Komin heim og út í skóla!

Halló elskurnar! – Ef einhverjir slysast hér inn þ.e.a.s. en skítt með það hvort sem er. Ég er mest að skrifa fyrir sjálfa mig.

Góð var dvölin á Höfðabrekku eftir að við fengum annað herbergi en það fyrra var ekki með skrifborði og allt í voða og vitleysu – við hliðina á setustofunni með angandi reykingarlykt. Var næstum farin heim í fússi en mundi þá eftir þeim möguleika að athuga með annað herbergi. Það gekk upp og við fengum voða fínt herbergi þar sem ég gat lært og ég kláraði nánast verkefnið – er komin hingað til að ljúka því og reyna að klúðra stöðvabókinni í gegn líka.

Ég hef nú ekki etið mikla vitleysu um helgina en ekki heldur hreyft mig neitt. Ég var nú svo uppgefin bara að ég notaði mest tímann til að hvíla mig svei mér þá. Og ekki virtist veita af einhvern veginn.

Ég er búin að ákveða að fara í sund þá daga sem ég fer ekki í ræktina. Þarf að kaupa mér blöðkur og kork og eiga bara sjálf – það er svo leiðinlegt að vera að fá þetta lánað alltaf í sundlauginni. Svo verð ég bara að reyna að labba smá líka svo hann Bjartur minn fái nú næga hreyfingu. Það er ekki sérlega gáfulegt að fara á morgnana í skólann þegar betra er að fara út og labba með hann þar sem hann er svo miklu hamingjusamari hundur þegar hann fær að fara út í svolítið góða göngu.

Sem sagt heilsurækt á morgun, nudd og sund á þriðjudag, Styrkur á miðvikudag nudd á fimmtudag og sund og svo er Styrkur á föstudag.

Sjúkraþjálfarinn fussaði bara og sveiaði þegar ég sagðist ekki gera neitt af viti hina fjóra dagana sem ég er ekki í salnum og sagði bara að það þýddi ekkert að halda áfram á sömu braut – það þyrfti bara að breyta lífsmynstrinu. Líklega er það alveg hárrétt hjá honum. Ég ætla að prófa það. Svoldið hrædd um vinnuna mína……

En ég verð víst ekki í vinnu ef ég kem mér ekki í stand svo…..

En nú klára ég 6. kaflann í námskrárfræðunum og dembi mér í annað sem bíður.

4 athugasemdir á “Komin heim og út í skóla!

  1. Frábært að þú hafir átt góða helgi. Ég verð nú að segja að ég er svoldið stolltur af mömmu minni.

    Líkar við

  2. Þetta er eins og hin besta framhaldssaga. Go- Inga – Go !!! Þú ert hetja. Kannski að þetta verði til þess að ég rífi mig upp af rassinum líka 🙂kk ERla

    Líkar við

  3. Ég get að minnsta kosti fyllilega mælt með þessu – vantar svo einmitt góðan sálfræðing með – það koma ýmsir geðrænir kvillar í ljós svona í kjölfarið 😀 Ferðu ekki annars að koma heim greyið mitt Erla perla 🙂

    Líkar við

Skildu eftir svar við Sonur þinn Hætta við svar