Upprisa Ingveldar 2
Eftir að hafa sofið í ekki nema svona 12 tíma var mín nú orðin svoldið svöng – og eftir að hafa stigið á vigtina sannfærðist ég nú um að ég hefði efni á einu og öðru. Ég lagði því línurnar og ákvað að kaupa mér allskonar en bara ekki mikið af því…
Er í búðina kom var þar girnirlegur ananans og afar falleg jarðarber, ekki svo mjög hitaeiningarík pizza, vínber og þetta lostæti fór ég með heim. Át með glöðu geði og var alsæl með árangurinn!
Nú þarf ég bara að fara að finna þessa lopapeysu og klára hana.Ég er búin með Aðalsteins en vantar rennilás í hana.
Bakið er að stríða mér og verkurinn leiðir niður í mjöðm, helvíta vont á nóttinni oft og ég sef illa út af þessu.
Nú er vika eftir að 2 kg áskorun okkar Alicar og ég þarf að léttast um hálft kíló amk í næstu viku svo ég verð að halda sjó um helgina. Næg tæfifæri verða til að borða síðar 🙂
Á morgun er annasamur dagur – ræktin því við tókum ,,bara stutt“ á föstudaginn við Alice, svo Kvenfélagsfundur og svo ætla ég að taka svolítið til út í skóla. Það verður gott.Létta á og koma með dót heim.
Annars var ég dugleg á föstudaginn, ég synti mikið því ég var aum í bakinu eftir að hafa hjólað í 20 mín og æft blak smá – þannig að ég hreyfði mig fullt. Sund fer vel í mig núna!
Og ég er bara ánægð!
Ekki skemmir nú þetta dásemdarblak fyrir – ótrúlega sem þetta er gaman og gefandi, félagsskapurinn og allt!
Þannig að Inga litla er alsæl með sig og sitt!
Ég er ekki að grínast – ég hef náð hámarki í veseni í námsmati…hef hreinlega slegið heimsmet. ÉG átti að vera búin á föstudaginn en það var nú ekki svo… Nú þá fór ég uppeftir í morgun til að klára og var alveg viss um að ég myndi verða búin svona um fimm – en nei klukkan 22 var ég ekki enn búin. Ég sá mér þó þann kost vænstan að drífa mig heim því það var komið verulega vont veður! Og nú held ég að ég ætti að fara að sofa. Það er búið að vera mikið að gera undanfarna viku – ég var aldrei komin heim fyrr en 21 og oft ekki fyrr en 24. Það er ljúft þetta kennaralíf :-).
Hið verra er að ég er ekki alveg nógu hress með útkomu kennslunnar hjá mér – ég þarf að bæta mig mikið sem kennara. Er hreint ekki sátt.
Nú er komið að því. Nú verður gripið til breiðu spjótanna!
Á næstu 4 vikum mun ég léttast um tvö kíló sagt og skrifað! Ellegar fer ég út í gæslu í öllum frímínútum (nema í hádegishléi) í heila viku. Það er svaka refsing skal ég segi ykkur – og næg til að vekja mér ótta. Nú sem sagt verður tekið á því!
Alice er með í þessum díl. We rock
Þau eru nú þvílík tilþrifin hjá þeirri stuttu að hún hefur nú bara verið í lyfjarússi í á annan sólarhring, og finn hreinlega til þó ég sé ekki að gera neitt. Baldur bjargaði mér náttúrulega eins og alltaf – og meðhöndlaði þetta eitthvað smá og svoldið og það var voða gott að fá smá skýringar á því hvað væri að hrjá mig. Klárlega eitthvað úr blakinu – hið merkilega er að ég fór ekki að finna fyrir því fyrr en næstum sólarhring eftir æfingu – Palli minn segir sko að þannig sé það með alvöru íþróttamenn, þeir finni oft ekki til fyrr en daginn eftir oh yeah. En hvað ég gerði veit ég ekki – held helst að ég þurfi að hita upp mínar axlir og hendur betur – þó maður hjóli þá hitna þeir ekki endilega!
En annars er það að frétta að við erum farin að borða léttari mat á kvöldin – ég hef samt ekkert lést sem er náttúurlega afar leiðinlegt – en ég er að gera margt rétt. Það eru örugglega bara komið vel á aðra viku þar sem hlutirnir hafa gengið þokkalega. Ég veit að þegar ég hef náð jafnvægi í matarmálunum þá mun ég léttast hratt og vel – næg uppbyggingin hefur verið í vöðvum nú undanfarið í öllum æfingunum.
Ég er því bara bjartsýn og alls ekki á því að gefast upp, hreint ekkert á neinum þunglyndisbuxum.
Nú þarf ég bara að ganga frá ýmsum lausum endum sem vekja smá kvíða hjá mér. En annars er þetta nú bara á góðu róli og skemmti mér ótrúlega vel í blaki og lyftingum með Alice…
Life is good