Flokkur: Uncategorized
SKRIFA MATAR OG HREYFIDAGBÓK
Mánudagur:
Fá lykla af sundlauginn hjá Eyþóri og leiðbeiningar um ljós og slíkt. – Þetta var gert
Morgunleikfimi – þetta var ekki gert
Prenta út matardagbók með hreyfiblaðsíðu – búin að undirbúa það – ekki búin að prenta. Þarf að fá æfingaáætlun hjá Baldri
Blakæfing – þjálfun – gerði það
Pottur – nennti ekki því ég var svo seint á ferðinni – en það verður í fyrramálið!
Keypti mér vatn – borðaði margar bollur – en ekkert nammi!
Skrifa matar og hreyfidagbók
Mánudagur:
Fá lykla af sundlauginn hjá Eyþóri og leiðbeiningar um ljós og slíkt.
Morgunleikfimi
Prenta út matardagbók með hreyfiblaðsíðu
Blakæfing – þjálfun
Pottur
Þriðjudagur
Sund 06:45
Morgunleikfimi
Kvöldæfingar á dýnu
Miðvikudagur
Sund 6:45
Morgunleikfimi á Ruv
Blakæfing – þjálfun
Fimmtudagur
Sund 6:45
Morgunleikfimi á Ruv
Kvöldæfingar á dýnu
Föstudagur
Sund 6:45
Námskeið og Akureyri
Taka göngustafi með
Laugardagur
Létt rölt
Sunnudagur
Létt rölt
Ég er svo einmana – alein.
Held ég sé of langt í burtu frá öllu….
Verkefnið er þó hér.
Jæja – nú er bloggið læst – bara nokkrir sem sjá það – það er varla að það passi að vera að blogga um ósigrana á opinberum vettvangi. Ég er verulega farin að huga að aðgerð – en áður en nokkur alvara kemur þar inn – þarf ég að taka til hendinni ein og sjálf!
Áramótaheitin eiga eftir að fara hér inn – þau eru einföld. Byrja upp á nýtt!
Byrja upp á nýtt!
…alveg upp á nýtt!
Ég er að vona að þeir hafi ekki verið að ljúga um vöðvaminnið…
Ég er að minnsta kosti orðinn aumingi af hreyfingarleysi… Fer lóðbeint til helvítis með sama áframhaldi – og lítt hugnast mér það!
Áfram Inga
Og þar með náttúrulega allt farið fjandans til í líkamsræktinni. Kannski verður bragarbót á! Skólastjórastarfið tekur sinn toll – en engar afsakanir eru gildar, shake er ekki lengi verið að gera og sundlaug rétt við hornið.
Nú erum við Palli í jólaskapi.
Það er gaman.
Sonur minn var að setja inn póst um sína litla dóttur og ömmubarnið mitt!
Meira síðar 😉
æðingartala: Nafnatala:
Líftala:
Fæðingartala: 7
Fæðingartalan er þversumma tölugildanna úr fæðingardeginum, mánuði og ári. Hægt er að reikna hana út með tveimur aðferðum, lárétt og lóðrétt og þess vegna er hægt að fá tvær mismunandi undirtölur, þó þversumman verði auðvitað alltaf sú sama. Fæðingartalan lýsir köllun þinni og tilgangi með lífinu. Hún gefur tóninn um hvaða braut þú fetar þig eftir í lífinu.
7. Er heilög tala. Sjöan stendur fyrir andlega leit og einlægni í því sem hún setur sér fyrir hendur hverju sinni. Hún kann að vera ein og á auðvelt með að rækta hina innri rödd, svo fremi sem hún finnur það sem hún er að leita að og fylgir þeirri leit eftir. Þetta er krefjandi tala sem hættir ekki fyrr en hún finnur, knúin áfram af ríkri réttlætis- og siðferðiskennd. Þetta er tala einveru og hins eilífa grúskara, sem er alltaf að læra eitthvað nýtt og prófa sig áfram. Hún er tilbúin að færa miklar fórnir til að fylgja köllun sinni. Þetta er eins og fimman tala hugsjónar og visku, sem leitar sífellt betri lausna og er sjaldan eða aldrei alveg fullnægð með hlutskipti sitt í dag.
Sjöan þarf að gæta hófs í leit sinni. Ekki fórna öllu fyrir hugsjónirnar. Hún þarf líka að gæta þess að einangra sig ekki og þar með staðna í leit sinni, eða falla í gryfju þunglyndis og óheilbrigðrar einveru. Einnig þarf hún að varast að taka á sig of miklar byrðir og kikkna undan hinni torsóttu braut sem hún hefur valið sér að feta á leið til andans uppljómunar.
Nafnatala: 44/8
Nafnatalan er þversumma allra tölugildanna í nafninu okkar, hvort heldur persónu- og fjölskyldutölu eða drauma- og framkvæmdatölu. Hún lýsir bæði skapi og framkomu, tilfinningum og hegðun frá degi til dags.
44/8 Fjörutíu og fjórir gífurlega áþreifanleg og sterk efnisleg og vinnusöm tala. Þetta er tala uppbyggingar, sem lýtur að stórri heild, jafnvel heils samfélags. 44 er meistaraleg tala þrautseigjunnar, sem kann að loka sig inni yfir erfiðum málum af óvenju miklum dugnaði og finna lausn fyrir heildina í krafti hagsýni og þolinmæði. Talan gefst aldrei upp.
Þessi vinnusama meistaratala þarf að gæta þess að tapa sér ekki í vinnu, þó hún vinni meðvitað í krafti hugsjónar fyrir heildina. Gæta þess að staðna ekki og einangra sig í ranghugmyndum eða fordómum. 44 skilar jafnan fjárhagslega sterkri stöðu eða varanlegum ávinningi í þágu heildarinnar og stuðlar að töluverðum áhrifum til langframa, rétt eins og þversumma tölunnar, áttan, (talan 8) ber með sér.
Líftala: 33/6
Líftalan er sjálf heildarútkomutalan, markmiðið með lífi þínu, eða ásköpuð örlög. Hún er niðurstaða lífs þíns og samnefnari allra fyrri talnanna og þversummutala nafnatölunnar og fæðingartölunnar. Það er einstaklings-bundið hvenær fólk upplifir þessa tölu á lífsleiðinni, þ.e. hvenær það nær markmiðinu með því.
33/6 Þrjátíu og þrír lýtur að meðvitaðri köllun á sviði lista, samskipta og hvers kyns tjáningar og sköpunar. Þetta er hreyfanleg tala, tala ferðalaga og sveigjanleika. Og tala breytinga og þróunar. Þessi meistaratala lýtur að hreyfanlegri uppbyggingu á vettvangi uppgötvana, t.d. í vísindum, nýsköpunar og lista. Samskipti þessarar tölu lúta að stærri heild; hvort heldur félagi, fyrirtæki, miðstöð, hópi, skipulögðum samtökum eða öllu samfélaginu, eins og þversumma tölunnar, sexan, (talan 6), ber með sér og hvernig megi hjálpa þessari heild til þroska og viðgangs.
Yfirleitt kunna meistararnir sitt fag, en mikilvægt er að talan 33/6 dreifi sér ekki of mikið og tapi ekki einbeitingu ef árangur á að nást í því starfi sem henni er ætlað að vinna. Stöðnun er henni dauði og að sama skapi yfirborðsmennska í skvaldri og sýndarmennsku henni að falli þó hreyfingin sýnist mikil á ytra borði.
…þá er konunni e.t.v. ekki alls varnar. Nú hef ég sett af stað ferli til þess að athuga með magaaðgerð. Ég hef ekki ákveðið að láta verða af henni – en hún er komin inn í myndina. Ég get ekki hugsað mér að vera hreyfihömluð það sem eftir er – ekki meira en nú þegar er vegna kílóa.
Ég hef nú tekið til minna ráða, elda minn mat sjálf, finn mér til mit snarl sjálf og læt mér í léttu rúmi liggja hvað aðrrir gera hér á heimilinu – come on ég gerði þetta í 3 ár með góðum árangri hér í den – þetta er ekki óyfirstíganlegt, yfirnáttúrulegt ferli né nokkuð annað. Það þarf hins vegar að hemja sig, beita sig aga og sýna sjálfstjórn. Það þarf ekki að láta allt eftir sér sem mann langar í! Það er nú heila málið. Eiginlega eina málið. Og ég verð bara að dansa sóló.
Nú hef ég gefið eina viku í senn og í hverri viku skal ég léttast – á meðan ég léttist er ég á réttri leið til lífs án aðgerðaren annars stefni ég hraðbyri í aðgerðarátt – sem þó er ákveðin rangfærsla því til þess að fá að fara í aðgerðina verða ég að léttast – en ég er með strangari tímaramma á léttinginn núna en e.t.v. aðgerðin krefst.
Ég veit það munar gríðarlegu fyrir hnén mín ÞEGAR ég léttist, það dugir e.t.v. því ég er með fina vöðva í leggjunum og hreyfivön.
Þetta hafa verið mér erfiðar pælingar – ég kann því illa að tapa – og sérstaklega í baráttunni við sjálfa mig – ég vil vera sjálfs míns herra!
Það er því bara eitt markmið – að það er núna sem ég léttist.
Nú er ég alvarlega farin að íhuga magaaðgerð….
Get ekki gengið þar sem brjóskeyðing er orðin umtalsverð í vinstra hné og hægra orðið aumt. Ekki útlit fyrir nokkur hreyfisport nema sund og sundleikfmi svona þegar ég er vel rólfær og treysti mér frá heimili og ofan í.
Nú er úrslita tilraun til að léttast.
Síðustu tveir dagar hafa ekki gengið í þá átt.
Það er eins og ég bara hemjji mig ekki – undirliggjandi djúp sjálfseyðingarhvöt? Ég veit það ekki….

