir ekki af ykkur öllum í þessu stússi – þetta er bara ekki eins manns verk 😀 Takk fyrir að lesa elskurnar og vera til. Þið eruð demantarnir sem skreyta líf mitt. Og svo er bara kominn föstudagur á morgun…

Enginn nuddari næstu þrjár vikurnar – held ég eigi eftir að sakna hans á röltinu, það er gott að fá smá kigg eða bros – þá veit maður að allt er á réttri leið… En mikið er það löng leið.

Íþróttadagur

Það var íþróttadagur í skólanum i dag. Tókst frábærlega held ég að megi segja. Var með Sigurlín í sundlauginni. Það var rosa gaman. Fínir krakkar sem komu þangað.

Svo stormuðum við Vilborg – og Sigurlín kom með í Styrk og gerðum þar víðreist. Við Villa vorum 40 mín. í brennslutækjunum og þar af 20 mín á ógeðstækinu góða. Ég fór nú ekki létt með það en ég hélt ég myndi ekki ná því eftir sundið í gær – en svona kemur þetta allt saman.

Lét Baldur hafa matardagbókina – fékk næstum kvíðakast og stresskast. Komst í gegnum þetta enda var þetta ekkert slæm matardagbók – bara svoldið svona eitthvað berskjaldaður – er það ekki orðið yfir tilfinninguna.

Baldur sagði að þetta væri allt í mínum höndum – ég vil miklu frekar að þetta sé í hans höndum. Ég held ég ráði ekkert við verkefnið. Ég hef bara ekki trú á sjálfa mig í þetta verkefni……

Sorglegt en satt

Meira hvað getur verið gott veður

Halló öll! Hér er áreiðanlega að koma heimsendir það er svo heitt en það er svo sem ekki verra að deyja í hlýju veðri en hinu kaldara. Það er sama líklega – kannski bara notalegra.

En í dag var bara annar góður dagur. Þó svo að líklega hafi aldrei verið fleiri í sundi en akkúrat í dag. Það var nú meira kraðakið – en náttúrulega sárafáir að synda.

Ég synti 800 metra. 600 skrið og bringa og svo 150 með blöðkum og fótskriði og svo rosasprettur 50 með blöðkum og höndum. Það var voða gaman að komast svona hratt – en það reynir svolítið á bæði kálfana og herðarnar sundið.

Ég reyndi að teygja eins og ég get og ég finn svo sem ekki sérlega mikið í kálfunum en ég er helaum í krippunni minni.

Verður gaman að sjá hvað ég get í Styrk á morgun. Ég hlakka rosalega til að fara í nudd….. Það er dásamlegt í nuddi. Veit ekki alveg hvað ég á að gera nuddaralaus….

Og ég á að skrila matardagbókinni og vitiði ég fékk næstum taugaáfall þegar stelpurnar fóru að tala um þau skil í hádeginu í dag. Og svo aftur áðan – ég er ekki frá því ég fari bara að vola… Ég ræð ekki við svona mikið í einu ég segi það satt…

Staðan er góð

Jæja komið þið nú sæl dúllurnar mínar!

Hér er nú allt í góðum gír skal ég segja ykkur – þannig lagað. Ég enn í sæluvímu vegna ballsins. það er nú meira hvað er gaman að fara á gott ball á 15 ára fresti eða svo. Næst er þá þegar ég er 56 eða svo….

Guð hvað ég er að verða öldruð…..

En það er svo sem ekki komið að næsta balli alveg strax.

En sem sagt staðan er þessi:

4 sm farnir af mittinu síðan um síðustu helgi og annað eins af mjöðmum.

3 kg farin klárlega

Matardagbók útfyllt daglega – heldur minni hremmingar en í upphafi en ég reikna ekki með endalausri sælu þar og ég hef svo sem ekki nema hæfilegan áhuga á að afhenda hana….

Kílóin eru eitthvað færrí en ég át svo mikið í hádeginu eftir svelti síðustu vigtunardaga í hádeginu þannig að það er ekki fyrr en á miðvikudag sem má vænta einhverra tíðinda ;-). Ég hef þó amk ekki þyngst þrátt fyrir mikla orkuinnbyrðingu um helgina.

Það gekk ótrúlega vel í Styrk í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Vilborgar til þess að koma sér undan því að koma með – en ég sagði henni bara að ég færi ein ef hún vildi frekar fara í sund (það var svoldið gott veður í dag og hún var eitthvað að sverma fyrir sundi blessunin).

Það gengur hins vegar ekki neitt því um leið og ég fer að finna mér afsakanir þá á ég þær í lööööngum bunum. Vilborg átti sér enga undankomu og fór í Styrk og það voru ánægðar konur sem fóru þaðan út eftir 90 mínútna vinnu – og ekki nóg með það:

Ógeðstækið var svínlagt – 20 mínútur þar, ó yeah.

Það er ólýsanlega miklu meira heldur en mínúturnar þrjár sem Baldur píndi mig til að vera á því hér fyrir mánuði síðan eða svo. Yes oh what a difference á month makes…..

Ótrúlegt verð ég að segja.

Ég er meira að segja búin að taka til í Eldhúsinu og allt

Ástarkveðjur frá líkamsræktartröllinu ykkar 🙂

Blíða og áhugaleysi

Ég held ég láti F1 ekki halda mér heima við framar. Það er þá hægt að ýta á upptöku ef mann hreinlega langar það þá.

Ég nenni ekki þessu FerrariFári og ég nenni ekki að horfa á þessar hjólbörur hringsnúast sigh…

Og svo á ég eftir að þurfa að hlusta á einhvern lofsöng um Ferrari á morgun – já næstu viku… OH my god.

Er hér annars kófsveitt að þrífa og þvo þvotta – ætlaði út í garð og útbúa sléttlendi hér bak við hús en er alvarlega að hugsa um að nenna því ekki.

Er steinhætt við að læra og vinna – nenni því ekki heldur. Veit ekki hvursu latur maður getur verið – einhvern veginn hefur mér alltaf tekist að bæta um betur,

ykkar Inga

Todmobile og hvur veit hvað!?!



Halló halló – nú gerast hlutirnir hratt skal ég segja ykkur. Ég og minn eiginmaður fórum á BALL á Selfossi í gær með Todmobile. Hann Palli minn er ægilegur áhugamaður um þau – ég heyri hins vegar bara hávaða þegar ég hlusta á þá – hvað þá í græjum eins og þeim sem voru þarna í gær – ég gjörsamlega missti heyrnina og bara heyrði ekki neitt. Svoldið leiðinlegt fyrir fólk sem var að reyna að tala við mig þarna undir það síðasta en svona er þetta bara – ég var bara farin að heyra ískur og sarg. Ég held að þetta geti ekki verið hollt.

Ég var nú eiginlega alveg búin að gleyma að ég ætlaði á þetta ball þartil í gær að mig rámaði eitthvað í það – auk þess sem einhver minntist á að ballið væri. Ég fór nú í að reyna að finna einhverja til að fara með mér en það gekk nú illa – (auk Palla náttúrulega) og var svo eiginlega bara alveg hætt við þegar Sædís tók af skarið og við bara dembdum (er þetta skrifað svona!!!) okkur í skrallið.

Ég læt nú alveg liggja á milli hluta að tala um ástandið á konunni á ballinu en hún var hress og skemmti sér svona óskaplega vel – rifjaðist upp bara gamli góði ball fílingurinn frá því í Inghól og víðar. Það kom mér á óvart hvað ég þekkti marga þarna og svo dansaði ég og dansaði – ég dansaði reyndar svo mikið að ég hefði þurft að gera teygjuæfingar fyrir kálfana þegar ég kom heim – sýp seyðið af því núna.

En þetta var frábært – bara hress í dag – komin út í skóla að gera allt annað en það sem ég ætti að vera að gera – er að hugsa um að hringja í hann Ingvar og fara aðeins yfir loka – eða aðalverkefnið hvort heldur sem það nú heitir í kúrsunum (get bara ekki lært það!) og sjá svo til hvort ég hafi tíma til að sinna náminu í næstu viku fyrir bókhaldsvinnu tengdri líkamsræktinni og sjálfum ferðunum.

Allt í gír og góðum málum?

Þetta var nú svei mér fínn dagur. Já bara virkulega góður dagur. Ég eyddi 190 mín í Styrk. Haldiði að það sé?!? Ég náttúrulega bara NUTS.

Við Vilborg tókum okkur saman og ákváðum að koma hroðalega fínar í vinnunna í morgun. Mín vaknaði fyrir allar aldeir og strauði pils, málaði sig og snyrti og viðbrögðin létu ekki á sér standa 😀 Starfsfólk og nemendur stóðu á öndinni og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Sumir sögðu eitthvað fallegt og það er gott að heyra. Æ já. Stundum veitir manni bara líka ekkert af því.

En sem sagt góður dagur. Alltaf góður dagur þegar ég fer í nudd? Svei mér þá ef það er ekki svo….. Alltaf góður dagur þegar ég fer í Styrk – neiiiiiii. En svona til langs tíma er það eina vitið….

Ég hef samt einhvern veginn enga trú á að ég geti þetta….

Og ég get alls ekki látið Baldur hafa matardagbókina á miðvikudaginn….

Svei mér margir punktar í þessu bloggi…

En góður fréttirnar eru þær að…. ég gæti farið að vinna eftir líkamsræktina í Styrk. Fyrst var ég svo steikt að ég gat ekki andað – gat það heldur ekki á miðvikudaginn, en á mánudaginn 1. og í dag er ég góð. tengist það því að ég fór ekki í sund í gær og ekki heldur um helgina. Kannski þarf ég bara að venjast því að vera í sundi með. Það hlýtur að koma – það er nú ekki nema tvisvar í viku. Og svo þarf ég að hafa vit fyrir mér og vera ekki með of mikla þyngd á sumum tækjunum. Ja það væri það – aulinn atarna.

En amk er hárið fínt. Hvað svo sem segja má um annað.

Vinna og nám um helgina – sem sagt það verður áreiðanlega mikið bloggað.

Og ég ætla ekki að tala um Formúluna – onei….

En sjáið þetta:

Sláum þessu upp í kæruleysi

You Are Noon
You are upbeat, ambitious, and never at loss for energy.You have a lot that drives you in life. The desire to be the best, and a secret hope of fame and power.And while you definitely have a Type A personality, you are still fun to be around.You have a ton of charisma and a genuine interest in others. You are adored by many.
<a href="What Time Of Day Are You?
Og þessi er nú umhugsunarverður:
You Have Low Self Esteem 20% of the Time
Which can be translated to mean, you have high self-esteem and a healthy sense of self worth.
You believe in yourself, and you know how to be the real you. You love yourself, imperfections and all.
<a href="How is Your Self Esteem?