Já já það er sko í lagi að vera þreyttur…

ef maður kemur því í verk sem maður ætlar sér og nýtur þess vel og lengi á eftir. Ég er sko búin að gera prófið – ekki seinna vænna, það var í dag – tíhíhí. Gerði það í gærkveldi sem betur fór! Hefði held ég ekki sofið ef ég hefði ekki komið því í verk. Svaf þess vegna bara agætlega í nótt. Ojá.

Var hins vegar svo þreytti í dag að ég héld ég myndi verða vitlaus. En ég finn þetta er á uppleið núna.

Svoldið leiðinlegt að stíga á vigtina – það bara gerist ekki neitt – nema ég heldur þyngist frekar en hitt – en ég bíð róleg. Ég ætla að fara vigta mig bara á föstudögum. Ég held það sé fínn dagur til að vigta sig. Mér finnst þetta mjög pirrandi, því ég er ekki að borða neina vitleysu – farin að borða á morgnana, hætt að borða á kvöldin – ja svona allt að þvi. Vantar bara að kaupa meira grænmeti og svona þarf að borða eins og hálfu kg. meira af því á dag.

Brúsagellurnar voru svo þreyttar í dag að þær voru að drepast – fóru nú samt í Styrk – djöfluðumst þar eins og okkur þótti hæfa. Vilborg tók ógeðstækið, ég var á göngubrettinu og hjólinu og reyndi að ganga hratt í 12 mín samfleitt. Ég var nú ekki 40 mín í brennslutækjunum í dag en það sem var- var hratt. Ég var með æluna í hálsinum og búin að búa á salerninu frá því á hádegi því mér var svo illt í maganum en ég fór nú samt – harkan sex! Og allt gekk vel. Vilborg náði meira að segja úr sér einhverri geðvonsku sem hún taldi sig búa yfir – sem hún fór vel að merkja ákaflega vel með í dag.

Þá er nú ekki til einskis farið.

Hún Björk mín á afmæli í dag elsku ljósið. Hún er orðin 37 blessunin – hún verður nú alltaf litla skottið og hetjan mín um leið.

Aðalsteinn er kominn heim frá Danmörku alsæll og fallegur. Það er nú meira hvað ég á falleg börn. Og Ragnheiður litla letiklessan mín náði öllu- þó það væri ekki neinn glæsibragur á því. Ég veit hins vegar að hún á eftir að sækja í sig veðrið. Hún verður eitthvað merkilegt en umfram allt hamingjusöm vona ég.

Bless elskurnar, Ingos

P.s: Ég held ég fari að gera matardagbók aftur, svo ég hafi einhverja yfirsýn yfir þetta. Skil ekki afhverju ég léttist ekki eins og ég djöflast. En svona er þetta víst. Góðir hlutir gerast hægt.

2 athugasemdir á “Já já það er sko í lagi að vera þreyttur…

  1. Já ég mundi allt í einu eftir svolitlu sem ég varð að gera. Fór meira að segja til að gera það – fyrst ég mundi það. En ég veit ekki hvað ég er dugleg. Ég held ég sé alveg á síðustu dropunum – sigh

    Líkar við

Skildu eftir svar við grasshopper Hætta við svar