Það er komið vor

…oooo já það held ég nú.

Finnst ykkur að ég ætti að skipta mér eitthvað af pólitíkinni hér í Árborg. Hef ekki nema hæfilega góða reynslu af því satt að segja. En ég get eiginlega ekki látið Samfylkinguna renna á rassinn svona alveg án þess að reyna að grípa hana. Það væri ægilegt bjargarleysi.

Mér finnst kannski ekkert að kennarar eigi að vera að skipta sér af pólitík – en hver ætti svo sem að vera að því. Þetta er náttúrulega bara rugl allt saman…..

Mér finnst samt að það sem Árborg er að gera í skólamálum sé breyting til batnaðar og ég hef lúmskan grun um að margt gott sé í pípunum enda var þarna stór pakki sem sjálfstæðimenn höfðu farið með okkur eða þá sem hér bjuggu þá beina leið til andskotans.

En hvað um það.

Nudd og sund í dag. Og það var svo yndislegt og dásamlegt að mér líður eins og bómullarhnoðra í dag. Eða marsmellowspúða. Mjúk og slök…. Ja svona hæfilega slök. Þetta má nú ekki vera út úr karakter tíhíhí.

En oh my god, Baldur hefur fundið sig í því að taka sér þriggja vikna frí!!!!! í maí. Oh my god. Ég fer áreiðanlega í hundana þegar enginn er sjúkri. Dísuss. En ég verð að reyna að komast í gegnum þetta. Hef þá kannski meiri tíma til að vinna – tíhíhí. Veruleg slagsíða komin þar – þetta er alveg fullkomlega heilsdagsvinna þessi líkamsrækt okkar Vilborgar.

Rosa gott að vera að farin að synda aftur. Hef saknað þess – og ég meira að segja get það ;-). Ég efaðist nú um það í fyrradag – ætlaði ekki að geta andað til vinstri í skriðinu en það gekk betur í dag. Náttúrulega heil meðganga síðan ég synti síðast þannig að það er ekki að undra þó ég sé ekki sérlega fim til að byrja með. þetta kemur allt. Amk synti ég 500 í dag þar af 150 skrið í einum rikk. Fann ekki mikið fyrir því o nei – mundi meira að segja eftir því að teygja og allt en klálfarnir á mér eru eins og ….. hmmmm grjót. Stirðna miklu meira en í salnum í sundinu. Merkileg.

Sjáum hvort ekki teygjist eitthvað á í ræktinni á morgun. Já og mar – það var sól í dag og í gær og ég komin með lit – tíhíhí. Er þetta ekki bara að gera sig (ja allt nema þetta með fríið en hann Baldur minn lofaði mér að hafa aðgerðaráætlun. Verst að það er eins og mig minni að ég hefi lofað honum að skila honum matardagbók. Æ Æ það er allt í vitleysu í þeim efnum – en maður náttúrulega verður að gera eitthvað í þeim málum til frambúðar, sí og æ og ævinlega.)

2 athugasemdir á “Það er komið vor

  1. Vá, hvað er gaman að lesa hvað þetta gengur allt vel hjá þér.Sá þig einmitt í sundi í gær… þú varst reyndar að fara uppúr svo ég hitti þig ekkert.En gangi þér vel í öllu þessu…Sjáumst,Unna

    Líkar við

  2. Já Unna það gengur sko vel!Ég held það hljóti að vera skondið að sjá okkur þrjár í sundi (Ingveldi,mig og Olgu)Ingveldur ekkert smá góð í sundi og við Olga eins og hálf drukknandi heimalingar á eftir henni haha….

    Líkar við

Skildu eftir svar við Villa Hætta við svar