Göngubrettið steinlá

Oh jááááá
Sko það er ekki nóg með að ég hafi farið í í salinn í gær – HELDUR LÍKA Í DAG. Við Vilborg tættum og trylltum af stað í dag eins og ekkert var (þ.e. þangað til við komum í Styrk, þá hægðist nú svoldið á :D) Allt útpælt sko- það má ekki missa úr dag og við komumst að því að við áttum bara ekki lausa stund nema í dag og svo á föstudaginn náttúrulega.

En sem sagt þetta var greinilega svoldið bratt hjá okkur kerlingunum. Ég mátti nú ekki mæla á hjólinu eftir nokkrar mínútur svei mér þá. Fannst því rétt að ég færi á helv… göngubrettið og prófaði það þar sem Ásta Björk gjörsamlega sannfærði mig um að ég bara yrði að stilla á brekku á því og æfa mig fyrir golfið.

Ég fór sem sagt á kvikindið – var næstum lent út í verk og aumingja Vilborgu brá svo mikið að hún var næstum lent í veggnum líka! Það er þá ekki eftir…..

Stillti á 10% halla og vappaði þetta í 7 mínútur og var næstum sprungin – mæðin lét ekki á sér standa. Fór svo eftir tækjasalinn í aðrar 7 mín á 8% halla og heldur hægar – það gekk rosa vel. Ég var að vísu svoldið lerkuð í tækjunum en svo jafnaði það sig á seinni hring- maður dokaði bara aðeins við á milli en óð þetta ekki á 100 eins og venjulega. VAr sem sagt í 25 mín í brennslu og fór svo tvo hringi í tækjunum og teygði vel og lengi. Það var svo frábært því það voru svo rosalega fáir – maður hafði bara sviðið alveg útaf fyrir sig! Það er víst mjög rólegt á þriðjudögum.

Eins og þið sjáið þá skipti ég mér ekki af vinnunni hér á blogginu og þá ekki náminu en það drattast nú þarna með líka :D. Meira að segja bútasaumurinn fær að láta ljós sitt skína.

kveðja frá fríkinu

3 athugasemdir á “Göngubrettið steinlá

  1. Í burtu með smérið og já hvort það er áskorun á föstudaginn. Það þarf nú eitthvað að vera lengur á göngubrettinu og svo þarf að komast upp í 14. mín á ógeðstækis-áskoruninni finnst þér ekki?

    Líkar við

Skildu eftir svar við Vinkonan úr ræktinni Hætta við svar