
Jæja elskurnar, nú er mín í góðum gír eins og sjá má!
Ég vaknaði bara svona ægilega vel upplögð. Var svo glöð að sjá krakkana í skólanum og fannst þau enn sætari í dag en í gær. Hvernig getur dagur sem byrjar þannig verið annað en góður? Svo er maður með æfingafélaga eins og Vilborgu sem er þar að auki vina mín. Sigurlín kom með í Styrk og hvur veit hvað!
Þó skórinn sé nú svoldið svona ekki ég – kannski einum of gylltur og steinum prýddur þá bara stóðst ég ekki mátið. Ég er svo ótrúlega happý eitthvað og ánægð með mig – eins og þessi skór. Hann er alveg að springa úr ánægju með sjálfan sig!
Ég hef komist að því að ég hef tapað 5,5 kg frá 24. apríl og það bara getur ekki talist slæmt! Ég get gert ýmislegt þegar ég kem heim – bara svona ef ég almennt nenni því 😀 þannig að þrekið er að aukast til mikilla muna.
Ég er í 40 mín í brennslutækjunum – þar af 20 mín í hvert sinn í ógeðstækinu á þokkalega erfiðri stillingu, tek spretti á göngubrettinu og hjóla hraðar en nokkru sinni. Þyngdin eykst í salnum og ég syndi 2 daga í viku og er komin upp í 900 metra rúmlega þar og fer 3 daga í ræktina. Ég meina getur þetta verið betra? Næsta skref er að halda áfram auk þess að næsta vetur verð ég að koma þessu inn í vinnutímann minn einhvern veginn. Annars kemur þetta ekki til með að ganga.
Ég fékk í mig grilljón nálar í dag – lokahnykkurinn á hálsverknum sem ég er alltaf með – hann hefur nú lagast en mér er alltaf illt. Er ótrúlega aum. Baldur segir samt að ég sé orðin góð og útskrifuð í bili (amk næstu 3 vikurnar). Ég segist alveg vera tilbúin til að trúa honum svo lengi sem hann yfirgefi mig ekki og fylgist með mér þegar hann kemur til baka. Hann er til í það. Og mikið er ég fegin. Frelsuð og létt sem fiðrildi.
Nú paufast ég við að borða morgunmat en gengur verr að láta ekki líða langt á milli máltíða – miðjan á deginum er svoldið erfið – og fyrir vikið er ég hálf biluð úr hungri á kvöldin.
Já og vitið þið hvað – Amarillo líkjör ku vera frábær með kakói, – en Ameretto er ekki síðri 🙂 Að því komst ég að í dag. Amarillo er skyldur Baylies en Amaretto er mönlulíkjör. Mæli með honum sérstaklega í útilegurnar í kakóið 😀
Og ætla ég ekki að tala um F1. Það væri bara of mikið á svo góðum degi sem þessum.
Ykkar ævarandi þakkláta Inga fyrir að koma hinga og líta við. There is a God
Þú ert hetja 🙂>>Kk Erla
Líkar viðLíkar við
Ég er hreykin af þér! Já kílóin fjúka og ekki síður sentimetrarnir. Unun að horfa á þig á ógeðstækinu!!! Hreint ótrúlegt hvað hefur gerst á þessum stutta/langa tíma hehe….. Sjáumst sprækar! >>Villa líkamsræktar/brúsagella
Líkar viðLíkar við