Inga Styrkþegi

Halló elskurnar – tækjagellan hér 😀

Ég fór sko í ræktina á laugardag og í dag – ég segi ykkur það hreina satt. Ógeðstækið – áskorunin fékk sko að finna fyrir því í dag – ég var í 13 mínútur á þrælerfiðri stillingu og 12 á laugardaginn. Ég nálgast 30 mínúturnar í brennslu óðfluga. Er í 12 mín á hjólinu – hey sem sagt ég var lengur á áskoruninni en hjólinu – og það í lok lotunnar. Ég er sko góð mar!

Ég er alveg rúman klukkutíma með öllu – teygjum og þessu öllu saman og mér finnst þetta svo æðilegt. Það er sko farið að móta fyrir upphandsleggsvöððvum og ALLT. Ég hef farið alls sex sinnum. Tíhíhí

Ég var annars búin að útbúa ræðu í kollinum sem ég ætlaði að flytja fyrir Baldur sjúkraþjálfara á miðvikudaginn. Innihaldið átti að vera í þá veruna að þrátt fyrir langa veru mína í Styrk um helgina hefði ég ekkert séð hann. …. Var þá ekki bara minn maður að puða á fullu í morgun – þar fór sá hrekkurinn. Hann varð hins vegar bæði undrandi og bit á að sjá mig – sem ég sagðist nú ekkert skilja í því hann hefði sagt mér að fara tvisvar í ræktina í páskafríinu -. Hann sagðist nú eiginlega ekki hafa búist við því að ég myndi hlýða! Lái honum hver sem vill :-S .

Ég fer með Vilborgu og það er svo yndislegt að hafa einhvern með sér. Við erum svo montnar að við náum ekki andanum. Ég held ég verði að fara að kaupa mér kort í Styrk – hefðuð þið trúað þessu?

Ég lái ykkur það ekki heldur…….

En ekkert kíló farið…..

2 athugasemdir á “Inga Styrkþegi

  1. Hæ elskulegust. Áfram Inga.Kílóin fara víst aldrei alveg strax!! :o( Eins og þau þurfi aðlögun að því að fara hmm…. Það verður nú ekki vandamálið með þessu áframhaldi. Þá verða laufblöðin á tréinu þínu mörg og tölurnar líka :o)Kveðja ,þín Björk

    Líkar við

  2. Hæ Inga – jæja loksins lít ég við hjá þér – ekki svo mikið mál. Ég held að ég komi til með að líta oftar við þegar ég sé hvað þetta er lítið mál. Þsð er bara frábært að þú skulir vera ánægð í ræktinni – áfram Inga ví ví ví

    Líkar við

Færðu inn athugasemd