Sumarið er tíminn…

Í fullkominni veðurblíðu, ró og sátt við flest er ég mætt út í skóla, staðráðin í því að læra undir drep þessa helgina – sleppa að horfa á F1 (nema kannski….) amk ekki tímatökurnar enda er það fyrirkomulag sem er í gangi núna svo leiðinlegt að mig verkjar í allar tær og eyrnasneplana líka.
Í dag eru meira að segja malargryfjurnar í Ingólfsfjalli fallegar. Dóttirin kom slompuð og ástfangin heim í nótt alsæl þrátt fyrir að hafa verið lamin í framan með bjórdós – sem henni fannst mjög ósanngjarnt. Henni finnst ekki að neinn eigi að lemja sig – og veistu mér finnst það gott veganesti út í lífið.
Páll hélt uppá Færeyjarferð og afmæli í gærkveldi og nótt og kom sæll og ánægður heim sömuleiðis. Aðalsteinn í Danmörku og við Bjartur höfðum það bara gott.
Til hvers að kvarta þegar lífið er svona gott við mig eins og í dag?
Ekki neins. Njótið sólarinnar – berið á sólsettið ykkar, finnið til luktir og kósídót í garðinn og fáið ykkur heitt kakó með AMARETTO líkjör í kulinu í kvöld. Ummmm
Sumarið er tíminn þegar hjartað verður grænt og augu þín verða himinblá, ójá

Sumarið er tíminn
þegar hjartað verður grænt
og augu þín verða
himinblá, ójá

Sumarið er tíminn

þegar þjófar fara á stjá
og stela hjörtum
fullum af þrá, ójá
Þér finnst það í góðu lagi
Þér finnst það í góðu lagi
Þér finnst það í góðu lagi,
ó já
Sumarið er tíminn
þegar kvenfólk springur út
og þær ilma af dulúð og sól, ójá
Sumarið er tíminn
þegar mér líður best
með stúlkunni minni
upp á Arnarhól, ójá
Bubbi

5 athugasemdir á “Sumarið er tíminn…

  1. Gangi þér vel að læra. Ég er á leið í grjótgarðinn úffffffffffffff………..Það er eins og það vaxi grjót hér húhúúú…..En ég lofa þér að einhver breyting mun eiga sér stað áður en við skellum í okkur sumarsportdrykknum í horninu mínu. Engar sand-wiches í ár (one can only hope hehe……..)Farin út að leyfa nýju vöðvunum að tala.

    Líkar við

  2. ummm líst vel á það plan. Þú tókst þig líka vel út það sem ég sá til þín! Þetta verður búið fyrr en varir og hver veit nema hitt vöðvabúntið hjálpi til líka 😉

    Líkar við

  3. úúúú hvað það er notalegt að sjá einhvern njóta sumarblíðunnar! Ég er á fullu að taka til, ef ekki heima hjá mér þá heima hjá mömmu. En það er nú ágætt að hafa gott veður til þess þegar maður þarf að fara á haugana og soleis!

    Líkar við

  4. ÉG nenni ekkert að taka til. Það er ekki til neins heldur svei mér þá. Húsið mitt það býr til dót og drasl og hundurinn er hárfabrikka af stærstu gerð. svei mér þá

    Líkar við

  5. …ekki það að ég njóti blíðunnar á nokkurn annan hátt en í gegnum rúður því ég er að læra – eða ætti amk að vera að því. Maður verður nú að taka sér smá athyglishlé við og við!

    Líkar við

Færðu inn athugasemd