Spurt er ….
Hér koma nokkrar gullvægar spurningar frá Björgu frænku minni :D. Sumt kannski passar betur en annað en hva – er ekki smá sýking af unglingaveiki bara æði
1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/nn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það!
7. Lýstu mér í einu orði!
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíma langað að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
1. Erla Traustadóttir>2. Já – við vorum allavega mjög góðar vinkonur>3. Hittumst fyrst í ‘Vilpunni’ fyrsta skóladaginn okkar, september 1972>4. Mér finnst þú alveg frábær>5. Já – allavega 1 á hvora kinn 🙂>6. Inga prestsins – augljóst af hverju>7. Ótrúlega orðheppin, rökföst og skemmtileg>8. Man það ekki>9. Góð spurning>10. Þingvellir>11. Úff – veit ekki alveg – sýnist að þér veiti ekki af góðum dekurdegi!!>12. Þekkti þig mjög vel hérna einu sinni…>13. Sennilega 5-6 ár síðan>14. Ekki sem ég man eftir>15. Á ekkert blogg 🙂>>Takk fyrir jólakortið Inga, það gladdi mig. Ég fann síðuna þína á netflakki í sumar – gaman að fylgjast með þér – það er greinilega nóg að gera hjá þér væna mín.>Bestu kveðjur, Erla (erlatr@gmail.com)
Líkar viðLíkar við
Gaman að sjá þig vera farna að blogga aftur:o) Góðir pislarnir þínir alltaf og heilabrot. Það er þetta með bútasauminn, þegar þú ert klár þá ætla ég líka að vera klár!!
Líkar viðLíkar við
1. Björk frænka>2. ó já og meira en það>3. ég held að þú ættir frekar að segja mér frá því…….>4. já,án takmarkana>5. já, sérstaklega núna !>6. Inga pinga, æ bara það fyrsta sem mér datt í hug. Heyri einhvernveginn í hausnum mínum hann Ása segja það :o)>7. Einu orði!!!!!! Vá,….ekki hægt. Þú átt of stóran sess í hjarta mínu svo það geti rúmast í einu orði. Þú ert alltaf til staðar þegar ég þarf á þér að halda, mér finnst alltaf gaman að tala við þig, þú ert mér sem systir elskan mín. Skorpumanneskja fram í fingurgóma sem getur flutt fjöll og berg í svakalegustu skorpunum. Niðurstaða í einu orði: eldfjall. Það býr í þér mikil orka sem stundum liggur í dvala en brýst svo út með ógnarkrafti. Laðar að þér fólk, ert spennandi, getur látið í þér heyra…………>8. Það er nú það???? Seg þú mér hvernig ég brást við þér……….>9. Við þurfum að ræða það.>10. Ótrúlega margt. Veit ekki hvar ég á að byrja. 5.des, ormaleikur, bernskan, Þingvellir, gjörningur, mála piparkökur,kenslufræði, bútasaumsblöð, formúla, sérstakur húmor……og svo margt. >11.Helgarfrí með mér í bústað og við að gera föndur og bútasaum saman og fara þess á milli í heita pottinn.>12.mmmmmmmmm svoldið mikið vel.>13.Of langt síðan, nokkrir dagar. Svo er allt of langt síðan ég hef komið til þín.>14. Nei, held ég geti sagt einmitt þér allt.>15. Sorry á ekki blogg, en það hefði nú verið gaman að fá svörun.>Bless í bili. Er farin að sofa.xxx knús knús Björk
Líkar viðLíkar við
1. Gerður Halldóra Sigurðardóttir>2. Það ætla ég bara rétt að vona!>3. Eh… svona í alvöru þegar ég byrjaði að kenna á Ljósafossi – en við vissum nú alveg af hvor annarri löngu á undan því>4. Jáháts!>5. Í bak og fyrir!>6. Hmmm… Inga skvísa aþþí þú ert svo mikil skvísa!>7. Þú biður ekki um lítið… Sko, Inga í einu orði er bara… Inga. Það er eiginlega ekki hægt að segja það öðruvísi.>8. Afskaplega vel. Það stafar frá þér svo mikilli hlýju að það er eiginlega ekki hægt annað>9. Það álit styrkist bara með tímanum>10. Bækur! Ég gleymi sko aldrei að þú sagðir mér að það væri merki um þróaðan lesara að lesa endinn fyrst. Hugsa alltaf til þín þegar ég geri það! ;o) Sem er sko í hvert sinn sem ég les nýja bók… sem er alloft!>11. Hmmm… frí?>12. Nokkuð vel, held ég>13. Í vefmyndavélinni um daginn – en svona í eigin persónu, þá er allt of langt síðan.>14. Nei, það er hægt að segja þér allt.>15. Já!
Líkar viðLíkar við