Lestur bloggs
Blogg er svolítið sniðugt – og gríðarlega sniðugt fyrir kennara til að nálgast efni frá nemendum sínum. Ég er farin að nýta mér það í enskukennslunni alveg heilmikið og einnig í umfjöllun um Harry Potter bækurnar en hann er ég að kenna í valnámskeiði nú í vetur.
Mér finnst þetta hins vegar svolítið einmanalegt. Það er fullt sem hvílir á manni eftir lestur greinanna og maður skrifar og skrifar (áreiðanlega á köflum allt of mikið) en maður fær engin comment…..
Ég veit ég er voða sein að skila þessu öllu og ætlast ekki til að vera búin að fá alls konar ummæli – en ég sé það á webct að ekki er mikið brugðist við skrifum okkar hér – af samnemendum (ekki mér heldur).
Þess vegna fannst mér hugmyndin hennar Þórunnar svo frábær að við myndum meta bloggið hvert hjá öðru – en það fellur ekki í sérlega góðan jarðveg. Sigh…..
Ég er líklega orðin of kennaramiðuð – búin að kenna svo lengi að ég sé orðið bara með þeim gleraugum….
En ef við myndum meta hvert annað – þá áynnist fullt. Bloggið okkar yrði lesið – af gagnrýnum huga, ja og yfirleitt bara lesið…. Við kynntumst hugmyndum annarra betur en bara þegar við skimum yfir greinarnar. það er ekki eins og nemendur í þessu námskeiði þyrftu að lesa ofan í kjölinn hvert einasta blogg heldur bara þau sem vekja sérstakan áhuga viðkomandi.
Er ekki svolítil synd að við séum ,,bara“ að skrifa fyrir Þórunni en ekki hvert annað – því ég veit að önnum kafnir fjarnámsnemendur geta vel hugsað sér að láta langar blogglengjur víkja fyrir öðru námi.
En þetta var nú bara smá pæling….
Svíar komust ekki á Ól na na na na na na na
(amk ekki í þessari lotu)
kveðja,