Reykjavíkurferð Bínusanna

Ég á tvo litla bínusa. Pál og Ragnheiði. Þau fóru til Reykjavíkur í gær að útrétta fyrir dótturina með nokkrum vinkonum hennar. Páll fylgdi með svona til að gæta hagsmuna bílsins og sjá hvernig þetta væri að gera sig hjá dótturinni.

Nú jæja leið stúlknanna með Pál lá í allar helstu verslunarmiðstöðvar borgarinnar. Í lokin skelltu þau sér í bíó í Smáralindinni. Myndin sem Páll fór á um hann Johnny Cash var ívið lengri en hryllingsmynd stúlknanna og þar sem hann kom skeiðandi út úr Smáralindinni og opnaði hurðina á Súbbanum stökk til hópur af drengjum og vildi verja hagsmuni stúlknanna í bílnum sem biðu þar rólega, og vildu varna manninum inngögnu, þótti hann heldur ískyggilegur til þess að eiga erindi inn í bíl með öllum þessum blómarósum.

,,Heyrðu góði, hvert ert þú að fara?“

Páli þótti þetta nú ekki leiðinlegt og lék með í dágóða stund á meðan herramennirnir börðust hetjulega til varnar stúlkunum.

Þeim þótti þetta ekki leiðinlegt feðginunum. O nei. Páll er enn hlægjandi.

Fremstur í flokki þessara íslensku víkinga var Hendrik Tómasson. Það er ekki hægt annað en elska þann dreng.

Góðar stundi.

2 athugasemdir á “Reykjavíkurferð Bínusanna

  1. Er Ragnheiður í alvöru komin með bílpróf?! Almáttugur… hvað næst? Og hverjir eru Hlöðver og Hersteinn og … nei, ég veit nú hver Hendrik er. Eru þeir í háskólanum líka? Bið að heilsa bínusunum (hvað í veröldinni sem það nú er…) og Aðalsteini líka!

    Líkar við

Skildu eftir svar við Gerður Hætta við svar