Úlla la langar brautir
Halló gullin mín,
ég fór 5 mjög langar og merkilega brautir í dag með Ástu. Afarskemmtilegt og tók nett í – við fórum nú ekki hratt yfir enda með Björn Ólaf í kerru – vorum næstum tvo tíma – en tveggja tíma ganga uppí mót og allavega er nú svoldið gott fyrir manneskju eins og mig.
Við förum aftur á morgun – voða gaman og styrkjandi.
En það dugir ekkert droll á milli nú verður að koma húsinu í flutningshæft form – skrúfa í sundur hlaða og raða. Já þetta er allt ljómandi skemmtilegt – sérstaklega þar sem Páll er svona skemmtilega handlama – en hann getur nú dútlað í skrúfverkinu.
Kveðja að sinni
Ingos
Hæ, ég kann líka að kommenta hjá þér :o) Er búin að tengja á þig af mínu bloggi. Skemmtu þér vel í pökkuninni, ég skynja þjáningu þína afar vel enda tókum ég og Binni geymsluna okkar í gegn í síðustu viku og var hver kassi og poki kembdur og á endanum fórum við með 10 troðfulla ruslapoka í Sorpu. Úff, þvílík leiðindavinna, en að sama skapi gaman þegar þetta er búið. (Mér finnst þetta blogger kommentakerfi annars ömurlegt, geturðu ekki græjað eitthvað annað, t.d. haloscan eða eitthvað slíkt?)
Kveðja, Stína frænka þín
Líkar viðLíkar við
Þakka þér fyrir Stína mín að halda að ég geti eitthvað halo….. en ég læt mér þetta nú duga – ræð ekki við öllu meira :-s
Hvernig er það – þarf ekki að fara að uppfæra liðið í liðsstjóranum?
Líkar viðLíkar við