Blíða og áhugaleysi

Ég held ég láti F1 ekki halda mér heima við framar. Það er þá hægt að ýta á upptöku ef mann hreinlega langar það þá.

Ég nenni ekki þessu FerrariFári og ég nenni ekki að horfa á þessar hjólbörur hringsnúast sigh…

Og svo á ég eftir að þurfa að hlusta á einhvern lofsöng um Ferrari á morgun – já næstu viku… OH my god.

Er hér annars kófsveitt að þrífa og þvo þvotta – ætlaði út í garð og útbúa sléttlendi hér bak við hús en er alvarlega að hugsa um að nenna því ekki.

Er steinhætt við að læra og vinna – nenni því ekki heldur. Veit ekki hvursu latur maður getur verið – einhvern veginn hefur mér alltaf tekist að bæta um betur,

ykkar Inga

3 athugasemdir á “Blíða og áhugaleysi

  1. Uss ég segi það með þér – ég er alveg að gefast upp á Formúlunni ég þoli hana ekki þessa dagana – ekkert að ganga upp af því sem ég vil sjá – keppni eftir keppni. Vaaá hvað þú ert komin langt á ógeðstækinu – til hamingu. Já og takk fyrir síðast – frábært kvöld. Maggi er nú algjör bolti. Við fórum ekki fyrr en um miðjan dag daginn eftir – vorum í sólbaði og svolítið í pottinum. Maggi smíðaði en kom þó að lokum í pottinn.

    Líkar við

  2. Hæ Hildur – í dag á að slá metið. Ég hef bara verið í 12 – 14 mín í hvert sinn nú undanfarið. Í dag verður reynt við 17 mín ef ég verð ekki að drepast í bakinu – er svoldið slæm. Já og það var mjög gaman að hittast. Gaman að þið eruð farin að nota hýsið.

    Líkar við

  3. Jesss er búin að sjá þig svara mér – ekki var það nú mikið mál. Já húsið var fínt eins og mig minnti – engin fúkkalykt – bara eins og splunkunýtt. Ég svaf eins og steinn og vakanði vel við hrossagaukskvak – þvílík vorstemning 🙂

    Líkar við

Skildu eftir svar við grasshopper Hætta við svar