Mikill vill meira

Jæja þá eru þrjár vikur liðnar af upprisu númer 2 #ingaupprisa2.

Ég er nokkuð sátt – afhverju í fjandanum ég get ekki verið himinlifandi skil ég ekki nægar eru ástæðurnar.

+ 2,5 kg farin

+ úthald við dagleg störf aukist

+ svefn lagast

+ styrkur hefur mikið aukist

+ geðið er betra

En nei þá er þetta ekki nógu hröð létting – ég hefði svo sannarlega getað gert betur – og það er rétt. Ég hefði það. Ég hefði getað borðað skynsamlegar á kvöldin x3 síðustu viku. Og síðustu daga hefur brauð verið að kikka inn sem er nó nó.

En í fúlustu alvöru – ætla ég að einbeita mér að því að vera glöð með mig, þetta og lífið. Því allt er þetta gott.

Föstudagar eru uppáhalds

Í dag var dásamlegur dagur hreyfingalegur. Fór 3 hringi í salnum og hjólaði í 12 mín.

Synti svo km á innan við 40 mín sem er gott á minn mælikvarða. Og mér líður frábærlega á eftir. Bara frábærlega.

Hitti margt skemmtilegt fólk sem er ægilega ánægt með að ég sé komin suður – ég fæ alls konar viðbrögð og hrós í íþróttaferðum mínum sem er hvetjandi og dásamlegt.

En….

Mataræðið mætti ganga betur – og ætti að ganga betur.

Markmiðið þar er að fækka þeim máltíðum sem etnar eru í snatri vegna tímaleysis – ruslfæði og eða brauð. Elda meira, fá sér Heralife – með ávöxtum, þá gengur þetta enn þá betur.

Borða minna, hreyfast meira og sofa betur. – Og drekka meira vatn!

Þetta eru svona helstu viðfangsefnin.

Hugur minn er annars við hroðaleg atburði gærdagsins í Nice – skelfing hve maðurinn getur verið vondur.

Australia Bastille Day Vigil
A woman places a candle during a vigil to honor victims of the Bastille Day tragedy in Nice, France, in Sydney, Australia, Friday, July 15, 2016. World leaders are expressing dismay, sadness and solidarity with France over the attack carried out by a man who drove truck into crowds of people celebrating France’s national day in Nice. (AP Photo/Rob Griffith)

Kítl í vöðvum

gulmaðraÞað er eins og blóðið sé að ryðja sér leið – eða svona kannski frekar seitla um vöðvana – . Þeir eru farnir að vinna á ný – og verkir ekki svo ferlegir. Bakið aðeins að stríða mér annars bara góð – ónýt hné er ekkert nýtt.

Best að labba sem minnst og léttast sem hraðast.

Allt á réttri leið.

Hreyfing í dag var 1200 m sund í gær var gengið upp að bústaðnum  – með Eiríki Inga, Skottu og Ragnheiði. Ekki amalegur félagsskapur það.

Í kvöld er svo nammidagur – og hana nú ekki orð um það meir!

Á morgun er það ræktin. Og einhverjar heimsóknir.