Sund og sæludvöl

Héðan er allt gott að frétta! Það er svoleiðis prógrammið að það er ekki nema fyrir allra hraustasta fólk að komast yfir þetta allt saman.

Í síðustu viku var hægra hnéð alveg að drepa mig! – Áður voru bæði hnén að stríða mér en hið hægra er allt a hressast við sundferir, salinn og fleira!

Nú í lok annarrar viku fer ég gangana umhugsunarlaust – allt að því – drösla stafnum með mér þegar mikið liggur við.

Við palli erum búin að missa 10 kíló eða jafnvel 11 samanlagt og eflumst með hverjum deginum.

Nú er ég að bruna í heita leirbakstra sem er nú eitt hið mesta æði sem ég hef  komist í um dagana!

Sem sagt – dásemdin ein nema hvað bakið á mér er a stría mér um þessar mundir  – en það rjátlast nú alltaf af mér þegar fram líður.

Og bráðum byrjar þriðja vikan og þá flýgur nú restin hratt!

Hveragerðisdvöl hin síðari -eða númer 2

Nú erum við hjónin komin í Hveragerði og mikið er það dásamlegt.
Í fyrsta lagi er það mjög gott að vera hér – en ekki síður að Palli sé hér með og taki á sínum málum, fái fræðslu og tækifæri til þess að hefja sína lífstílsbreytingu. Við erum sterkari saman!

Við komum seint þann 6. janúar en náðum þó að fara í pottinn og synda smávegis í inni lauginn – úti laugin var of köld – amk  fyrir mig, Palli lét sig hafa það. Þeir eða þau eiga í einhverju brasi með að ná upp í henni hita og það hefur verið ógnarrok hér síðan við komum – hægari í dag þó!

Á fimmtudag voru það síðan viðtöl og den slags – gengum mikið og eitthvað hreyfðum við okkur! Í gær byrjaði svo fjörið.

Við fórum í góða sundleikfimi, ég í sjúkraþjálfun og Páll í göngu sem gekk nærri af honum dauðum en hann ætlar nú samt aftur í gönguhóp 2 ;). Ég hjólaði smá bæði í gær og fyrradag – svona um 5 mínútur og fannst það koma vel út – og svo eru það blessaðir gangarnir – meira brasið að ferðast þá alltaf til og frá!

Í dag fórum við svo í salinn – tók tvær umferðir á hverju tæki, hjólaði í 8 mínútur á random og svo synti ég 450 metra í inni lauginni  því sú sem  er úti er alltof köld enn þá – svoldið svekkelsi satt að segja.

Ásta Björk og Halli fóru með okkur í sund en þau höfðu verið á fótboltamóti með Önnu Katrínu – bara dásamlegt!

Mér tókst að þyngjast um  7 kg frá 10.12 til 06,01  – sem var þvílíkt kjaftshögg. Ég sem hafði haldið mér í allt haust! Sýnir hvar andlega atgervið kikkar inn – eða skortur á því!! En góðu fréttirnar eru þær að 2,3 eru farin nú þegar og fleiri skulu fara hratt! Þau sem koma hratt skulu sko fá fyrir ferðina!
Palli hefur  misst heldur meira!

Palli er bara ljúfur og staðráðinn í því að láta þetta ganga vel og nýta til betri heilsu – og það er gott að vera með honum.

Södd, sæl og sátt

Fór í bylgjur í morgun. Fór í 12 mín á ógeðstækið, hjólaði í 5 og lyfti eins og víkingur. Brunaði á milli staða eins og hjólaskauti. Borðaði fisk og fékk andlega næringu um leið. Ætla nú að hvíla mig svolítið. Er aum í hnénu hinu vinstra. Kannski koma gestir í dag!

Mánudagur til mæðu – eða dýrlegrar hvíldar?

Eins dugleg og ég var á föstudaginn þá verður hið sama ekki sagt um daginn í dag! Ég hef verið eins og skotin gæs!  Með höglum en ekki ástarörvum í hjartað!

Ég tók mér ekki hvíldardag um helgina og það bitnaði á mér í dag – fyrir utan að líklega er ég hreinlega máttfarin af meltingatruflunum sem hafa staðið síðan á föstudagsmorgun og ekki orðið lát á fyrr en í dag! Hvað það var sem olli þessum ósköpum veit ég ekki – bláber, laugardagsdekurmáltíðin eða grænmetiá grænmeti ofan – niðurstaðan er amk sú að meltingin gekk hratt og vel!

Sem sagt – dagskráin mín í dag sem var svo frábær fór öll fyrir ofan garð og neðan og ég var ekki tilbúin í vikuna – vonandi verð ég tilbúin í hana á morgun, og ég verð bara að lengja tilstandið og vera dugleg á laugardaginn líka – hvíla svo á sunnudaginn. Það er algjört möst.

Ég er búin að vera hér í þrjár vikur og þetta er allt að koma – en ég er ekki mannblendnari en ég var – ónei. Gerði heiðarlega tilraun til þess að fara fram og horfa á ruv í síðustu viku en gat ekki alveg tekist á við geðvonskuna í sumum, ef eitthvað heyrðist í fólki – svo ég held ég láti það vera, er ekki alveg komin í mannblendisgírinn. Hef varann á mér gagnvart fólki!  Nenni eiginlega ekki að lenda í einhverri togstreytu í augnablikinu. Enda uni ég mér ágætlega.

Ragnheiður og Eiríkur Ingi eru dugleg að hugsa um mig, koma með vatn og ávexti, og í dag koma þau með ómissandi Treo – það er svo gott í líkamsræktinni :D.

Ætli ég fái mér ekki kort hjá Rut á Borg – í ræktinni ef ég hef bíl til að koma mér þaðan og þangað. Það væri nú eitthvað. Amk er allt upp í loft á Selfossi – veit ekki alveg hvenær nýja aðstaðan þar á að verða tilbúin. Nú eða í Mætti…

Næsta markmið mitt er að prófa alvöru hjól….

Og vera tilbúin í morgundaginn!

Föstudagur oh yeah

Tæplega 9 – Gengið í vatni, vatnsleikfimi, og smá baksund
10 – fræðsla um hrygginn – ægilega  merkilegt!
11 – nudd – púha -Beata finnur mikinn mun
11:30 vigtun – ah léttist þó!

12 – lax og grænmeti og meira grænmeti því mér finnst lax hreint ekki góður!
15 – ræktin í 90 mínútur
17 – sund – ja sko ganga í lauginn og svo potturinn og smá sólbað
18 – brjáluð úr hungri og örmagna!

Það er bara þannig! 😉

Góður dagur, aum hné. Hvíld verður kærkomin því auk þessa alls eru það gangarnir, gangarnir og gangarnir! 

Bognar en brotnar eigi

…vona ég!

Líður samt eins og ég muni brotna sundur innan tíðar. Þetta rúm hér er að drepa mig! Búin að fá aðra dýnu, búin að fá eggjabakkadýnu og ég veit ekki hvað – en nei – svoooo illt í bakinu.

Svaf 2 nætur í mínu gamla rúmi á Selfossi  – og þar fann ég ekki fyrir neinu – ég þarf að tala við aumingja hjúkkurnar – ekki veit ég hvað þær geta gert í þessu. En ef ekki finnst lausn verð ég að sofa annars staðar! Púff

Í dag var það sundleikfimi, fyrirlestur um liði, nudd, sjúkraþjálfun og teygjur!

Grænmetispizza og enn hendi ég helmingnum að f því sem ég set á diskinn sem þýðir að maginn á mér tekur ekki við því sem hann gerði hér í upphafi.

Og nuddarinn sagði mig alla vera að mýkjast og ég finn það líka en nei – þá er það bakið.

Gamla góða stökkið í Vaðnesi ætlar að halda mér við efnið!

En þá er að lesa smá í Svartfugli – Scheving sýslumaður fer á kostum á þeim síðum sem ég fletti um þessar mundir á meðan Eyjólfur séra verður enn ráðvilltari en fyrr og Jón prófastur er svo gott sem farinn yfir um. Sakborningarnir – um þá vitum við minna.

Mikill er aminn í amstursleysinu!

Slæmur dagur í dag, verkjalega séð. Afar góður samt svefnlega séð!
Svaf mikið og mun sofna innan tíðar!

Þegar ég verð búin að pakka niður sundóti og öðru því sem ég þarf að hafa í mínu farteski frá 9 – 12 á morgun.

Á morgun er vatnsleikfimi, fyrirlestur um liði líkamans og svo sjúkranudd og bakstrar.

Eftir hádegi er ekkert nema vatnsþrekið rúmlega 1.
Það þýðir að farangurinn verður með minnsta móti bara sundbolur fyrir hádegi og svona það helsta sem fylgir því að þvo sér og þurrka. En eftir hádegið tek ég allt heila klabbið með mér í sund.

Ekki er útlit að það rúmist að fara í salinn á morgun, en mikið langar mig það nú samt!

En annars er það bara þrjú skipti frá og með fimmtudegi til sunnudags. Ætti að ná því vel, því salurinn gerir mér ekkert nema gott. Fæ svona ægilega fínt adrenalín út úr því einhvern veginn ;).

Fer svo ekki að koma sól svo hægt sé að fara í smá sólbað í lok dags og brosa á móti henni?

Ég er ekki nærri nógu dugleg að blogga! Eins og mér finnst það mikilvægt!

Ég er nú búin að vera í 2 vikur á Hveragerði, þar af hef ég farið í eina tvöfalda sextugsafmælisveislu, eina útskriftarveislu og verið ,,strandaglópur“ á Selfossi í 2 daga! Svo hef ég sofið svona helmingi meira en ég hélt að væri mögulegt!

Á fimmtudaginn var hafði ég misst sem nemur þessum smjörlíkisstykkjum og ekki er það allt vatn því ég hef svolítinn bjúg. Ég er nú að einbeita mér að því að vera þakklát og auðmjúk! Það er ekki eins og þetta gerist í hverri viku!

Ég fékk mjög í bakið á miðvikudaginn var en er nú öll að verða góð en það sem er nú eiginlega verra að ég hef ekkert hreyft mig síðan á fimmtudag – ja nema ýmsar göngur! Og í gær hreyfði ég mig mjög mikið – brenndi amk 1000 hitaeiningum – hið minnsta, en á móti kemur að mataræðið var ekki eins gott og í Hveragerði!

Að öllu þesu sögðu er ég líka aðæfa mig í að vera ánægð með mig! Ekki alltaf að lemja á mér – mér finnst eins og ekkert sé nógu gott – nokkurn tímann! Það er ekki nokkur leið að lifa lífinu svei mér þá!

Mataræðið á hælinu er hreinlega frábært – mér verður ekki illt í maganum og ég verð heldur ekki svöng – ekki nokkurn tímann! Held reyndar að það sé líka andlegt – ekkiborðaneittstaður!

Hugurinn er sem sagt að byrja að snúast – ég er búin að lesa eina bók, er að lesa Svartfugl núna og alveg að missa mig í Farmville sem er líklega það næsta sem ég þarf að hætta ;).

Gangarnir eru ekki nærri eins mikið mál og áður – og það þó bakið sé að drepa mig.

Og mér finnst svakalega gaman að lyfta – og tækin í Hveragerði eru hreinlega stórkostlega góð – og ég hugsa að það sé ekki langt í að ég fari út að hjóla!

Já hugsið ykkur það!