Nú er fimmtudagur – tíhíhí – nei nei það er föstudagur. Palli vill bara að það sé fimmtudagur – finnst eins og það vanti eitthvað af tíma í þetta verkefni. Skil nú ekkert í því.
Mér er hætt að vera jafn gasalega illa við plastið – þetta birkilitaða sem við keyptum kemur svona ljómandi vel út og það er eins og Páll hafi aldrei annað gert en leggja parket. Það er nú svei mér skemmtilegt.
Nú ætla ég að fara að taka svoldið til – finna kaffikönnuna og svona og setja upp eldhús í vaskahúsinu – amk þannig að hægt sé að fá sér kaffi.
Parket klárast um miðjan dag og þá förum við að líta á skápana og kannski einhverja málningarvinnu.
þetta verður ógeðslega flott. Þvílík breyting mar.
björk
Líkar viðLíkar við