Hvernig gengur svo?


  • Hvenær konan fer og verslar inn
  • Lítið verslað – en þó aðeins
  • Hvenær konan eldar súpuna sem endist í 3 daga hið minnsta
  • Ekki súpa en t.d. fiskréttir og herbalife 2x á dag
  • Matseðla
  • bara í huganum – en þeir eru þar!
  • Matardagbók
  • Ekki að skrifa 
  • Þrif – tímasetning
  • er á réttri leið….
    • Viðrun
    • Fatauppröðun og flokkun
      • Afar áríðandi að komast í þetta
    • almenn þrif á tilteknum herbergjum hússins
    • Þvottur
      • er að þvo en vantar að brjóta meira saman og ganga frá 
  • Nám
  • Er viku á eftir vegna blessaðs barnsins en hef skipulagt mig vel í dag

  • Líkamsrækt 
    • rope yoga
      • Misst af mörgum tímum en ætla að reyna að komast klukkan 6 næst
    • sund
      • Fór í dag og synti í 40 mínútur – mjög dugleg
    • ganga 
    • blak
      • Hvíldi mig á því í 10 daga.
  • Aðrar tómstundir
    • félagsmál
        • Langar að segja mig úr öllu.
    • heimsóknir
      • Ekki svo galið
    • Bútasaumur
      • Er að föndra eitt verkefnið – bara gaman
    • Hef misst 1,5 kg amk á tveimur vikum. Mér líður mjög vel í skrokknum. 

    Góður dagur

    Það er mikilvægt að njóta þess sem vel er gert. Og í dag hef ég gert vel. Ég fór í rope yoga – og talaði við Eygló eftir tímann og naut þess mjög. Ég ætla að fá hana með mér í lið. Ég er ekki að gefast upp- fullt af góðum hlutum í gangi.

    Ég hef ekki verið betri skrokknum í áraraðir. Ég skrifa matardagbók, ég fer í íþróttir og ég sef vel.

    …og ég hef verið dugleg að drekka vatn í dag!

    Og ekki nóg með það – ég fór til Bjarkar í dag í heimsókn og betri verða nú ekki gerðirnar en það!

    Ég finn að ég er að ná tökum á ný

    Markmið

    Svona er markmiðslistinn – rétt að líta á hvernig gengur lið fyrir lið.

    Nú er barnabarnið komið og því fylgdi ákveðið rask en lítum á!



  • Hvenær konan fer og verslar inn
  • Hvenær konan eldar súpuna sem endist í 3 daga hið minnsta
  • Matseðla
  • Ekkert farin að gera stundaskrá
  • Matardagbók
  • Skrifaði um helgina – og aftur í dag (ekki á sunnudag og mánudag)
  • Þrif – tímasetning
    • Viðrun
    • Fatauppröðun og flokkun
    • almenn þrif á tilteknum herbergjum hússins
    • Þvottur
        • Þoði svakalega mikið um helgina og þurrkaði – á eftir að ganga frá.
  • Nám
  • Lítið gert í því en þó aðeins – fékk frest á lestrardagbók sem þarf að klárast sem fyrst og er byrjuð á Ferilmöppunni.
  • Líkamsrækt 
    • rope yoga
    • sund
    • ganga 
      • Fór að ganga á laugardag og sunnudag. – Mjög gott
    • blak
  • Aðrar tómstundir
    • félagsmál
        • Langar að segja mig úr öllu.
    • heimsóknir
        • Ætla að fara í heimsókn á morgun 🙂 og var fyrir norðan 🙂
    • Bútasaumur
    Og núna er ég að borða grænmeti og vínber – hef staðið mig nokkuð vel í dag -en samt nokkuð af nachos. 

    Og nú fer ég að læra og stússast.

    Geðvonska eins og geðvonska var hugsuð í upphafi

    Ég held að sá sem hannaði skapsveiflur hafi einmitt haft geðvonsku eins og ég þjáist af í huga – ji minn eini. Kannski hefur það eitthvað með lyfjaskammta að gera – ég er að þurrka út sem flest lyf sem ég tek. En sé að ég verð samt að halda ofnæmistölfunum inni eitthvað áfram amk þangað til ég verð duglegri að þrífa og viðra hundahárin út úr mínu lífi 🙂

    Ég fór á Reykjalund í gær og það voru alveg skelfilegar niðurstöður – eiginlega verri en ég hélt að væri mögulegar. Meira að segja vöðvamassinn hefur látið undan síga verulega. Enda kannski ekki skrítið – ég varð að draga úr hreyfingunni vegna verkja. Það átti líka að draga úr átinu en það hefur ekki verið gert. Það verður sem sagt gert núna. En þeir voru samt ánægðir með hreyfinguna og ég get…

    Markmiðslistinn er eftirfarandi:
    Útbúa stundaskrá og þar skal tiltekið

    • Hvenær konan fer og verslar inn
    • Hvenær konan eldar súpuna sem endist í 3 daga hið minnsta
    • Matseðla
    • Matardagbók
    • Þrif – tímasetning
      • Viðrun
      • Fatauppröðun og flokkun
      • almenn þrif á tilteknum herbergjum hússins
      • Þvottur
    • Nám
    • Líkamsrækt 
      • rope yoga
      • sund
      • ganga
      • blak
    • Aðrar tómstundir
      • félagsmál
      • heimsóknir
      • Bútasaumur
    Þetta verður nú meiri fína stundaskráin. Það er sem sagt virk iðjuþjálfun framundan.
    Líklega mun ég segja mig frá félagsmálum – þau gefa mér ekki mikið þegar ég er svona önnum kafin.
    Svo þarf ég að fara til sálfræðings og kanna þennan meinta athyglisbrest. Ég held satt að segja – stundum að ég sé að missa vitið. Gjörsamlega.  Það er þá bara að muna eftir því að panta tímann… það er svoldið erfitt þó ýmsum brögðum sé beitt. 
    Mataræði gærdagsins og dagana á undan var til fyrirmyndar.
    Í morgun var það hins vegar laugardagsmorgunverðurinn – sem ég átti ekki inni fyrir, rúnstykki og berlínarbolla. Ég mun hafa það í huga í dag – vera dugleg að drekka vatn.
    Og svo þarf maður nú að verða amma…

    Long time no see

    Það er margt um að vera hjá Ingveldi og þykir henni sem hornunum fari síst fækkandi – þrátt fyrir góðan vilja:

    Vera í þremur áfangum í masternámi í kennslufræði – það tekur tíma, sérstaklega þar sem allt fyrir neðan 9 telst vanvirðing við markmið mín!

    Prjóna og bíða eftir ömmubarninu! – er eiginlega í fyrsta sæti….

    Stjórnmálavafstur – hvernig í ósköpunum kom ég mér í það… óskiljanlegt

    Hreyfing sem er auðveldlega hægt að missa út í námsleyfi – ójá – hafi afsakanir verið fyrir hendi áður þá hrúgast þær og hrannast upp nú og því var mér alveg hætt að standa á sama, skráði mig í rope yoga- maður verður þá að mæta á ákveðnum tíma – gefst vel. Svo er náttúrulega blakið og ein æfing – sund eða lyftingar – en þetta er ekki nóg. Ég finn það alveg. Ég fer ekki með moggann þar sem það var mér bara ofviða að vita að ég ætti alltaf að vakna svona snemma alveg sama hvernig ég svæfi og vera svo svellköld í náminu… Var mjög illt í fótum og hætti því… í bili amk 🙂 – fór nú samt í morgun í aldreifingu.

    Blakið er nú alltaf allnokkurt umstang og fer ekki minnkandi því við erum á þvílíku flugi þar!

    Samviskubit í mataræði – því það er jú hið eina sem ég geri í þeim málum. Gengur illa  -finnst ég þyngjast jafnt og þétt – amk ekki léttast neitt. Svakalega erfitt að vera heima alla daga og eiga að léttast um leið – námið hefur líka í för með sér miklar setur –  miklu meiri en í kennslunni…. Erfitt að vera í námsleyfi – en gaman :).

    Kvenfélag – á stundum, ekki gríðarlega íþyngjandi nema þar og þá að eitthvað skellur á sem ég mundi alls ekki eftir…

    Svo er áreiðanleg eitthvað sem ég man ekki – sem ég finn mér í að stússast í og við og allt um kring.

    Já t.d. Facebook – ég meina hvar er sjálfsstjórnin þegar kemur að henni? Annars er ég nú að verða búin að ná tökum á því :).

    Og fara svo ekki jólin að koma?

    En annars er allt í góðu – ekki verið betri í skrokknum í áraraðir en er samt mjög slæm í hnénu sem er kannski meira hamlandi en verkirnir – en ristar eru að mestu góðar og mjaðmir eru mjög að lagast og svakalega sem robe yoga tekur þar á maður minn…

    Og svo þarf bara að hætta að fá 8,5 fyrir verkefni og fá 9 – þetta fer svoldið í taugarnar á mér 🙂 en leiðsagnarmatið er til staðar svo ég ætti að geta bætt mig – vonandi.

    Sjáumst hress – ætla að vera dugleg að blogga mig til heilsu á ný – það skiptir  mál.

    Lifandi hús

    Námsleyfi hafið

    Ég hef nú hafið námsleyfið mitt. Það geri ég með því að koma húsinu mínu í það ástand að þar sé hægt að hugsa – og læra. Þetta er umtalsverð vinna en þar sem stundaskrá er nú ekki almennilega tilbúin og flestir áfangarnir byrja í lok ágúst þá hef ég nokkra daga.

    Ég vann líka upp smá svona skiterí sem er að þvælast fyrir mér – þannig að smá smuga sé á því að samviskan sé eins hrein og kostur er miðað við efni og aðstæður.

    Ég er einnig byrjuð að losa mig við sumarskvapið sem virðist koma á tíföldum ljóshraða í ágúst. Nú ætlum við hjónin að ganga í takt og ná 100 kílóa markmiðinu – sem þarf að nást eftir 3 ár og still counting :).

    Ég finn að ég þarf að aðskilja mig frá skólanum – og það var skrítin tilfinning að vera ekki með þeim að sýsla í dag. En ég á nú eftir að hitta á þau og nýta mér aðstöðuna eitthvað ef ég má.

    En yfir og út, gólfin eru að þorna og nú er að þurrka af og skvera meira til hér frammi – veit ekki alveg hvað mér tekst að humma af mér vinnuherbergið lengi… huhummmm. Maður hefur svona mest verið útivið í sumar 😉

    Úr vörn í sókn

    …eða eiginlega bara miðjumoði! Sumarið hefur verið fljótt að líða – mikið lifandis skelfing geta þessar vikur liðið hratt og ekki nær maður að klára eða gera nærri allt sem maður hafði í huga. Mig langaði til dæmis að vera duglegri við flest:

    Allsherjar tiltekt innan dyra
    Hreinsa beð og vinna aðeins í garðinum bakatil
    Mála pallana
    Ganga á 1 fjall á viku (lítið fjall mjög lítið)
    Fara 3 -5 sinnum í golf á viku
    Fara reglulega í sund
    Þyngjast ekki – og helst léttast örlítið.

    Í skemmstu máli má segja að ekkert af þessu hefur gengið eftir – en þó hef ég náð að fara í golf og fara upp á 2 fjöll þetta sumarið og stefni á Ingólfsfjall og Esjuna nú um og eftir miðjan ágúst, en hefði þá náttúrulega átt að vera búin að æfa mikið.

    Í golf hef ég farið nokkuð reglulega og eins oft og ég hef komist, hef verið alveg daginn að jafna mig eftir 9 holurnar sem ég hef farið líklega fimm sinnum í júlí.
    Sundið hef ég alveg svikið mig um – skil ekki afhverju ég nenni ekki í sund hér á Selfossi… Vil bara Borg og ekkert annað – fór svaka mikið í sund í júní samt – minna í júlí.

    Eg hef líklega þyngst um 1 kg í sumar – og nú verður að passa sig í ágúst – það þarf að snúa við hjólinu og markmiðin eru klár. Ég fer í 2 vikna ferðalag eða svo á vagninum og þá er mikilvægt að hafa hollt og gott að borða enda ætti það nú ekki að vera erfitt með alla grænmetisuppskeru landsins á borðum.

    Húsið hefur verið verra en það er langt frá því að vera nógu gott enda ákvað ég að láta útivistina og sumargleðina ráða – og láta heimilisverkin bíða haustsins.

    Ég er afleit í skrokknum en viriðist hafa nokkuð góð tæki í höndunum til að vinna með það. Flogaveikislyfin – sem eru í raun vöðvaslakandi lyf gera kraftaverk á næturnar – verst hvað ég verð morgunsvæf af þeim – en allt í lagi – maður hýtur að getaa snúið því við. Verkjalyf þurfa að koma inn á löngum göngum, og ég verð að passa mig á því hvað ég borða – sykur virðist til dæmis fara mjög illa í mig hvort heldur í höfuð eða liðina.

    Markmiðin hafa því líklega verið helst til metnaðarfull – flest þeirra hafa þó komið eitthvað við sögu :).

    En nú er að huga að markmiðum ágústs mánaðar:

    Borða skynsamlega á ferðalaginu og ganga nokkuð. Golf.
    Undirbúa Þingvallaferðalag með skólanum.
    Byrja að lesa í náminu – prenta út og setja í skipulag.
    Og vinna að ýmsum ömmustörfum – það styttist óðum  ef Guð lofar.

    Hvunndagur á sumri (nokkrir)

    Ég sigli inn í strembinn tíma núna – virðist vera búin að brjóta niður alla veggi og merki sem eiga að vísa mér veginn – borða of mikið og allt af vitlausri gerð. Þetta gerðist líka í fyrra – en nú gríp ég inn í – fyrr og alkunnu öryggi 🙂 Eina sem er að – er ,,frasinn á morgun…“

    Ég er alveg búin að vera afleit – fór í golf í fyrradag og boy oh boy sit ég í súpunni af því volkinu. En ég er á réttri leið. Vinn mig niður úr þessari verkjasúpu…

    Ég fór í sund í gær eftir RVK ferð þar sem við hjónin keyptum okkur helst skó… og smá útilegudót því við ætlum nú að taka nokkrar daga í útilegu eftir helgina. En þessi verslunarmannahelgi er með því undarlegra sem gerst hefur í þeim flokknum. Viðbjóðsleg rigningartíð, sund á föstudagskvöldi, hekl á laugardegi – jamm bara náðugt.

    En ég verð að einbeita mér að mataræðinu og ábyrgjast það alveg sjálf þó spillingin sé hér um allt hús – borin inn af öðrum sem eru ekki alveg á sömu leið.

    Þjálfa sjálfsstjórn segir Baldur – en ég veit ekki hvað ég get haldið áfram að stóla á eitthvað sem ég hef ekki – ég verð bara að taka málin í mínar hendur.  Segja mig úr samfélagi við aðra í mataræði einhvern veginn… og ákveða hvað ég ætla EKKI að borða… og skrifa dagbókin góðu. Jamm fer á morgun og næ mér í bók – ég gleymdi henni í vinnunni – get þá lokið ýmsu sem ég á eftir þar – svo nýr kennari komi að öllu tómu  og þá get ég líka synt í þeirri yndislegu laug sem er á Borg.