Mér leiðast ekki sunnudagar hætís hót!

 
Þetta hefur nú verið hinn ágætasti sunnudagur. Ég fór í ræktina með snillingnum hennar Alice og fór svo í pottinn á eftir, enda bakið ekki alveg í lagi! Ég gat nú samt lyft og tekið 10 armbeygjur from scratch! Ég var frekar ánægð með mig. Svo var tekin smá blakæfing. Og það er ljós tað sú stutta þarf að æfa afturábak hlaup. Það verður gert. 
Svo var kvenfélagsfundur og ég gerð að ritara. OMG ég vona nú að ég höndli það.
Ég ætlaði svo að vinna en ég gerði það nú ekki – klukkan var að verða sex og ég taldi þetta bara vera orðið gott í dag. Það er nokkur órói í vinnunni svo ég læt virku dagana duga. Tek vel á því á þriðjudaginn bara!
Það gengur vel í blakinu og mér sýnist við vera orðnar 16 ef ekki 17 bara svei mér þá. Þvílíkt sem margt hefur gerst í vetur eins og sjá má á Blakdrottningarnar.
Ég þarf að herða mig í aðhaldinu næstu viku því mig langar til þess að byrja á nýjum tug og taka svo vel á því fyrir 1. apríl en þá förum við á Reykjalund. En það stefnir allt á 2 kg í mínur í febrúar.

Velheppnuð búðarferð

Eftir að hafa sofið í ekki nema svona 12 tíma var mín nú orðin svoldið svöng – og eftir að hafa stigið á vigtina sannfærðist ég nú um að ég hefði efni á einu og öðru. Ég lagði því línurnar og ákvað að kaupa mér allskonar en bara ekki mikið af því…

Er í búðina kom var þar girnirlegur ananans og afar falleg jarðarber, ekki svo mjög hitaeiningarík pizza, vínber og þetta lostæti fór ég með heim. Át með glöðu geði og var alsæl með árangurinn!


Nú þarf ég bara að fara að finna þessa lopapeysu og klára hana.Ég er búin með Aðalsteins en vantar rennilás í hana.

Bakið er að stríða mér og verkurinn leiðir niður í mjöðm, helvíta vont á nóttinni oft og ég sef illa út af þessu.

Nú er vika eftir að 2 kg áskorun okkar Alicar og ég þarf að léttast um hálft kíló amk í næstu viku svo ég verð að halda sjó um helgina. Næg tæfifæri verða til að borða síðar 🙂

Á morgun er annasamur dagur – ræktin því við tókum ,,bara stutt“ á föstudaginn við Alice, svo Kvenfélagsfundur og svo ætla ég að taka svolítið til út í skóla. Það verður gott.Létta á og koma með dót heim.

Annars var ég dugleg á föstudaginn, ég synti mikið því ég var aum í bakinu eftir að hafa hjólað í 20 mín og æft blak smá – þannig að ég hreyfði mig fullt. Sund fer vel í mig núna!

Maður getur nú orðið nett galin!

Púff – ok ein helgi með tveimur veislum ok ok ok – ekki sérlega líklegt til léttings…. EN boy ég er búin að borða eins og engill, jafnt og þétt, ávexti, grænmeti, hollmeti í skólanum og fitulaust og engan sykur (er gjörsamlega hætt að borða nammi td.) og svo kem ég heim og fæ súpu eða magurt kjöt enga sósu engar kartöflur ekkert óhollt – en jáháts. eða öllu heldur neiheits… Ég er algjörlega ekki að léttast þessa dagana…
Boy oh boy en mér skal takast – ég skal ekki missa móðinn – ég var komin á góða skrið (bara fyrir 3 dögum eða svo 😉 þannig að svartnættið er ekki viðvarandi).  En samt  – myndi gjarnan vilja lettast um hálft kg á viku alltaf jafnt og þétt og hana nú. Ég er að leggja fullt á mig – gera fullt rétt – þó ég éti eitthvað skrítið eins og einu sinni í viku… hrmpf….
Jæja skítt með það. Ég verð amk að vera orðin svaka létt 1. apríl! Þá er Reykjalundur. Það mun líka verða! Ég er á beinu brautinni skoho!
Af mínum skrokk sem ekki léttist nógur hratt er það að frétta að hroðalegir mjaðmaverkir hafa mikið lagast. Hnén halda en bakið er með uppsteit. Svolitlar bólgur þar sem minn kæri sjúkraþjálfari er að vinna í… og ég náttúrulega!
Fæturnir á mér fyrir neðan hné hafa aldrei verið betri… Engin beinhmnubólga að ráði, ristar að mestu í lagi, hælspori hvílir og tærnar eru bara bláar og marðar en ekki til neinna vandræða að öðru leyti ;-).
Þetta er því mikið langhlaup sem ég tek þátt í með mínu stuðningsliði! Það er vel mannað – það ert þú lesandi góður meðal annars!

Og ég er bara ánægð!

Margt í mörgu

Jæja nú er allt að gerast! Í kvöld þarf ég t.d. að nota sjálfsstjórn mikið. Hef hana sko í ríkum mæli. Ekki ætla ég að telja mér trú um neitt annað. Nei öðru nær ég ætla að kyrja þann söng endalaust: Ég hef sjálfstjórn og mun beita henni út í eitt í kvöld – til þess að éta nú ekki einhvern fjandann sem eyðileggur létting dagsins, því hann er sko svo sannarlega nokkur!
Undanfarið er ég búin að taka á kvöldátinu. Við erum farin að hafa léttari kvöldmat og ég einbeiti mér að því að láta það duga sem ég skammta mér í matinn. Það var heilmikil breyting við það að fara yfir í súpur og léttmeti á kvöldin. Með því og sjálfsstjórninni hefur mér tekist að léttast um 1 kg á 2 vikum. 
Átakið okkar Alicar gengur því samkvæmt áætlun – við ætlum ekki að fara í gæslu í heila viku út ;). O nei. Þetta skal nást. Og mun nást.
Ég hef verið svakalega dugleg í hreyfingunni í allan vetur og það er að skila sér í betri líðan. Nú er komið að deginum þar sem ég get svarað spurningunn og er þetta ekki munur? (það að léttast og vera í hreyfingu og þetta allt). Spurninguna þá heyrði ég oft í upphafi lífsstílsbreytingunnar en sjaldan nú þegar breytingin hefur átt sér stað og fest sig í sessi. En verði hún borin upp á næstunni mun svarið vera JÚ svakalegur. Ég finn svo mikinn mun – en fyrstu 4 fimm árin fann ég engan mun, bara verki, svefnleysi og þunglyndi. Púff! En nú er mín á uppleið. Og svo sæl. Fæturnir aldrei betri – það er meira að segja auðveldara að lyfta höndunum upp fyrir höfuð – ég sver það! Ótrúlegt en satt. 4 massa æfingar á viku skila sér og svo fer mogginn að koma inn aftur.

Ekki skemmir nú þetta dásemdarblak fyrir – ótrúlega sem þetta er gaman og gefandi, félagsskapurinn og allt!

Þannig að Inga litla er alsæl með sig og sitt!

Námsmat

Ég er ekki að grínast – ég hef náð hámarki í veseni í námsmati…hef hreinlega slegið heimsmet. ÉG átti að vera búin á föstudaginn en það var nú ekki svo… Nú þá fór ég uppeftir í morgun til að klára og var alveg viss um að ég myndi verða búin svona um fimm – en nei klukkan 22 var ég ekki enn búin. Ég sá mér þó þann kost vænstan að drífa mig heim því það var komið verulega vont veður! Og nú held ég að ég ætti að fara að sofa.  Það er búið að vera mikið að gera undanfarna viku – ég var aldrei komin heim fyrr en 21 og oft ekki fyrr en 24. Það er ljúft þetta kennaralíf :-).

Hið verra er að ég er ekki alveg nógu hress með útkomu kennslunnar hjá mér – ég þarf að bæta mig mikið sem kennara. Er hreint ekki sátt.

Glæpur og refsing!!!!

Nú er komið að því. Nú verður gripið til breiðu spjótanna!

Á næstu 4 vikum mun ég léttast um tvö kíló sagt og skrifað! Ellegar fer ég út í gæslu í öllum frímínútum (nema í hádegishléi) í heila viku. Það er svaka refsing skal ég segi ykkur – og næg til að vekja mér ótta. Nú sem sagt verður tekið á því!

Alice er með í þessum díl. We rock

Ráð

Ráði við því að borða of  mikið  
er að borða  minna.
Þar sem ég er ekki lengur í tómu tjóni varðandi HVAÐ ég borða stendur magnið eftir.

Á því verður tekið í 1830 skrefi lífsstílsbreytingunni.

Á stjákli um hánótt

Ekki veit ég hvað ég er að sýsla hér um hánótt nema svefntími minn og annarra hér á heimilinu á það til að rekast á – þegar ég sef vaka aðrir og vekja svo mig með bauki sínu… svolítið lýjandi satt að segja. Og þá fer mín á fætur, fær sér næturnasl eða annað verra… t.d. að fara í tölvuna sem maður á skilyrðislaust að láta vera um nætur!
Öxlin er heldur að lagast – en ég er enn mjög aum og ekki eru hnén heldur alveg í lagi en ég hef hafið mikla nuddherferð með Forever hitakreminu sem bjargaði mér frá beinhimnubólgunni – og vonast til að ná úr þeim nokkrum bólgum – það hefur oft virkað að nudda :-).
Annars er ég búin að sinna blakinu í dag – finna út kostnað og slíkt í kringum Öldung og búninga.Þetta tekur allt tíma og svo er námsmatið að byrja – þeas að ganga frá því. Ég er nú búin að leggja mest af því fyrir. Svo er það bara lokaspretturinn. Skipuleggja tímann vel svo eitthvað náist út úr hópnum og byrja svo bara að pakka og koma sínu dóti úr skólanum hingað heim. Ji minn ætli ég þurfi nú ekki heilt herbergi í viðbót undir allt heilaklabbið 🙂 ji minn.
Nú er ég að upplifa það í fyrsta sinn að langa til að léttast og sjá einhvern tilgang í því annan en gríðarlega skynsemi, og viðmið alls hins gáfulega – nefnilega þann að til þess að geta spilað blak þarf ég að léttast – og mig langar ekki til þess að vera dragbítur á stelpurnar. Hver veit nema löngun nái að hjálpa til. Kannski fer að bera á smá sjálfsstjórn…

En nú ætti ég að skríða í bólið og sjá hvort ég sofni nú ekki aftur…

Axlarmein – og það á vinstri

Þau eru nú þvílík tilþrifin hjá þeirri stuttu að hún hefur nú bara verið í lyfjarússi í á annan sólarhring, og finn hreinlega til þó ég sé ekki að gera neitt. Baldur bjargaði mér náttúrulega eins og alltaf – og meðhöndlaði þetta eitthvað smá og svoldið og það var voða gott að fá smá skýringar á því hvað væri að hrjá mig. Klárlega eitthvað úr blakinu – hið merkilega er að ég fór ekki að finna fyrir því fyrr en næstum sólarhring eftir æfingu – Palli minn segir sko að þannig sé það með alvöru íþróttamenn, þeir finni oft ekki til fyrr en daginn eftir oh yeah. En hvað ég gerði veit ég ekki – held helst að ég þurfi að hita upp mínar axlir og hendur betur – þó maður hjóli þá hitna þeir ekki endilega!

En annars er það að frétta að við erum farin að borða léttari mat á kvöldin – ég hef samt ekkert lést sem er náttúurlega afar leiðinlegt – en ég er að gera margt rétt. Það eru örugglega bara komið vel á aðra viku þar sem hlutirnir hafa gengið þokkalega. Ég veit að þegar ég hef náð jafnvægi í matarmálunum þá mun ég léttast hratt og vel – næg uppbyggingin hefur verið í vöðvum nú undanfarið í öllum æfingunum.

Ég er því bara bjartsýn og alls ekki á því að gefast upp, hreint ekkert á neinum þunglyndisbuxum.

Nú þarf ég bara að ganga frá ýmsum lausum endum sem vekja smá kvíða hjá mér. En annars er þetta nú bara á góðu róli og skemmti mér ótrúlega vel í blaki og lyftingum með Alice…

Life is good