Gardínan á uppleið…

Vona ég 😉

Búin að vera heim í tvo daga – svoldið veik, svoldið að vinna, svoldið að þetta og svoldið að hitt – aðallega þó vinna – eittt og annað – en eiginlega ekki neitt – Því ég er jú svoldið lasin!

En engu að síður fylgir þessum dögum hvíldin – sem fær mann til að greina hugsanir sínar betur – þá er e.t.v von til að eitthvað komi út úr því.

Ég er búin að panta tíma hjá Baldri – verð kannski fyrir sunnan í dálítinn tíma – það er best að nýta hann vel til heilsubótar – t.d. sund á hverjum degi og sjúkraþjálfun og eitt ömmubarn ætti nú að geta gert ýmislegt fyrir mann!

Jólin kvödd – og ári fagnað

Í dag verður hátíð í bæ. Aðalsteinn, Halldóra og Herdís ætla að fá sér jólamat hjá okkur í dag, Aðalsteini fannst heldur lítið um slíkt á Húsavík – vildi fá smá mömmu og pabba fíling. Það er bara gaman að því og verður notalegt að eiga einn jóladag með þeim öllu.

Það svoleiðis mígrignir hér að sjaldan hefur annað eins sést – allur snjór að hverfa og vonandi svellbunkarnir líka!

Í raun fer allt af stað á sama hátt hjá mér – ég er innstillt inn á vinnuna – verður hugsað til sundlaugarinnar – en ímynda mér að þangað sé ekki rétt að fara að sinni.

Íhuga hvar rope yoga diskurinn sé… nenni ekki að leita.

Vex allt í augum – nenni engu – eða er óbærilega þreytt.

En amk sef ég eins og grjót – það er ágætt!

Ég sakna sjúkraþjálfarans míns afar mikið og aðhaldsins þaðan. Eg sakna líka Alicar afar mikið ….

Og dóslu minnar….

Og margs fleira

En hér er líka ágætt að vera því hér er nóg um að vera og nóg að gera.

Það þarf einfaldlega að fókusa og forgangsraða.

Rétt!

Gamlárskvöld á Þórshöfn

Þetta er merkilegt kvöld. Við Páll erum hér tvö heima, nokkuð svefnlaus þar sem síðasta nótt var tekin í bridge – og hekl hjá mér – auk þess sem ég horfði á Svartur á leik – sem er skelfileg mynd og ég er enn hálf miður mín eftir að hafa horft á….

Ég er leið. Afar leið. Kannski svolítið þunglynd. Er óánægð með 2013. Er óánægð með mig og viðhorf mín….

2013 er vonandi botninn á mínum ferli sem sjálfsræktanda.

Vorið var erfitt. Sumarið enn erfiðara. Haustið skárra og veturinn á köflum ágætur. En engin hreyfing og lítið að gerast í mataræði og sjálfsrækt. Heilsunni hrakar, kílóin hrannast inn. Hnéð gersamlega farið og hið hægra að fara sömu leið.

Hvað ætli veki mig?

en Herdís og foreldrar eru hér – og margt gott að gerast í vinnunni.

En ég á ekki mikið eftir…

Kannski verður allt betra á morgun –

Ég er svoooo þreytt – púff….

Aðventa

Nú erum við skötuhjúin að undirbúa jólin okkar – þetta er gjarnan okkar besti tími! Elskum bæði jólin. Hér gengur þó ekki vel – með annað! þeas hjá mér.

Hreyfi mig ekki
Borða brauð
Borða súkkulaði
hreyfi mig ekkert!
Bjartur fær ekki hreyfingu
Ég er löt heima við

Annað gengur betur 😉
Annars væri ég náttúrulega orðin vitlaus!

Koletnisleysi – eða amk minnkun

Nú erum við Palli líklega búin að vera í 2 vikur í LKL og það gengur ágætlega! Koletni rata þó aðeins inn fyrir okkar munn – en það er mikill munur á.

Um helgina gerði ég hrökkbrauð og fór með í skólann – það er því aleg búið 😉 en svakalega var það gott! Og ég ætla skoho að gera það aftur.

Ég finn orðið smá mun á kílóunum – en það sem er kannski undarlegast – ég er svo miklu skárri í skrokknum – skil ekki útaf hverju en það er ótrúlega mikill munur einhvern veginn….

Vona að þetta gangi el áfram og betur…

Nú jæja

Eftir að ég blés til sóknar hefur nú ástandið heldur batnað á minni!

Ég fékk mikil og góð viðbrögð á Fésbókinni og það styrkti mig… Efldi.  Ég fæ líka mjög góðan stuðning í vinnunni… Frábært fólk þar samankomið. Við norðlenski hluti fjölskyldunnar fórum á Egilsstaði og versluðum í LKL stíl og það var mikið gaman. Það gengur á ýmsu í því að halda kúrs – en þó hef ég ekki borðað nammi núna í 4 daga og ekkert brauð fengið mér nema 2 brauðsneiðar. En matseldin er lítil sem engin – en nú er komin frystikista í bæinn og það er allt að lifna við.

Hér inni er óbærilegt drasl en hver veit nema eitthvað gerist í því um helgina! Amk ætla ég ekkert í skólann í dag eða á morgun heldur vinna inn á milli tiltektar í starfsmannahandbók.

Hreyfingin er ekki nægileg – en ég fékk náttúrulega kvef – en þetta er allt að koma. Ég finn að nú er ég búin að finna einhvern lífsþrótt.

Yfir og út!

Ákall! 29. sept 2013

Kæru vinir! Með nýrri stöðu og brottfluttningi frá sjúkraþjálfara og æfingafélögum, hefur heilsufari mínu mjög hrakað og líkamleg færni mín skerst til mikilla muna vegna fíknar minnar til vinnu, sem fer ekki vel með offitu og leiðir til hreyfingaleysis. Nú er mál að snúa óheillaþróuninni við. Morgundagurinn býður upp á nýja möguleika – nú er mál að velja sjálfan sig í sitt eigið lið og gera þann að fyrirliða! Ég er nú bara skugginn af því sem ég var fyrir 18. mánuðum síðan! Þið sem tókið slaginn með mér hér um árið og árin öll þaðan í frá – ég veit að ég á stuðning ykkar vísan – og það er mér svo mikils virði!

Sumar og sól á Langanesinu

Það hefur verið mikil veðurblíða hér í allt sumar – eða allt frá því að það hætti að snjóa 😉

Ég hef farið í sund nú í viku á hverjum degi og gengið svolítið. Í dag var ég með Herdísi og við fórum í tveggja tíma göngu – hún er mög góður göngufélagi blessunin! Við förum svipað hratt yfir…

þegar Herdís var búin að lúra fórum við aftur út og á morgun passa ég fyrir hádegi á morgun! Annars er ég að verða komin í sumarfrí… Vinn líklega á miðvikudag og svo er pössun á fimmtudag og föstudag. Og þá er ,,bara!“ að koma mér suður og Bjartur kemur líklega með! Hvernig hann kemst svo aftur norður veit ég ekki því hann verður að fara með Palla þegar hann fer um miðjan mánuðinn á síldarvertíðina.

Aðalsteinn og Halldóra eru komin með íbúð og flytja núna um mánaðarmótin. Það er gleðilegt!

Ég verð bara að gleðjast yfir því að synda svolítið – ganga smá – það verður að gleðjast yfir því sem þó er að gerast…

Áfram gakk!