Er hægt að vera þreyttari en ég er núna?


Ég er ekki viss – svei mér þá. Stærðfræðiprófið svona um það bil ógert. Öll ljósritun eftir og samningin að stóru leyti. Og ég er svo syfjuð að ég get ekki andað. Ég get ekki heldur sofið, og alls ekki hugsað. Ég verð bara að reyna að vakna snemma í fyrramálið. Mér finnst of mörg áreiti herja á mig. Ég má ekkert vera að neinu öðru en vera í líkamsrækt. Allt annað er of mikið. Ekki veit ég hvernig ég kemst í gegnum hringinn í Styrk á morgun – en ég geri það – það er klárt.

Þetta verður allt betra ef ég slysast til að sofa í nótt. Mér finnst svo leiðinlegt hvað ég sef illa í þessari líkamsrækt minni – það er líklega því ég er að gera of mikið – eða það segir líkamsræktarbókin hennar Ragnheiðar að geti verið ástæðan.

Við Palli förum og náum í vagninn á eftir – er þá ekki komið sumar? Ætli ég verði ekki að reyna að fara út í skóla og gera þetta próf- ég sef ekki ef ég á það eftir. Jú er það ekki bara ráð.

Lítið synt í dag – 600 m en það var meira en nóg eins og mér leið.

2 athugasemdir á “Er hægt að vera þreyttari en ég er núna?

  1. Viltu passa að drepa þig ekki, heldurðu ekki að það sé hægt að gera nóg án þess að gera of mikið.Bara svona að velta því fyrir mér,er að sauma saman barnafötin. Kveðja.

    Líkar við

Skildu eftir svar við grasshopper Hætta við svar