Ógeðstæki here I come

Halló – páskafrí og þið öll hin.
Sit hér í Sunnulækjarskóla í ótrúlega góðum gír – allt að því hamingjusöm bara. Á að vera að læra námskrárfræði en þykist þess í stað vera að hugsa um þau. Les smá – hugsa svo pínu pons, vafra svolítið um netið …..og drekk kaffi! Ég sem drekk sko ekki kaffi – onei. Eða jú :D. Svo setti ég diskinn hans Bjögga í sem kom út um jólin og spila hann í góðu græjunum sem voru keyptar fyrir mig í enskuna – en eru nú reyndar minnst þar heldur notuð vítt og breytt enda snilldar tæki. Já ýmsu getur maður áorkað. Þarfakaup!

Ég fór og hitti ógeðstækið mitt í morgun. Ásamt hjólinu – sem ég komst ein og óstudd upp á meira að segja. Hjólaði í 12 mín, fór í salinn og djöflaðist þar, þangað til svitinn bogaði af mér! Fór svo í 6 mín á blessað ógeðstækið (sem fer nú brátt að fá nýtt nafn því mér er farið að finnast það svo dásamlegt) og eyddi þar 6 mín á hill stillingu – ojá – þeirri sömu og ég var nærri dáin á eftir 15 sek í fyrsta tímanum!

Ég er sko tækjasalspæja ég segi það satt.

Fór svo að hitta Baldur herforingja í nuddinu sem vill ég fari á göngubrettið og í vigtun og nálastungur áður en lengra er haldið. Nei hann þarf nú krana til að fá mig á þessa vigt þarna frammi á miðjum gangi gott ef ekki bara við innganginn. O nei. Hann hefur nú fengið mig til margs en ég læt þetta ekki eftir honum! Og ég fer ekki heldur á þetta göngubretti. Onei. Var það ekki í Tomma og Jenna myndunum þar sem einhver þeytist í gegnum veginn og ekkert stendur eftir nema útlínumynd í gegnum vegginn? Þannig verður það ef ég fer á þetta göngubretti. Spólast aftur á bak og í gegnum vegginn. Nei mér finnst nú bara nóg komið í bili. Hver hefði geta séð mig fyrir sér í tækjasal í Styrk? Enginn er ég næsta viss um….

Ég held hann Baldur minn megi nú bara vera ánægður með það sem komið er.

Ég verð samt að hætta að borða nammi. Ég er nefnilega nammialki. Svoldið vont mál…

En hvað um það í bili – ætla að læra svoldið meira og fá mér meira kaffi.

Ógeðstækið heitir hér með áskorunin 😀

Hér er mynd af áskoruninni minni 😀

6 athugasemdir á “Ógeðstæki here I come

  1. Já það er rétt… ekki sá ég þig fyrir mér í styrk… þú ert hetja :* hehe ég efast samt um það að þú myndir gera gat á veggin mamma mín… þegar maður dettur þá dettur maður bara á þessu tryllitæki… en jújú þetta er alveg stór hættulegt 😉megir þú standast áskorunina og í komandi framtíð væri æði að fá eitt slíkt á heimilið 😛 (HA?)

    Líkar við

  2. HÆ hæ þú ert rosa dugleg:)Verst ég komst ekki með ykkur í morgun, hefði gjarnan viljað það en var í lit og plokkun, beuty is pain….Hafðu það gott skvískveðja Sædís

    Líkar við

  3. Yes right Sædís! Before beauty there is …ógeðstæki! Þér verður ekki sleppt við svo komið. I have a mission – ná öllum í Styrk með okkur Vilborgu 😀 Skemmtu þér vel í Dublin hetja.

    Líkar við

  4. Gangi þér vel á ógeðsgræjunni Inga mín! Ég hugsa til þín meðan ég labba meðfram sjávarsíðunni í Reykjavík. Vildi ég gæti komið með þér!

    Líkar við

Skildu eftir svar við Ingveldur Hætta við svar