Himnarnir hrynja í huganum


…og ofaná allt annað kemst ég ekki í Styrk í dag út af matarklúbb. Ætla að fara á morgun en ég veit ég verð áreiðanlega of þunn til þess. Annars er ekkert víst ég súpi á – ég er svo fúl og leið og geðvond og já svona almennt bara hin leiðinlegasta að best væri að sleppa því alveg hreint. Er nú að fara að semja starfsmannapistil og það sem meira er að reyna að hafa hann skemmtilegan. Ja það væri verkefnið. Matarboðið á að vera suðrænt og seiðandi – og ég á engin föt, enga skó, ekkert gott skap….Dísuss

Þetta hlýtur að rjátlast af mér – mér hefur sjaldan tekist að vera svona geðvond lengi – þarf sérstakt lag til svei mér þá.

Sem sagt engin líkamsrækt – át súkkulaði með Silvíu Nótt sem virðist vera að gera Eurovision að einhvers konar leikmynd fyrir sig – ég er viss um að hún er að gera bíómynd eða eitthvað. Ekkert farin að borað í dag – ét því doritos og drekk breezer með. To hell With it – þetta er bara einn af þessum dögum.

Á morgun verður betri dagur og næstu dagar enn betri jafnvel. Bestu kveðjur frá hinni fúllyndu Ingveldi

2 athugasemdir á “Himnarnir hrynja í huganum

  1. Elsku dúllan mín, þetta er nú aldeilis ástand! Vona að matarboðið hafi hresst upp á skapið – leitt að hafa ekki getað kíkt á ykkur, ég var á kafi í veisluundirbúningi – og mundu að þegar maður er niðri liggur leiðin bara upp! ;o)

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar