Þetta er nú búin að vera meiri leiðinda helgin. Mér hefur ekkert orðið úr verki. Bara vorkennt mér verki aftan á hálsinum og komst reyndar að því á laugardag eftir ægilega erfiðan dag að ég ætti ekki að vera í vinnu – þetta væri svo ógeðlega erfitt að vera til. Var betri í gær og dembdi mér í tvær fermingarveislur hjá Agnesi Eir og Eyþóri – báðar voða fínar veislur og góður matur.
Hafði svolitlar áhyggjur af vigtinni og var að hugsa um að stíga ekki á hana í morgun í Styrk en lét mig hafa það. Sá svo sem ekki eftir því :D.
Við Vilborg fórum strax kl 9 í morgun og máttum ekki seinni vera því undir 11 þegar við vorum búnar með allt þá var orðið svo stútfullt að það var óskaplegt. En þrátt fyrir mikla geðvonsku og almenna vansæld vorum við ógeðslega góðar og vorum ótrúlega öflugar. Við hlökkum báðar til að fara í sund á morgun. Það er svona eins og hvíld frá þessu púli þarna í salnum og á tækjunum.
Björk þessi elska lét mig hafa slóð á frábæra síðu þar sem hægt er að halda utan um æfingarnar sínar, þyngdina, líkamsmálið og guð má vita hvað. Nú er bara að fylla inn í og fylgjast með. Það er ótrúlega margt að gerast hjá okkur og við megum ekki gleyma því að þetta er erfitt og það er líka leiðinlegt að hafa horfst í augu við það að vera bara í alveg ömurlega lélegu formi. Þó er nú Vilborg náttúrulega ímynd heilbrigðisins miðað við mig – hún er æði bara. Í dag vorum nú ekki þær einu sem roðnuðum og svitnuðum í ræktinni en það lá við. Skrambi sem við tökum vel á því.
Hafði það gott í dag elskurnar. Ég veit þetta hlýtur að liggja upp á við þó brekkan virðist strembin.

Á leið á toppinn ekki spurning haha………Þetta var góður tími í styrk í morgun og ég rauk áfram í tiltekt.(já er að skorast undan ákkúrat núna hehe……..)Sundið verður ljúft. kv.Villaeir
Líkar viðLíkar við