Hipp hipp húrra :D

Jæja – nú er gamla búin að synda 400 metra – og er sko bara ánægð með hve létt ég fór með það!

Komst að því að hér um árið – hef ég verið í fanta formi.

Það gengur ekki að hugsa um það sem maður getur ekki gert – heldur það sem maður getur gert!

Mataræði ekki til fyrirmyndar þessa helgina nema til hálfs. – en ekkert nammi!

Á réttri leið

Í tilefni vatnsveðurs er þessi skór settur hér inn!

Nú er Palli minn kominn heim og þá er að halda kúrs! Ég á svo dásamlega dóttur sem fór með föður sínum í búð og keypti blóðþrýstings og megrunarfæði. Nú verður áherslan lögð á mataræði og hreyfing kemur inn sem bónus! Ef ég verð mikið með Herdís fæ ég þá hreyfingu sem ég þarf þann daginn – mikill dugnaðarforkur sú kona!

Sælgætisbindindið heldur og mataræði gærdagsins var gott:

1. Herbalife með banana    5,5 stig,
Vínber, herbalife stykki      2 stig
2 rúgkökur með osti og smjöri  8 stig
Kjúklingur með soðnu grænmeti   12 stig

22 rúgbrauð með osti 4

02 banani 2 stig

um 32 stig – sem er bara dásemdin ein!

Nammibindindi heldur!

Það er sigur!

Ég var í mikilli líkamsrækt með Herdísi í fyrradag, en ég hef ekki farið í sund – en á morgun!

Mataræði gengur mun betur en undanfarin ár. Það er sigur líka!

Og þá er að koma skikki á heimilishaldið

Já og Palli minn er kominn heim!

Dagurinn í dag

Í dag kláraði ég stundaskrárnar fyrir næsta vetur – það er hreinlega frábært!  – Á morgun raða ég niður tímum svo allt sé löglega talið út ;).

Í morgun fór ég í sund – og mér þótti það gott! Á morgun stefni ég á að fara aftur í sund. 

Í dag borðaði ég engan morgunmat – en fékk mér sandkökusneið í hádegismat. – 5 stig

Á morgun fæ ég mér morgunmat – geri það reyndar alltaf – en það var svo mikið fólk að tala við í dag að ég náði því ekki!

2 herbalife stykki í kaffinu og ost og spægipylsu í kvöldmat ásamt köldum pylsum. – 3 stig

Ætli kvöldmaturinn hafi ekki verið um 30 stig….

Ansi mikið svona fyrir svefninn!

En það er ekki eins og ég hafi haldið að allt væri eins og það ætti að vera!

En engu að síður er dagurinn innan marka – 38 stig – ætti að vera 32 stig miðað við að léttast – en fullur dagur er 46 stig – svo ég hafði að hluta til sigur í dag!

Og maginn er miklu betri!

Hné um hné

Þetta er skóbúnaðurinn sem lýsir verkefninu best – klúðurslegt í meira lagi

Ég tók góða vinnutörn í dag – frá 12:00 tiil 21:00
Hitti margt fólk og vann í stundaskrám. Gott mál

Ég er algjörlega búin að gefast upp á mér – og mínum hnjám.

Kannski er það magakveisan – eða andlegt atgervi – nema hvort tveggja sé. Ég ræð ekkert við mig!

Hnén eru ónýt – og ég finn til í þeim – jafnt í vöku sem draumi.

Aðgerðin hljómar æ betur. Nú er bara að fara til læknis og gera eitthvað í málinu og skipuleggja veturinn –
en mikið vildi ég að ég hefði mig í sund!

En – góðu fréttirnar eru þær að ég borða ekki nammi!

Áfram!

Skúlaskeið – þeir eltu hann á átta hófum hreinum….

Ég er á flótta.

Næ ekki að snúa vörn – í sókn – eða hreinlega standa upp!

En nú er sumar. Ég er á Þórshöfn – ég skal gera þetta nú í sumar.

Svo verð ég einfaldlega að fara í aðgerðina…. Það er bara þannig….

gigt að drepa mig
Gríðarleg þyngdaraukning..

En ég á dásamlega Herdísi – og Eiríkur Ingi og Inga Bergdís eru dásamlegust.

Áfram

Barningur

Jæja nú ætla ég að reyna að blogga! Ég verð að gefa mér stund – og hugsa. Öðruvísi kemst ég ekki af stað.

Nú er ein nammilaus vika að baki. Flott!
Næsta vika  – minnka smjör, reyndar var afar lítið borðað af smjöri í liðinni viku svo aðlögun er hafin.

Ég fæ mér herbalife með ávöxtum í morgunmat og hádegismat, en þarf að setja inn síðdegis hressingu. Líklega hrökkbröð, ostur og ávöxtur. Svo er það kvöldmatur og snemma í bólið.

Ég er búin að vera mjööööög kvefuð nú í 17 daga – en held ég sé að losna við þetta og stefni á sund í næstu viku.

Það er bara ein leið – upp.

Palli er með himinháan blóðþrýsting og í afar slæmu formi.

Þessa helgi höfum við nýtt til að hvíla okkur.

Það hefur greinilega ekki veitt af!

Ganga!

Já það telst til tíðinda!

Í gær gekk ég sömu leið og í vor upp með Fossá með Palla, Bjarti og Herdísi. Ég var frekar illa klædd svo ég fann fyrir kuldanum í gigtinni, en ég var með stafina og ég komst þetta – fór meira að segja í búðina á eftir ;).

Ég var hins vegar að drepast í gærkveldi – en þess ber að geta að ég hef ekki etið gigtarlyf í hálfan mánuð rúmlega – og ég át ekkert íbufen í gær og fyrradag – né í dag. Í dag er ég aum en nokkuð góð.

Stefni á að fara að labba meira hér innan bæjar enda er færið í augnablikinu dásamlegt! Alauð jörð.

Mig vantar helst flísbuxur til að bregða yfir fæturnar á mér!

En það er verk að vinna!

Og já – jólaskrautið fór í kassa – úr skápnum og inn í geymslu!

Já stórir hlutir að gerast.

Gardínan á uppleið…

Vona ég 😉

Búin að vera heim í tvo daga – svoldið veik, svoldið að vinna, svoldið að þetta og svoldið að hitt – aðallega þó vinna – eittt og annað – en eiginlega ekki neitt – Því ég er jú svoldið lasin!

En engu að síður fylgir þessum dögum hvíldin – sem fær mann til að greina hugsanir sínar betur – þá er e.t.v von til að eitthvað komi út úr því.

Ég er búin að panta tíma hjá Baldri – verð kannski fyrir sunnan í dálítinn tíma – það er best að nýta hann vel til heilsubótar – t.d. sund á hverjum degi og sjúkraþjálfun og eitt ömmubarn ætti nú að geta gert ýmislegt fyrir mann!