Svo bregðast krosstré


…sem önnur tré.

Ég var búin að skrifa ógnarlangan pistil um daginn í dag og pælingar mínar varðandi hitt og þetta og pramm allt horfið og ég man ekki helminginn af rausinu í mér.

En amk var syntir 900 m í dag – undir kvöld. Undirbúið svolítið ævintýri fyrir morgundaginn og hvur veit hvað.

Ræktin á morgun, Baldur að fara í frí og ég alein í heiminum. Ja ég hef nú hana Vilborgu mína sem er svo sannarlega miklu meira en ekki neitt – hún er eiginlega allt. Manni veitir ekki af ykkur öllum í þessu stússi – þetta er bara ekki eins manns verk 😀 Takk fyrir að lesa elskurnar og vera til. Þið eruð demantarnir sem skreyta líf mitt. Og svo er bara kominn föstudagur á morgun…

Enginn nuddari næstu þrjár vikurnar – held ég eigi eftir að sakna hans á röltinu, það er gott að fá smá kigg eða bros – þá veit maður að allt er á réttri leið… En mikið er það löng leið.

2 athugasemdir á “Svo bregðast krosstré

  1. Já allt á réttri leið og föstudagur með tilheyrandi fjöri á morgun! Ahhhh……. Kannski maður fari úr ullarsokkunum.Kv.Villa

    Líkar við

  2. ég fríka út þegar ég sé þennan skó. Það er bara gott að gleyma – ég hef reynsluna 🙂 Þú átt allan minn stuðning – þú veist hvar ég er. Þú ert hetjan mín litla systir.

    Líkar við

Skildu eftir svar við grasshopper Hætta við svar