Góður sunnudagur

Mikið sem ég kann að meta helgar.  Helgar eru yndislegar.  Líka þegar maður lærir og lærir og lærir og lærir út í eitt.  Það er svo gott að hafa tímann til þess.  Þessa helgina er ég að gera ritdóm – nokkuð sem ég átti að vera búin að gera fyrir margt löngu, en vegna þess hve heilinn á mér er takmarkaður get ég ekki hugsað um nema eitt viðfangsefni í einu.  Ég gæti ekki fjallað um lýðræði og réttlæti og skólakerfið okkar íslenska með félagsfræðilegu ívafi um leið og ég læsi miðaldasögu Íslands og íhugaði gátlista um gæði þess námsefnis….  Bara get það ekki.
Það er enn einhver kvefskítur í mér.  Eyrnabólga jafnvel…  Hálsbólga klárlega.  Ég tók því upp á því að eta parabolistöflur sem mér áskotnuðust eftir leiðum sem ég kæri mig ekki um að fara út í hér ;-).  Ég hafði heyrt að maður gæti etið nokkrar slíkar á 60 ´- 90 mín millibili og yrði þá sem nýr – ég gerði þetta í gær og viti  menn eftir 3 töflur fann ég ekki fyrir kvefeinkennum – en í morgun vissi ég svolítið af þeim svo nú er ég farin að eta aftur – reyndar er ég verri að morgni en seinnipart – nema á fimmtudaginn þegar ég var heim þá var ég bara lasin allan daginn…   En það er nú svo sem ekki til neins að skrifa um þetta – nema þá kannski til þess að muna að maður drepst ekki þó maður finni svolítið til ;-).
Annars er ég ekkert svo hrifin af þessari bók… þó hún líti vel út – Sögueyjan… í sjálfu sér gott að vera búin að fá námsefni á miðstig og unglingastig um íslenska sögu en samt…  eitthvað sem truflar mig.  Skoða það betur í dag.  Um að gera að líta hlutlaust á málin og taka ekki allt svona óskaplega persónulega ekki heldur bók um Íslandssögu ;-).
Þetta hefur annars verið arfaslök vika í hreyfingu en þess meira lært – reyndar lært rosalega.  Lappirnar á mér eftir því – þær vilja fara að komast í smá erfiði og í pottinn takk :-).  Ég læt það kannski eftir þeim í dag en það er miiiiikið að gera – svo reikna ég ekki endilega með því að fara í nám eftir áramótin svo þá verður allt rólegra.  Það veltur á því hvort ég fái námsleyfið sem ég sótti um – og þó allar líkur bendi til að ég fái þa ðekki svona í fyrsta þá ætla ég ekki að gefa það frá mér.  Ef ég fæ leyfið þá verð ég að taka aðferðarfræðina eftir áramótin svo ég geti farið í mastersnámið næsta vetur.  En ef ekki þá fer ég í aðferðafræðina næsta haust og undirbý svo mastersverefnið þar á aftir.  Jamm það er svona planið en fyrst af öllu er að lifa þessa tvo áfanga af og senda inn þau verkefni sem þar eiga að lenda. 
Og hlusta svolítið á jólalög á meðan.  Híhíhí

1113 póstar er ég í lagi .-)

Og allt eitthvað bullum sull úr hvunndagnum – það er ekki eins og ég sé að breyta heiminum… Einhver sagði nú samt að maður skyldi byrja á því að breyta sjálfum sér, þá kæmi hitt svona meira af sjálfu sér ;-).


En ég er heima hálflasin – ekki alveg, kannski bara uppgefin eftir námsmat, nám og vinnu.  Ég ætla amk ekki að vera veik á morgun ónei það er alveg klárt….


Var alveg að reyna að vera ekki lasin í morgun og hef svona jafnt og þétt eftir hádegið (en ég svaf sko þangað til svona með hléum) verið að gá hvort ég sé ekki bara með skrópusýkinga en svo sé ég að ég er óttalega lasin og er þess fullviss þegar ég man eftir blakinu sem mér finnst skemmtilegast í heimi og verst af öllu að missa af…


En ég lærði heilmikið í gær og lagði lökahöndina á ýmislegt núna áðan sem var gott því ég var að geðbilast yfir þessar garnhrúgu sem var utan um mig alla, nú held ég þó bara á nokkrum lausum endum – að vísu svoldið mörgum en samt… ekki flækja…


Ég hef ekki hreyft mig mikið þessa viku – hef bara lært út í eitt einhvern veginn og já verið hálf slöpp ég hef líka borðað aðeins of mörg stig þrátt fyrir herbalife lífið mitt – ég hef svona bætt mér upp stigin í formi einhvers óþverra en það fylgir miklu álagi að maturinn er ekki í lagi – að vísu er maturinn í lagi hjá mér – bara hitt sem lendir upp í mér er það ekki ;-).


En því er nú auðvelt að breyta – geri það bara.  Þetta er endalaust limbo maður.  Veit ekki með vigtina – hún er á sunnudag – eða þriðjudag svona eftir því hvernig ég hef staðið mig ;-).  Vona það besta en reyni að geðbilast ekki – mjólkuróþolsfattið dugir náttúrulega ekki ef maður étur bara alls konar hlaup og popp og buglis við og við – það þarf að takmarka við einn dag en ekki hafa það marga daga í gangi ;-).


En ég get þá verið þakklát fyrir að það hefði farið verr fyrir mér ef ég hefði ekki aðhaldið af herbalifinu – en það gengur mjög vel á því – bara vesen með að fá sér eitthvað klukkan 15 því þegar ég kem heim um 17 eða 18 þá er ég geggjað svöng.  Þarf að hafa ávexti  niðri hjá mér í skál – því oft nenni ég ekki upp – er svo mikið að vinna í kapp við tímann. 


Já já þetta er allt að koma – amk er líðanin öll önnur og maginn ekki með nándar nærri mikið uppsteit og áður!


Svo er að koma helgi og ég skrifa eins og 1 ritdóm þá, undirbý kennsluna fyrir þá daga sem ég er í burtu í staðlotu í næstu viku, og já vinn svolítið í kenningaverkefninu en þær eru kannski orðnar svona eins og 40 stundirnar sem ég hef unnið bara í því og það er varla komið á koppinn!

Skór dagsins frá Just the Right Shoe er Galaxy – svona sirka þar sem ég er í rannsóknaraðferðum

Ingveldur mælir með :-)

Hér eru nokkur atriði sem hafa hjálpað mér síðustu vikur og mánuði jafnvel:



Það er mjög gott að uppgötva að maður er með mjólkuróþol þegar maður er með mjólkuróþol 😉 og af því tilefni fór ég á stúfana til að leita mér að fæðu sem ég þyldi og gæti neytt í vinnunni líka – og væri holl – þar með þurfti ég að eta ofan í mig eitt og annað því varan sem ég fann í gegnum Ragnheiði mína var Herbalife – sem ég hef nú lagt megnasta hatur á – amk andúð í gegnum tíðina. Shakarnir eru góðir og gott að gera tvo að morgni – drekka annan og taka hinn með í vinnuna. En snilldin er að setja banana útí og hrista vel og hræra í fína Kitchen aid blandaranum. Þá verður allt svo miklu betra og þykkara og einhvern veginn bragðbetra! Svo er það teið þeirra – ég hef nú aldrei vitað aðra eins snilld! 400 ml fyrir hádegi og 400 ml eftir hádegi og maður er bara í lagi og rúmlega það og hungurtilfnningin barasta hverfur…eða amk nart þörfin (gætu líka verið minnkandi magabólgur og engin mjólk hefði áhrif).


Sem sagt meðmæli:


Herbalife te og Shake með banana…


Kitchen aid blandara

 
Næsta mál – Forever vörur



Í vor var kynnt fyrir mér krem sem hetir Forever Heat lotion – og herra minn – með því að nudda kvölds og morgna með þessari snilld hefur beinhimnubólgu fjandinn verið til friðs og ég næ að halda henni niðri ef ég nudda mjög fast – næstum svo fast að ég fái marbletti. Ég hafði prófað allt, nudd, nálar, alls konar hitakrem og guð má vita hvað en ekkert í veröldinn hefur verið eins gott og þetta.

Látið mig vita ef þið viljið prófa – frá sama fyrirtæki er líka til msm krem sem minnkar liðverki og hefur reynst mörgum vel!

Þetta krem hér græðir allt – ég hef sko reynslu af því – sandpappírshendurnar hans Páls eru orðnar eins og á ungabarni – þurrkur eða hvað eina – það lætur undan

Og önnur snilld – Páll hefur haft járnaryk á höndunum í mörg ár og aldrei náð því af – það hafa verið keyptar all skonar verkamannasápur sem ekkert hafa haft að segja – fer þá ekki ljósið að prófa þessa sápu sem við fengum lánaða en hún er líka frá Forever og voila – hendurnar eru hreinni en sálin! Og með propolis kreminu eru hendurnar hans orðnar eins og á bankamanni – eftir viku notkun – undursamlegt!
Mikið betra að láta hann strjúka sér svona mjúkan í lofunum 🙂
Ég er farin að drekka aloe vera safann frá þeim – með eplum og trönuberjum – kaldhreinsaður og rétt eins og maður sé að sjúka aloe vera plöntuna – frábær en ég er ekki búin að taka hann nógu lengi til að geta mælt með honum – en hann lítur vel út í meira lagi.

Svo mæli ég með stafagöngu (bæklingur)
Endilega kíkið á þetta – merkilega gott og skemmtilegt. Mæli sérstaklega með Þrastarskógi sem göngusvæði! Undursamlegt

Á fullu

Jæja þá er ég að skríða í að verða búin með námsmatið – ekki nema 2 dögum of seint.  Það er enn stærðfræðin sem skilar sér seint – en það er þannig að ég ætla alltaf að gera hana svo sérlega vel og hugsa allt svo djúpt og bíð svo of lengi með allt saman.  En ég skila af mér ágætu leiðsagnar mati tel ég og heljarinnar námsmat verður í feb og svo eru nú 7. bekkingarnir að fá út úr samræmda prófinu.  Ekki að ég reikni með að það komi sérlega vel út þegar þetta er svona snemma að haustinu og börn úti að hugsa um sumarið bara.

Ég er nokkuð góð í maganum – hef ekki fengið neitt kast í nokkra daga og get borðað óþarflega mikið af óhollu enn og læt það jafnvel eftir mér- helst er það í vinnutörnum hér heima og undir svefn er ég að setja eitthvað sérkennilegt upp í mig.  En þetta er allt á réttri leið.  Og ég ætla ekki á vigtina fyrr en 15. nóv eða svo- það er alveg klárt.

Vúhú púhú súhú

Mín hefur nú ekki verið alveg ómöguleg þessa viku…. nú er áherslan á hreyfingu og ná henni upp í einhverjar hæðir sem passa fínnir frú eins og mér :-).

Nú það hefur verið Nautilíus 2x í vikunni með fínni hreyfingu, mogginn náttúrulega og svo massa blak áðan.  Gat ekkert en reyndi.

Áframhaldandi þjálfun framundan.  Vandinn er að hafa tíma fyrir námið, – vinnan hangir inni en mataræði ekki nógu gott og tiltekt ekki mikil enda ætti ekki mikið að þurfa að gera mikið af því – tvær manneskjur hér sem aldrei eru heima hvort sem er…

Ég fór í krabbameinsleit í vikunni – mjög ánægð með mig.  Fékk svínaflenslusprautu í dag og dey því vonandi ekki úr því en af því hef ég þungar áhyggjur…

Það þarf að læra vel um helgina.  Ég bara geri það þá – eins og ég á eftir að hreyfa mig. 

Ég er með mjólkuróþol held ég alveg klárlega.  Hef lagast nokkuð eftir að hafa tekið hana alla út og svo fæ ég mér shake á morgnana – það virðist ætla að koma vel út.

Bara til að minna mig á

Ef ég ætla að nota þau rök að ég hafi ekki tíma, sé of þreytt, hafi of mikið að gera – já komi því ekki við með nokkru móti að fara í hreyfingu þá get ég eins hætt að reyna það.  Því þannig verður það alltaf.  Þess vegna fór mín í ræktina í kvöld að verða átta algjörlega búin að vera – en samt voða glöð því ég er komin með tölvuna aftur – sem er afar ánægjulegt.  – En ég hef sko verið tölvulaus meira og minna í viku.

Nú en sem sagt – þetta tekur 2 tíma svona ræktarferð – með potti og öllu.  Á morgun ætla ég aftur og þá bara að hjóla og synda smávegis  – það tekur styttri tíma.  Ég ætla að virkilega að reyna að vera dugleg að læra eftir vinnu – elda og fara svo smá í salinn…..  passa bara að gaufa ekki of mikið en það er nú svoldið minn stíll.

Og svo ætla ég að muna – það er alveg sama hvað ég er þreytt, illt og illa upplögð mér líður alltaf betur eftir salarferð – það er bara hreinlega tilfellið.

Það ætla ég sem sagt að muna….

Það er komin helgi

Verkefnin eru ótalmörg og ég gæti bloggað um mjög margt 🙂
T.d. hvað ég lærði ótrúlega mikið í Félagsfræði og heimspeki menntunar – ég bara er ekki söm manneskja svei mér þá!  Og litlu minna lærði ég þó annars slags væri hjá honum Þorsteini Helgasyni.  Þar var hver snillingurinn upp af öðrum með mjög ólíka menntun og bakgrunn.  Ég var í hóp með stúlkum sem voru svona bara rétt fermdar en svo svakalega skemmtilegar og klárar og kenndu mér svo margt.  Meiri snilldin – ég veit ekki hvort ég er tilbúnari til að læra nú en áður – eða hvað en amk lærði ég ótrúlega mikið í vor á að gera verkefnið í námsmatinu – og stend sterkari fótum í ýmis konar ritgerðar og verkefnavinnu en áður.  En boy oh boy hvað verður mikið að gera næstu vikur. 

En ég skal komast í gegnum þetta.

Nú er ég farin að hugsa um að fara bara á einhver fæðubótarefni – herbalife eða eitthvað útaf maganum á mér – ég get illa verið eins og ég hef verið undanfarið.  Ég þoli klárlega ekki fleiri sjálfsvorkunnarköst ;-).

Nú svo er markmiðið mitt þessa viku að komast í líkamsrækt – það verður í algjörum forgangi – ásamt vinnunni, og námninu – en svona heimalagað séð þá þarf það að bíða…. Sem sagt Nautilíus, badminton – kannski eða í það minnsta Nautilíus.  Svo er það Blakið og ein góð stafganga í einhverjum skóginum :-).

En nú er að huga að afmælinu hans Skafta.

Rapport

Illt í maga af öllu mögulegu….
Frábær blakæfing í dag
Rosalegt að gera í staðlotum – ekki neitt venjulegt hvað ég er að læra mikið 🙂
Góð í fótum verri í baki 😉
Langar til að hætta að vera illt í maga…

Er mjög uppgefin á því satt að segja…

Góða nótt

Nú jæja fer þetta nú ekki að vísa upp á við?

Sko þessi vika er ekki alvond.
Og sú síðasta ekki heldur – ég fékk bikar frá Polla þá og allt – svo þá er hreyfingin í lagi.

Í þessari viku er hún enn betri:  Mánudagur – læra rosa mikið, þriðjudagur læra enn þá meira og fór í fyrsta sinn í Nautilíus og fór bara á hjólið og stigvélina í 20 mínútur en glímdi samt við stigann og allt og svona – gott að fara í fyrsta sinn og það allt saman.  Líka því það var ógó mikið að gera þennan dag!  Og ég alveg að missa tökin á öllu í hreyfingunni.

Miðvikudagur held ég að ég hafi nú ekki gert neitt….  nema bara hvílt mig…
Fimmtudag var alveg massív vinna og svo frábær blakæfing (er nefnilega farin að geta hlaupið í átt að boltanum þó ég nái honum ekki….), föstudagur alveg svakalega mikil vinna, laugardagur stigvél dauðans og svo synti ég smá.  Flott æfing, sunnudagur massa ganga með stafi í Þrastarskógi – svo ég er bara góð sko!

1/8 af matnum samt ekki farinn út – hann fer út í næstu viku vonandi.  Þá er námslota í bænum og nám og nám og nám.  Og hreyfing náttúrulega.

Jamm ég er sáttari við mig þegar ég næ að fylgja hreyfingaprógramminu…

já og svo er náttúrulega mogginn alltaf á morgnana – það er nú þó alltaf það.