That’s it

Þar sem át mitt takmarkast einungis af þeim tíma sem ég hef til að eta hef ég ákveðið að grípa til þessa ráðs. Geri þetta vikuna áður en ég fer á Reykjalund… Kaupi bókina á morgun eftir prófið oh yeah!

híhí

Sjö daga safakúrinn

Langar þig til að passa í uppáhaldskjólinn þinn, líta vel út á baðströndinni eða breyta lífsstíl og líkamsvexti? Byrjaðu þá á því að léttast um þrjú kíló á einni viku. Engar erfiðar æfingar eða flóknar uppskriftir. Drekktu safa og kílóin hverfa!

Sjö daga safakúrinn er ótrúleg bók sem gerir ítarlega grein fyrir því hvernig þú getur misst kíló með því að drekka bragðgóðan og næringarríkan safa í eina viku. En það er einnig farið yfir vísindin á bak við kúrinn, ýmsar góðar æfingar sem er gott að iðka ítrekað, undirbúningsatriði sem er gott að hafa í huga áður en kúrinn hefst og gagnleg ráð um hvernig er gott að fylgja kúrnum eftir með fjölbreyttu mataræði og hreyfingu.

  • Hollur og hraðvirkur kúr sem losar líkamann við eiturefni og aukakíló.
  • 42 uppskriftir að ljúffengum og heilsusamlegum safadrykkjum.
  • Greinargóðar upplýsingar um kúrinn og áhrif hans, hvatningarorð, hugmyndir að heilsusamlegu snarli og léttar líkamsæfingar.
  • Bættu útlitið og auktu vellíðanina – á aðeins sjö dögum.

Höfundurinn Amanda Cross hefur meðal annars starfað sem sjónvarpskynnir, skrifað greinar um heilsu og útlit í blöð og tímarit og sent frá sér nokkrar bækur um heilsu og hollt mataræði.

Próflestur

Jæja þá er ég alveg að verða búin að telja mér trú um að ég þurfi ekkert að læra fyrir prófið. Ég er nú búin að lesa bókina – sem þykir nú gott.

Prófið er nú ekki nema 40% af áfanganum, verkefnin eru 15 og 25% (seinna verkefnið hjá mér er líklega svona 100 sinnum meiri vinna en prófið en skítt með það…). Vinnuframlag og svoleiðis 20% ég held ég nái því nú alveg.

Nú svo eru krossaspurningarnar 40% af prófinu – ja amk ekki meira og þær eru nú erfiðastar því ég er mjög leiðinleg í þeim en ég hlýt að vita eitthvað af þeim og svo get ég þá gruflað mig í gegnum gögnin sem má hafa með í seinni hlutanum.

Ég þarf aðeins að skerpa á þessum hugtökum í kringum samræmdu prófin heitin á þeim og svona en annars er ég bara að verða góð :-).

Er þetta ekki sannfærandi hjá mér? Maður má nú ekki slíta sér út við þetta kvefaður eins og maður er og svona.

sigh

Inga að lesa

um réttmæti og áreiðanleiki. Réttmæti er það sem við viljum helst fá út úr prófunum okkar – þau sýni hvað af því sem kennt hefur verið, nemandi hefur lært. Áreiðanleiki er afar æskilegur einnig – þ.e. stendur það fyrir sínu þó það sé tekið af öðrum hóp? Síðar? Við aðrar aðstæður?

Vigt getur t.d. verið óréttmæt því hún sýnir alltaf of lítið – en hún sýnir alltaf 1,5 kg of lítið þannig að áreiðanleiki hennar er ágætur. Ef við hins vegar vitum að áreiðanleikinn er ágætur getum við nýtt okkur vigtina en verðum að vera meðvituð um að réttmæti hennar er lítið eða takmarkað.

Við viljum að sjálfsögðu að prófin okkar séu að prófa það sem þau eiga að prófa. Áreiðanleiki snýr að tölfræði – stöðugleika niðurstaðnanna. Réttmæið snýr hins vegar að því hvort prófið sýni það sem það á að sýna.

Nú þetta er sem sagt samantekt um þetta. Ég er nefnilega að lesa og reyna að læra það um leið. Sumt af þessu kann maður svo ágætlega en hugtökin eru svoldið á flökti – svona eins og hægri og vinstri – þarf gjarnan að hugsa um það t.d. að ég á að stíga fram í hægri og hreyfa mig til með þeirri vinstri í blakinu – og óó hvor er nú hvað 😉

Nú annað atriði úr þessum köflum sem ég hef verið að lesa eru tegundir prófa.

Annars vegar eru próf sem eru objective – hlutlæg – spurningar sem gefa ekkert svigrúm heldur svörin eru einungis rétt eða röng dæmi um slíkt eru krossspurningar, pörun, eyðufyllingar og slíkt. Þessar spurningar kanna kunnáttu.

Síðan eru hin performance – þar sem opna er fyrir að nemandi geti beitt þekkingu sinni, lagt mat á skilning, greiningu og dregið ályktanir og lagt mat á það sem þeir þekkja. – Ekki þarf þó allt þetta að vera undir en þykir æskilegt.

Prófin geta því verið hlutlæg og yfir það að vera huglæg.

Þessi atriði snúa mikið að prófum og ekki erum við nú öll sammála um þau – en óumdeilanlegt er nú að þau sýni eitt og annað sem gaman er að vita – og einhvern veginn verðum við að hafa traustan grunn á leiðsangarmatinu okkar því niðurstaða úr prófi þarf ekki endilega að vera einkunn.

En það er svo allt önnur Ella 🙂 Þetta var sem sagt yfirlit yfir kafla 4 – 5 og jafnvel sex – frekar leiðinlegir kaflar því mér leiðist svona nákvæmnistal :-). En verður að vera með og það sem ég þarf að læra hve best fyrir prófið. Nú er að fara að líta á glósurnar með þessum köflum og sjá hvort ég sé að hitta á þetta. Hrista af sér kvefið, aumingjaskapinn, þörfina að vera ALLTAF að éta þegar ég er að læra og haga mér eins og eitthvað annað en vælukjói.

Hugsa svo jafnvel svolítið um Þingeyri…

Ingveldur kolaofn

Ég brenndi svo miklu á blakæfingu í gær – þar sem við fengum vanan blakara til að fara yfir hlutina með okkur – að engu er logið um að ég hafi verið eins og kolaofn.

Íslandsmet féll ég er viss um það – en púlsinn var í það hæsta það verður að viðurkennast. Á sem sagt svoldið í land 🙂

Þar sem ég þarf að léttast um 3 kg

fyrir morgundaginn – þá fannst mér rétt að eta svona eins og 24 stig af frönskum í dag eða þaðan af meira….

Ég var sko að monta mig í síðustu viku af því hvað ég væri á beinni braut við minn ekki alltof ánægða sjúkraþjálfara – hann sagðist sjá mig á þeirri sömu braut 5. maí og þá ætlaði ég nú að vera búin að rétta mig af eftir hina sérkennilegu þyngdaraukningu sem átti sér stað á 2 sólarhringum fyrir páska og hefur haldist síðan…

þá er einmitt fínt að fá sér svoldið mikið af frönskum – já einmitt.

En sem refsingu fór ég að hjóla í geðveikt miklu roki – synti hratt og synti mikið 🙂 og hjólaði svo pínu ponsu meira…2400 kal sem eru 48 stig þannig að vonandi hef ég náð einhverju af þessu af mér – er svo ekki alltaf til eitthvað sem heitir laxerolía..

Og ef mér bregður ekki minni þá er tannlæknir í fyrramálið sjúkraþjálfari eftir háddegið

Er samt að hugsa um að afpanta þann tíma – ég hef eiginlega ekki tíma til þess út af einhverju námsmati og könnunum sem ég er að senda heim og taka í skólanum…. jamm…

vigtin ó vigtin og svo þyrfti ég nú að fá smá herðanudd – var að drepast í morgun þegar ég vaknaði…

æ mig auma… Þvílík vinna að vera ég

En samt… markmiðið mitt stendur 129,9 í lok maí – til vara í byrjun júlí… átti að vera í lok apríl afþví allt gekk svo vel – alveg þangað til ég hviss bang búmm bætti þessum kg á mig over night – og ég er ekki að kidda ykkur sko…

En ég ætla að læra mikið og mikið í vikunni og um næstu helgi… Ég er ekki á svo slæmu róli í náminu sko…

Jáhá

Nú er að byrja Ingveldur á verkefninu. Það þarf bara að svara þessum spurningum:
Á ég að byrja á fræðilegu tengingunni?

Á ég að byrja á bæklingnum um námsmat í Ljósuborg?

Það væri auðveldast…

Tína svo til rökin og skrifa svo greinargerð…

Já er það ekki bara….

Sunnudagur til sóknar

Jæja þá er ég búin að afgreiða að vera þreytt og löt og vonandi dugar sú törn mér nú þegar klukkan er að verða 10. Það veitir nefnilega ekki af að blása til sóknar og skella sér í að læra. Spurningin er bara hvort ég ætti að lesa í bókinni – á ansi marga kafla eftir þar – prófið er 12. maí. Annars lítur þetta aðeins betur úr – fermingastúlkuhittingurinn sem átti að vera helgina 10. hefur verið færður sem betur fer og þá get ég nýtt þá helgi til náms. En allt tekur þetta tíma… Verkefnið er nokuð viðamikið og það að finna heimildir og slíkt tekur alltaf meiri tíma – svo ekki sé nú minnst á þetta blessaða apa kerfi sem ætlar mig alveg lifandi að drepa – meira hvað mér leiðist svona heimildaskráning – er líka ótrúlega eitthvað lítið fyrir svoleiðis en ekki gengur nú að hugsa svoleiðis núna. Það þarf að kíla á þetta og haga sér eins og manneskja.

Ég hef nú ekki hugsað um margt annað en námsmat og einhverja réttlætingu á því hvers vegna mér finnst það sem mér finnst um það í ansi mörg ár svo nú er bara að koma því á blað.

Ég er búin að útbúa spurningalistana fyrir verkefnið og outcome sér um að taka saman niðurstöðurnar úr því – sparar mikla vinnu en gefur miklar upplýsingar sem hægt er að líta til þegar næstu skref verða tekin.

Já já þetta er ljómandi skemmtilegt.

Vandinn er kannski sá að losa sig við eins og 2 kg fyrir þriðjudag sérstaklega afþví ég borðaði 15 karamellur í gær…. það eru um 12 stig….

Sigh…

Stundum verð ég aðeins uppgefin á sjálfri mér.

Það er eitthvað óyndi í mér

…eins og mamma sagði stundum. Var ónýt í gær og lá í bælinum mestan partinn með hausverk, linnku og vesöld…

Enn er ég á svipuðum stað nema vesöldin er minni. Svo það stendur bara eftir svona óyndi ;-).

Ég er byrjuð að læra – þ.e. komin í tölvuna. Buín að skoða síður um Canon prentara, blak og fésið.

Horfa aðeins til hliðar á kennslubókina með 10 köflunum sem ég á eftir að lesa…

Huga að spurningunum sem ég ætla að semja fyrir nemendur og foreldra um námsmat

En ég á alveg eftir að fara á FARM Town þannig að það er svoldið í að ég læri alveg strax…

Þarf svo að fara í búð og versla, láta laga hjólið mitt – kaupa nýtt dekk og bremsur. Ná í meira pencilín í apótekið og ég veit ekki hvað og hvað…

ÉG fór ekki með blöðin í morgun og í gær gat ég bara keyrt bílinn en ekki hreyft mig – er með verki dauðans neðst í sköflungnum – gaman að því.

En ég held sannanlega að ég sé ekki eins ónýt og í gær og stefni á að læra mikið og vera gáfuleg svona einu sinni.

En mig langar svoldið í svona Canon prentara… og kunna blak…. og eiga búgarð í FARM town…

Jamm margt að sýsla

Á réttri leið

ég paufast niður á vigtinni og er vonandi að ná fyrri þyngd og stefni því ótrauð á 129,9 í lok maí – ég hef hins vegar etið nammi og popp nú í morgun en það var svona aðeins í hófi en of mikið náttúrulega samt. ER hálf illt af því auj sen fauj sen.

Ég fór í blak í gær – gat ekkert. Get ekkert og kann ekkert í blaki en það sem verra er ég er svoleiðis að drepast fremst og neðst í sköflungunum og ristinni að ég get ekki gengið – seríously. Held það sé vegna þess að ég fór í víxlböð á miðvikudaginn í hveragerði og verð að fara aftur annars gera þau bara illt verra. Þessi beinhimnubólga er ekkert lamb að leika sér við úff púff. SVoldið spæld – aðallega líka yfir því hvað ég kann lítið í blaki og að ég sé ekki 100 kíló – þá gæti ég áreiðanlega hreyft mig meira…. á eftir boltanum.

En hættum öllu væli – klifrum upp á beinu brautina og förum að læra nú er helgin sem ég geri verkefnið 🙂

Oh yeah

Stórsigur

Fór til tannlæknis í dag! Það er held ég alveg fullreynt að það virkar ekki að fara ekki með mínar tennur og tannhirðu fortíðar og nútíðar….

Það var ekki mjög slæmt og ég fer aftur í næstu viku og þá verður vonandi búið að laga það sem allra verst er farið, ohyeah.

Svo af því ég á svoldið bágt þá velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að fá mér svona óhollustu eða hinsegin óhollustu….

rámar svo í eitthvað tal um skyr og banana…

…en hljómar gríðarlega óspennandi þegar maður á svona bágt.

En skyr og banani it is – því ég held ég sé heldur ekki fær um mikið flóknara fæði en mauk…

Ingveldur þú heldur þig við beinu brautina góan 😉

Fór á hjólinu í morgun í miklu roki og rirningu 1300 hitaeiningar þar – ekki slæmt! Dj… góð á hjólinu.

Og nú er bara að ákveða daginn til að hjóla uppeftir í vinnuna einhvern morguninn.