Garðurinn og góður dagur

Garðurinn hefur nú fengið heimsókn frá okkur hjónunum í dag – það er frískandi tilbreyting!  Hann er bara að verða þokkalegur ég segi það satt!  það verður hins vegar ekki náð í tjaldvagninn alveg strax hér rignir ösku sem aldrei fyrr – þetta er nú meira ógeðið – uss fuss.

Já og svo setti ég sjónvarpsfjarstýringuna í þvottavélina – mjög leiðinlegt verð ég að segja… sigh

Flottur dagur í mataræði í dag – nema ég fékk mér nammi og kvöldið verður ekki gott – nenni ekki að elda þessar fínar kjúklingabringur – kemur reyndar til af því að ég get hvorki gengið né staðið mér er svo illt í löppunum – hver salernisferð krefst verulegra átaka og stuna – þeas á leiðinni þangað ;-).  Svo þvældi bjartur bandinu um ökklana á mér og hljóp af stað – afskaplega marin þar undan – akkúrat fín viðbót 🙂

En ég er bara ánægð með þetta – búin að skrifa matardagbók og ég verð í 42 stigum eftir daginn eða svo – en það er grunnorkuþörfin mín svo ég fitna ekki í dag.  Rétt að vera glaður með að vera farin að skrifa dagbókina – hún skiptir mig mjög miklu máli og hjálpar mér mikið.

Upprisa

Jæja nu er dagurinn runninn upp þar sem meðvitaðar ákvarðanir verða teknar um það sem sett er ofan í minn stóra maga!  Og svo verður líka sett hreyfiáætlun í gang – skipulögð hreyfing sjáiði til 🙂  frábært orð – takk fyrir það Baldur minn!  sem vel að merkja er búinn að fá leið  á skjólstæðing sínum og finnst hann lítið hafa lært :-S  en nú er Reykjalundarmappin komin upp á borð, matardagbókin líka og ALLT að gerast.

Annars er ástandið á minni alveg ferlegt því miður – ég er alveg fótalaus finn svona sirka allst staðar til- vinstra hnénu, ristinni hægra megin og ökklum auk blessaðrar beinhimnubólgunnar sem lúrir alltaf þarna undir eða yfir.  Maginn er hins vegar fínn, hælarnir ágætir og bluesinn ekki svo slæmur.  Já og garðurinn bara góður líka!  Námsmatið gekk vel og allt í himna standi með það :-).

En ég hef unnið alltof mikið og það kemur niður á hreyfingu og mataræði, innkaupum og húshaldi – og þessi kosningabarátta hún svona kom eiginlega inn af  fullmiklum krafti – það verður nú bara að segjast.  Aðeins of mikil viðbót við allt og allt :-).

En jæja – nú ætla ég líka að vera duglegri að blogga – þá er ég á betri stað en ef ég geri það ekki.  Það verður tal um mat, æfingar og daglegt líf.  Einbeita mér að þessu einfalda – reyna að geyma það bara að bjarga heiminum þangað til í haust – :-). 

þvílík vinnuvika

..er að baki að sjaldan hefur annað eins sést og það þó sé litið til fyrri starfa Ingveldar.  Flóaskólaheimsókn á mánudag til 22 eða svo, síðan kom nú nokkuð rólegur dagur – bara komin heim um 19 ef ég man rétt, svo kom annar 22 dagur, í gær uppstigningadag fór ég í skólann og tók til í draslinu mínu – og reyndi að glíma við cleverboardið – sem er enn töluvert meira clever en ég!  Kom heim um 20 – búin að vera.  Og í dag kom Grunnskóli Borgarfjarðar í heimsókn – frábærlega skemmtilegt.  Kom heim um 20.  Jamm bara búin að skila mínu í dag, og að mogganum viðbættum þá er þetta baaaaaaaara ágætt ;-).

Ég er heilt yfir að drepast úr hitakófi, verkjum í fótum,mjöðmum, hné og ristum –  aumri hægri hendi og annarri óáran – já og magasárs bakterían er ekki dauð þannig að ég þarf líklega að kaupa annan skammt af fokdýrum lyfjum og sjá hvort hún drepist helvítið á henni – gengur bara ekki sérlega vel að ná sambandi við lækni.

Nú svo er púlsinn minn mjög lágur, mig svimar og er öll hin undarlegasta.  Þaarf endilega að komast til læknis eftir helgina – ef ég man 😉 

Annars er ég bara góð – alveg að drepast og vinnuálagið sem aldrei fyrr – hreyfingin og mataræði aftur komið í rusl og rúss eins og alltaf þegar mikið er um að vera!  Diísuss ég verð að fara að koma þessu í stand.

Eiginlega enginn púls

Eða það segir Polli amk – enda er nú eiginlega líðanin þannig – mig roksvimar og get mig eiginlega ekki hreyft nema örmagnast – úff púff.  Fór nú samt að hjóla, og svo synti ég 400 metra í dag.  Voða gott og mjaðmir ekki nema hæfilega slæmar.

Er samt ekki sammála Baldri að það sé ekkert að mér í þeim lengur 😉  Ef maður sefur ekki fyrir verkjum þá er eitthvað ekki í lagi – segi og skrifa.

Það var svo frábært veður í dag að ég ætla ekki að segja ykkur það – eða jú sem sagt er að segja það ;-).  Frábært veður í dag – frábært veður í gær og Aðalsteinn minn kom heim í dag litla grjónið og það var óumræðilega dýrmætt að borða saman góðan grillmat í kvöld.  Ljúft og gott – lífið sjálft.

En á morgun er langur dagur þannig að ég hjóla ekki í vinnuna þann daginn – en heilmikið ætla ég að hjóla næstu viku samt 🙂

Ég er sem sagt alsæl með hreyfinguna mína – vona að mataræðið dugi til að ég léttist og batni í áframhaldinu enn. 

Í mörg horn að líta

Jæja amk er Ingveldur komin til baka!  En það er ótrúlega mikið vesen samt á sumum sviðum lífs míns en ég nenni ekki að tala um þau!  Bara sum þeirra!

Ég er svaka dugleg að hreyfa mig:  Í síðustu viku var synt og hjólað um allan bæ (er hætt að nota bílinn innanbæjar nema í neyð ;-)).  SVo erum við Hilmar byrjuð að hjóla í vinnuna og skiljum bílinn eftir einhvers staðar á leiðinni og hjólum þaðan.  Mjög gaman – fyrst maður kemur upp og svo aftur upp Kerhólinn!  Ég er mjög ánægða með að komast það – það er nefnilega allnokkur brekka.

Ég fór í gær í mjaðmameðferð og ég er miklu betri en ég var fyrir 2 vikum – líklega vegna þess að ég sit ekki eins mikið og er að hreyfa mig meira – hjólið gerir mér svakalega gott!

Í morgun svaf ég og svaf og fór svo að tína rusl með Samfylkingunni – það var nú ekki leiðinlegt!

Í gærkveldi komum Björgvin og Vilborg og söguðu hér tré hægri og vinstri og garðurinn er 500 kg léttari og flottari og allt!

Þvílíkur léttur

Maí oh mæ

Aumingja Aðalsteinn minn var rotaður í nótt og vissi varla hvað hann hét – af því tilefni var hann sendur til Akureyriar í sneiðmyndatöku og allt kom gott út úr því.  Það er svo gott að vita af honum í góðum höndum, þau Anna Sigrún, Magnús og Halldóra hugsa svo dæmalaust vel um hann. 

Ég nenni engu í dag – ætlaði að fara í garðinn og synda og hjóla og ég veit ekki hvað og hvað – það að vísu stendur ekki til boða að hjóla ekki því seinni hluti MISSION INGVELDUR  er hafinn og þá er ekki í boði að hreyfa sig ekki og fara ekki eftir planinu.  Ég er því á leið að finna peysu og den slags til að bregða yfir mig í hjólatúr dagsins sem skal vera að lágmarki 20 mínútur.  Veit ekki hve mikið meira mjaðmirnar þola.  Svo langar mig nú í pottinn til að láta buna smá á aumar mjaðmir.  Svakalega aum í þeim maður og finn barasta bara til.  En á móti kemur að mér er ekki illt í maganum og það er í fyrsta sinn lengi lengi lengi – er búin að vera alveg svakalega slæm í honum síðan fyrir próf – enda stress ekki sérlega gott á magann minn og ekki var nú mataræðið alveg upp á það besta.  En nú horfir þetta allt til betri vegar – þó ég borði of mikið – of stóra skammta dag hvern um þessar myndir þá er þetta allt saman undir control :-).

En sem sagt peysan.  Set hér inn að lokum nokkuð sem Baldur sagði við mig í upphafi árs 2007 og það á alveg svakalega vel við enn í dag:

Megrunarkúrar virka sjaldnast eins og þú veist enda ertu ekkert í MEGRUN, þú ert bara að breyta um lífsstil, þ.e. breyta mataræðinu og hreyfa þig meira, passa upp á svefn og hvíld og það vill svo til að þú ert búin að léttast um 20 kg við það.

Bara sagði gæinn – og já er þetta nema eitthvað bara.  Hvað er ég enn að gera af þessu?  Passa upp á svefn og hvíld þar hefur verið mikil breyting.  Breyta mataræðinu – mikið gerst þar – þarf að halda áfram og hreyfa sig bara meira.  Það er ekki eins og ég geti þetta ekki ;-).

Inga litla dramadrottning

Jæja þá er konan búin í prófinu sínu – það hefur náttúrulega engin kona farið í próf í aðferðafræði fyrr – eða þurft að leggja annað eins á sig – náttúrulega ekki.  Hið leiðinlega er að ég held að árangurinn sé ekki í samræmi við það sem hún Inga litla lagði á sig.  Ég er búin að læra alveg djöfulmóð en ég held að ég hafi ekki náð sérstökum árangri og áreiðanlega síst betri en aðrir sem hafa áreiðanlega haft lægra um námið sitt :-).  Ég lagði líka áherslu á svolitla vitleysu  – áherslu á skilning á tölfræðinni en reyndi ekki eins við aðferðafræði megindlegra… svoldið leiðinlegt.  Og svo las ég eina spurninguna vitlaust og svaraði krossi vitlaust sem ég vissi þó svarið við ef ég hefði bara slysast til að lesa spurninguna fuss og svei!

En á morgun hefst seinni hálfleikurinn í lífsstílsbreytingunni.  Næstu 35 kíló – fyrir 49 ára aldurinn.  Það eru 9 kg á ári og ekkert múður með það.

Aðferðafræði

Jæja þá er prófið í aðferðafræðinni að nálgast – á þriðjudag nákvæmlega 😉  Ég hef skilað öllum verkefnum á réttum tíma og reynt að leggja mig fram í þeim.  Ég hef hlustað á sumt vel og lengi og minna á annað. Ég hef fjóra daga til þess að læra eiginlega fjóra og hálfan og ég ætla að læra 8 tíma á dag og upprifun að kveldi.  Og ég ætla ekki að láta eitthvað kvef stoppa mig – og það sem meira er ég ætla að byrja seinni hálfleikinn í léttingnum 1 maí – seinni 40 kílóin here you GO

Af mér og mínu

Jæja ekki hefur maður nú verið duglegur að halda sér við hér á blogginu enda lífið eftir því – ég þarf að vera með fókusinn á sjálfri mér alveg endalaust ef ég á ekki missa mig í eitthvað aðgerðarleysi.  Það að blogga er eitt af því mikilvægasta sem ég geri í því að viðhalda breyttum lífsstíl.  Nú er komið smá sjónarhorn á þetta aftur – ekki að það hafi alveg farið en meðvitund kannski ekki alveg verið í botni.

ég er farin að skrifa matardagbók og nú er ég að ljúka 1. vikunni í því ferli en það felst í því að breyta ekki neinu í stórum dráttum frá því sem verið hefur til þess að fá mynd af líferninu.  Þá kemur í ljós að oftast er ég að borða fullan hitaeiningaskammt – suma daga borða ég of mikið vegna einhverra sprengja sem ég læt eftir mér.  Þessa viku sem ég hef skrifað hef ég 1 daga borðað sælgæti, 2 daga borðað snakk og 1 dag fengið mér franskar. Af þessu leiðir að ég er að borða of mikið og alltof mikið miðað við að ætla mér að léttast.   Ég borða of mikið brauð og of lítið grænmeti – og ég drekka alltof mikið pespsi max og þar af leiðandi alltof lítið vatn. 

Nú um helgina á ég að skrifa verkefni í aðferðarfræði og læra fyrir prófið í kjölfarið á því.  Það mun ég geri og ég mun ekki borða heilsusamlegastu fæðu á meðan – það er alveg klárt. En ég mun halda sjó í hreyfingu og mataræði.  Og svo kemur bara glæsibragurinn þar á eftir – ekki spurning um það. 

Ég hef verið algjörlega ómöguleg í mjöðmum síðustu viku – ekki sofið vel og náð illa að hreyfa mig á milli staða hreinlega.  Eins hefur hnéð verið með allra versta móti. Ég hef þó gengið með moggann, verið á Hraustum konum hreyfinámsieiði og farið í blak svo þetta er nú ekki alveg dauði og djöfull.

En nú er það að læra aðferðafræði.  Eftir hana eru það svo kosningar, námsmat í Ljósuborg, hreyfing, mataræði – og áreiðanlega eitthvða fleira 😉

Inga og páskarnir :-)

Góðan daginn – hér er ég – sprelllifandi. 

Í páskafríinu hef ég að mestu lært og lesið.  Sest við og kemst að því í hvert eitt sinn að ég man ekkert af því sem ég las og ,,lærði“ um í gær en hugga mig við að líklega hlýtur upprifjunartíminn að styttast ;-).

Ég held ég hafi ætlað að nota mér páskafríiið til að hreyfa mig en minna hefur nú verið gert af því enda hnéð á mér verið alveg ómögulegt – og þá meina ég ómögulegt – gengið hölt hvað þá annað – og ekki hafa mjaðmirnar verið betri – á þessu verður líklega að gera bragarbót.

T.d. að léttast… og ég þarf að gera það – ég þarf að segja mig úr samfélagi við Pál minn í matarmálum.  Gengur ekki alveg að láta hann bjarga mér í önnum mínum.  Neibb gar inte…

En það þýðir ekkert að vera á bömmer yfir þessu – það verður bara að skunda af stað og léttastu um 4 kg á næstu 4 dögum og koma mjöðmum og hné í lag sömuleiðis því ég er að fara á Reykjó þann 8. apríl…  Jamm og já!