Læri læri lær

Halló öll!

Vá ég fékk comment á 10 atriðin – frábært. UMMMMMM það er svo gaman að fá svonalagað. Gott fyrir sálina líka! Og ég heyrði í Erlu Trausta – oh my god. Það var frábært. Takk Erla mín – ef þú lítur aftur við :D.

Nú skín sólin. Þvottur kominn út á snúru og lífið bara nokkuð ljúft. Aðalsteinn kominn í skóla upp í Reykholti og unir vel hag sínum hjá Ástu og Halla á Kiðjabergi. Yndislegt að lausn sé komin á þau mál öll sömul.

Að baki er annasamur tími í skólanum – framundan alveg jafn annasamur tími en streitu minni vona ég. Það er alltaf eitthvað vesen með þetta námsmat. En það gekk nú allt saman vel – vonandi gengur eins vel að vinna eftir úr því í framhaldinu.

Ég er svolítið á eftir með allt – er að reyna að klóra mig fram úr námskrárfræðinni – sem mér er náttúrulega farið að finnast svona óskaplega skemmtileg. Meira hvað mér getur þótt margt skemmtilegt. Ég er á eftir þar, vona að mér verði fyrirgefið það. Það er bara svo erfitt að vera ég! Nei nei öðru nær. Allt í góðum gír þannig lagað. Þarf bara að vera sparsöm. Ykkar Inga

3 athugasemdir á “Læri læri lær

  1. Það er margt vitlausara en það væna min. Er enn búsett á Englandi og hamast við að troða hausinn út af fróðleik – en koma tímar koma ráð.Erla

    Líkar við

Færðu inn athugasemd