

Halló halló – nú gerast hlutirnir hratt skal ég segja ykkur. Ég og minn eiginmaður fórum á BALL á Selfossi í gær með Todmobile. Hann Palli minn er ægilegur áhugamaður um þau – ég heyri hins vegar bara hávaða þegar ég hlusta á þá – hvað þá í græjum eins og þeim sem voru þarna í gær – ég gjörsamlega missti heyrnina og bara heyrði ekki neitt. Svoldið leiðinlegt fyrir fólk sem var að reyna að tala við mig þarna undir það síðasta en svona er þetta bara – ég var bara farin að heyra ískur og sarg. Ég held að þetta geti ekki verið hollt.
Ég var nú eiginlega alveg búin að gleyma að ég ætlaði á þetta ball þartil í gær að mig rámaði eitthvað í það – auk þess sem einhver minntist á að ballið væri. Ég fór nú í að reyna að finna einhverja til að fara með mér en það gekk nú illa – (auk Palla náttúrulega) og var svo eiginlega bara alveg hætt við þegar Sædís tók af skarið og við bara dembdum (er þetta skrifað svona!!!) okkur í skrallið.
Ég læt nú alveg liggja á milli hluta að tala um ástandið á konunni á ballinu en hún var hress og skemmti sér svona óskaplega vel – rifjaðist upp bara gamli góði ball fílingurinn frá því í Inghól og víðar. Það kom mér á óvart hvað ég þekkti marga þarna og svo dansaði ég og dansaði – ég dansaði reyndar svo mikið að ég hefði þurft að gera teygjuæfingar fyrir kálfana þegar ég kom heim – sýp seyðið af því núna.
En þetta var frábært – bara hress í dag – komin út í skóla að gera allt annað en það sem ég ætti að vera að gera – er að hugsa um að hringja í hann Ingvar og fara aðeins yfir loka – eða aðalverkefnið hvort heldur sem það nú heitir í kúrsunum (get bara ekki lært það!) og sjá svo til hvort ég hafi tíma til að sinna náminu í næstu viku fyrir bókhaldsvinnu tengdri líkamsræktinni og sjálfum ferðunum.
Er ekki hægt að færa dansinn á ballinu inn sem „crosstraining“ á programminu. Þetta hefur nú verið hörkubrennsla sko, grínlaust!!!>Knús Björk
Líkar viðLíkar við
Bara orðið hljómar svo vel – Crosstraining að mér finnst sjálfsagt að nota það. Ég held ég hljóti að hafa brennt einhverju af orkunni sem ég innbyrti. En hvort það var nóg – það er annað mál 🙂>>Lof jú Ingos
Líkar viðLíkar við