Íþróttadagur

Það var íþróttadagur í skólanum i dag. Tókst frábærlega held ég að megi segja. Var með Sigurlín í sundlauginni. Það var rosa gaman. Fínir krakkar sem komu þangað.

Svo stormuðum við Vilborg – og Sigurlín kom með í Styrk og gerðum þar víðreist. Við Villa vorum 40 mín. í brennslutækjunum og þar af 20 mín á ógeðstækinu góða. Ég fór nú ekki létt með það en ég hélt ég myndi ekki ná því eftir sundið í gær – en svona kemur þetta allt saman.

Lét Baldur hafa matardagbókina – fékk næstum kvíðakast og stresskast. Komst í gegnum þetta enda var þetta ekkert slæm matardagbók – bara svoldið svona eitthvað berskjaldaður – er það ekki orðið yfir tilfinninguna.

Baldur sagði að þetta væri allt í mínum höndum – ég vil miklu frekar að þetta sé í hans höndum. Ég held ég ráði ekkert við verkefnið. Ég hef bara ekki trú á sjálfa mig í þetta verkefni……

Sorglegt en satt

2 athugasemdir á “Íþróttadagur

  1. Já, þetta er mikill opinberunartími hjá þér snúllan mín. Segi nú bara go go go. Það eru hæðir og lægðir í þessu eins og öðru. Mér finnst þú bara endalaust dugleg. Mér finnst þetta stjarnfræðilga flott hjá þér. Gerðu svo bara Baldur ábyrgan líka. Skoraðu bara á hann einhverju sniðugu og láttu hann finna til ábyrgðar með þér (ef það hjálpar!!) Go go go, this is the live……….(Gleymdu því bara strax að þú áttir öðruvísi líf einu sinni…………)BaráttukveðjurBjörk „hlaupari“ (sprettæfingar í dag hjá mér!! :o)

    Líkar við

  2. þú ert náttúrulega bara idolið mitt… og það sem þú nennir að hlusta á mig og koma með gáfulegar athugasemdir við endalaust brambolt mitt. Það er náttúrulega bara makalaust. Þú ert djásnið mitt.

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar