Góðan daginn
Það er greinilega ekki úr mér allur Formúlu 1 kraftur fyrst ég skreið fram úr til að horfa á F1 eldsnemma að morgni. Vandinn er þó ekki að klukkan sé sex heldur að ég hef farið ótrúlega seint að sofa síðustu kvöld enda líður mér eins og svefngengli – hef eiginlega ekki verið ég sjálf síðustu daga. Ég bara verð að fara að sofa snemma og vakna snemma – en ekki hitt – sofa seint og vakna seinna.
Fyrsti kappaksturinn í Kína lítur vel út – brautin er svo gjörólík öðrum brautum að meira að segja Gunnlaugur virðist átta sig á því – sem betur fer er Rúnar alltaf meira áttaður á þessu þó ekki sé mikið talað um eðli brautanna. En ég ætla nú ekki að tala meira um það.
Trítla vill hafa mjög kalt í húsinu þessa dagana – hún másar og blæs en núna þegir hún þar sem hún liggur hér fyrir framan svaladyrnar þar sem blæs þvílíkt inn í einhverju skítaveðri sem másar og blæs eins og hundurinn.
Verkfallið …. Hef ekkert um það að segja. Er þó alveg gáttuð hvað leiðrétting á vinnutíma getur haft mikil áhrif á þjóðfélagið – við bara erum að setja samfélagið straight to hell. Kannski verður maður bara að hugsa um að söðla um. Maður svo sem getur ekki unnið svona mikið alltaf hreint. Ég veit það ekki svei mér þá………
En svefninn í nótt býður eiginlega ekki upp á meiri pælingar að sinni,
Inga
Ég sko ætlaði að kommenta eitthvað sniðugt hjá þér – en er eiginlega bara alveg andlaus. Hvíldu þig bara vel og mættu hress í afmæli á morgun!! Sjáumst!
Líkar viðLíkar við