Morgunstund gefur gull í mund

Jæja það var nú meiri dagurinn í gær. Mér liggur við að segja að leikurinn á milli Englands og Portúgals liggi þyngst á mér – sigh. En það væri nú einum of ekki satt?

Palli klemmdi sig nefnilega í gær og missti framan af löngutöng vinstri handar svona eins og einn sm eða svo. Hann verður því frá vinnu í sex vikur og kemur í fyrirframákveðið frí nú í dag. Hann átti síðan að fara 5. júlí en hann fer þess í stað út 5. ágúst. Tekjatap hans er nokkurt þar sem hann fær ekki dagpeningana sem eru í samningnum hans heldur einungis tímakaupið – sem er nú allverulegt samt – vona að hann fái yfirvinnuna líka. Það þarf líka að athuga hvort hann eigi rétt á launum í stoppinu. Þetta eru nú meiri vandræðin. ég hef ekki guðmund um hvernig ég eigi að flytja. Svo er svo óþægilegt að fá ekki húsið fyrr en svona seint því annars hefði verið hægt að biðja fólk að koma og hjálpa um helgina 3. – 5. júli en þess í stað verður maður að gera þetta þann 1. júlí og það með sterka manninn minn handlama. Ég vona að hann verði góður sem fyrst – það er svo leiðinlegt að hafa bara aðra höndina. Ég vona svo sannarlega líka að hann haldi vinnunni. Ekki gott að byrja á því að slasa sig. Fuss og svei, karlanginn. En hvað um það – ég verð bara að vera þeim mun duglegri.

Ég ætla að fara að taka til í eldhúsinu litla og líta svo niður og sjá hvernig ástandið er í geymslunni. Það er nú áreiðanlega hægt að fara að stússast eitthvað í kjallaranum og svo er háaloftið eftir. Dísa kemur eftir helgina og þá verður nú strax hægt að skipuleggja hvað hún getur tekið með sér og hvað ekki.

Ætli við verðum ekki að hringja í Guðrúnu og athuga með hvenær hún getur tæmt húsið. Það væri best að geta gert þetta allt í einu en ekki svona í einhverjum bútum – þá er næstum eins gott að setja bara allt inn í skúr hjá Hildi – en hún er búin að bjóðast til þess að lána okkur pláss þar.

Æ þetta eru nú meiri vandræðin.

Annars langar mig að gifsklæða herbergið hjá Aðalsteini og hann ætlar að kaupa sér parket þar inn. Hver veit nema það verði hægt. Ætla að tala við Grím um það. Svo er það innréttingin – ég er alveg að verða búin að ná lendingu þar.

Kveðja Inga

2 athugasemdir á “

  1. Elsku Inga mín. Það er alltaf svo mikið að gerast í kringum þig. Hvernig er þetta hægt!
    Þú mátt líka fá bílskúrspláss hjá mér ef það munar einhverju. Súrt að geta ekki hjálpað þér þann 1.júlí með karlinn en ég get komið í léttari burð fyrripartinn. Við förum ekki fyrr en kl 18:00. Grímur kemur úr veiðivötnum kl ca. 17:00. Flott annars hjá þér bloggið:-)
    Knús Bjögga

    Líkar við

Skildu eftir svar við Anonymous Hætta við svar