Meira hvað getur verið gott veður

Halló öll! Hér er áreiðanlega að koma heimsendir það er svo heitt en það er svo sem ekki verra að deyja í hlýju veðri en hinu kaldara. Það er sama líklega – kannski bara notalegra.

En í dag var bara annar góður dagur. Þó svo að líklega hafi aldrei verið fleiri í sundi en akkúrat í dag. Það var nú meira kraðakið – en náttúrulega sárafáir að synda.

Ég synti 800 metra. 600 skrið og bringa og svo 150 með blöðkum og fótskriði og svo rosasprettur 50 með blöðkum og höndum. Það var voða gaman að komast svona hratt – en það reynir svolítið á bæði kálfana og herðarnar sundið.

Ég reyndi að teygja eins og ég get og ég finn svo sem ekki sérlega mikið í kálfunum en ég er helaum í krippunni minni.

Verður gaman að sjá hvað ég get í Styrk á morgun. Ég hlakka rosalega til að fara í nudd….. Það er dásamlegt í nuddi. Veit ekki alveg hvað ég á að gera nuddaralaus….

Og ég á að skrila matardagbókinni og vitiði ég fékk næstum taugaáfall þegar stelpurnar fóru að tala um þau skil í hádeginu í dag. Og svo aftur áðan – ég er ekki frá því ég fari bara að vola… Ég ræð ekki við svona mikið í einu ég segi það satt…

3 athugasemdir á “Meira hvað getur verið gott veður

  1. Þú ert ógeðslega góð í sundi!!!! Ég stefni á að ná þér híhí…. og nota béskotans korkinn.Aðdáandi sem sullast þetta í rólegheitunum.

    Líkar við

  2. Hverngig var í nuddinu. Ég var á næturvakt í nótt. Ég hjólaði út um allan eftir að ég vaknaði. Ég var búin að gleyma hvað er gott að hjóla.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd