Á morgun er einhver ótrúleg lestrarkönnun sem á að leggja fyrir í skólanum. Það er nú í lagi fyrir blessuð börnin, en vesenið fyrir okkur kennarana. Dísuss. Það er 30 síðna leiðbeiningarbæklingur með þessu – segðu þetta – svo þetta og svo skaltu þegja í 30 mín og svo áttu að segja þetta þegar börnin þurfa að gera þetta. EF einhver þarf að fara á klósettið þarf að merkja það inn í heftið – hvaða spurningu hann var á og ég veit ekki hvað og hvað.
Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af börnunum en ég er ekki eins viss um mig ;-). Verð lesari hjá 4. bekk – voða gaman. Hlakka til að hitta þau snúðana atarna.
Það styttist óðum í skólalokin. Ótrúlega fáir dagar eftir þegar frá eru taldir ferðadagar, íþróttadagar, vorhátíð og hvað þetta á allt saman að heita. Sem minnir mig á það – ég verð að fara að sinna lokaverkefninu í námskrárfræðunum. Það verður áreiðanlega mjög skemmtilegt.
Svo er það Formúlan sem ég er að hugsa um þessa dagana – þessi Imola braut er svo leiðinleg að ég gæti andast. Eina brautin sem ég hreinlega afber ekki. Ömurlega leiðinleg – Tramsam kæmist ekki fram úr traktor á þessu ógeði.
Hann Kimi minn fer nú klárlega að gefa sig í þetta – átti ekki góða keppni síðast svo mikið er víst og hanga svo fyrir aftan vitleysinginn hann MASSA. Oh my god.
En nú verður ekki lengur þagað um líkamsræktina.
Ég myndi vilja muna hvenær ég fór fyrst í nudd…… man það bara ekki. Hlýta að vera komin einhver 15 skipti samt – ef ég hef byrjað í febrúar – getur það verið? Dísuss hvað ég er vitlaus – þarf að komast að þessu. Það er rosalegur munur á manni – ég var held ég alveg komin í keng. Og gat hvorki horft til hægri eða vinstri. Það er nú munur þar á. Ég er samt ótrúlega aum í hálsinum og herðunum. Ég er með verki í hálsinum. Mér finnst mjög merkilegt að segja að maður sé með verki – hljómar eins og alvöru veikindi ;-). Miklu fínna en að finna bara til eða vera að drepast eins og ég orða það alla jafna. Verkir – flott orð (verra að vera með þá!).
Sem sagt ég var í stresskasti í allan dag held ég bara – ég er í einhverju flipp ástandi bara. Ég held ég þoli ekki svona líkamsræktarátak. Get ekkert einbeitt mér í vinnunni þegar krakkarnir eru farinir heim. Skondrast bara um og þykist vera að vinna eitthvað – er meira að segja hætt að reyna að vera gáfuleg á svipinn. En sem betur fer vakna ég snemma og byrja stundum að vinna rúmlega sex og þá næ ég smá einbeitingu og afköstum. En svona er þetta maður verður að breyta um stíl og það tekur á.
Gekk vel í Styrk samt:
Hjól 8 mín ca 62 kal á stillingu 7 og 8
Bretti 9 mín á 10% halla – en ekki eins miklum hraða 😉 80 kal (fyrir ekki svo löngu þá var þetta samtals á 100 kal)
Áskorun 16 mín á píramída – hill stillingu :D. Geðveikt.
Samtals 33 mínútur í brennslu
…því hann Baldur minn sem er aldrei ánægður sagði að ég skyldi stefna að því að vera 40 mín í brennslu en vera á mismunandi tækjum – það væri bæði skemmtilegra og reyndi svo á fleiri vöðva. Hljómar mjög gáfulegt. Svoldið spes hvað maðurinn er aldrei ánægður með það sem ég næ – dollan atarna. Tíhí
En það er svo sem í lagi. Maður hefur gott af því að einhver haldi manni á jörðinni. Aðalmálið er náttúrulega að halda þessu við og mæta áfram og halda út þessi ár sem þetta tekur. Það er nú eiginlega stóra málið.
Lítið mál að skondrast þetta í uppsveiflunni. Jább ég get fengið fínt kvíðakast yfir framtíðinni.
Ég verð að gera eitthvað í þessu stressi. Fyrsta er að hætta drekka kaffi – sem ég nú eiginlega geri ekki – ég er eins og á spítti þegar ég drekk það þessa dagana. Og öllu meira af einhverri örvun kemur sér ekki sérlega vel.
Ég þoli heldur ekki svona líkamsræktarátak úffffffffffffffff púfffffffffffffff….haha……En þetta verður nú léttara og léttara og átakið þyngra og þyngra.Ja hver veit nema vogin fari að mjakast í rétta átt.>Ég styð þig í að hætta í kaffidrykkjunni ojjjj…..þvílíkur viðbjóður sem það nú er ugh….Vatn vatn og aftur vatn.Við þurfum að finna upp á einhverjum góðum hollum drykk.>kv.Villa
Líkar viðLíkar við