Minnka tölvuhangs
Taka til í ,,herberginu“
Taka á mataræði með því að skrifa matardagbók
Skipuleggja hreyfingu – er til staðar en nokkuð tilviljanakennd
Já þetta er svona bara ágætist ,,byrjun“
Upprisa Ingveldar 2
Minnka tölvuhangs
Taka til í ,,herberginu“
Taka á mataræði með því að skrifa matardagbók
Skipuleggja hreyfingu – er til staðar en nokkuð tilviljanakennd
Já þetta er svona bara ágætist ,,byrjun“
Jæja nú er lífið að komast í sinn vanagang. Ég fór með moggann í morgun, var um 30 mínútur að því og svo synti ég eftir að hafa unnið í fimm sex tíma – og ég á nokkuð eftir enn – þarf að sparka í rassinn á mér og klára þetta – á samt svoldið eftir. En leiðist svosem ekki – bara svoldið mikið vesen að flytja úr skólanum 🙂
Ég er hins vegar ekki sem best í fótunum – veit ekki hvort ég fer með blöðin í fyrramálið – er að sálast í hnjánum – og ekki gengur nú að léttast – ónei… en það hlýtur að koma að því. Ég held það sé komið að matardagbók…
Jamm geri hana á morgun!
Mikið er gaman að vera komin með sumarhefðir – og ekki er síðra að upplifa sig gjörsamlega í fríi þó eitthvað vanti upp á að verkefnalistinn sé að fullu tæmdur í skólanum – það er allt í lagi því mér leiðist ekkert í Grímsnesinu 🙂
Staðan er ekki alveg miðað við vikurnar sem ég er búin að vera að keppast við að léttast – léttist svaka flott til að byrja með en hef nú bætt því öllu á mig aftur á hálfum mánuði eða svo! Það eru einkum þrjár ástæður fyrir því – eiginlega bara tvær og þær eru hinar klassísku:
Vinnualkinn vaknaði og hollustun sofnaði, námsmat er eitur (eins og próf)
Blakið hætti og þar með minnkaði hreyfingin svakalega auk þess að ég fékk
Kvef – og ég var svo hrædd um að vera svakalega kvefuð að ég hélt mig til hlés 😉
En nú hefur konan að mestu verið til friðs – en gerir sér um leið grein fyrir því að sumarið er ekki sérlega góður tími til þess að léttast – en hreyfingin hjálpar og meðvitundarstigið er nokkurt – minnug þess hvernig fór í fyrra sumar. Þetta er ekki flókið – þetta felst í skipulagi og ákvörðunum.
Það þarf að versla – það þarf að vera til léttmeti og svo þarf að drekka vatn! Easy peasy 🙂
Ég er búin að fara einu sinni í golf.
Ég er búin að fara 2 ferðir á Kolgrafarhól þar af eina í morgun en þá fór ég tvisvar upp – næst fer ég þrisvar.
Ég er búin að fara í einn hjólatúr um Selfoss og annan upp að gryfjunum við Kerhól… og svo hjóla ég smá í búðir og den slags. Þetta
Á morgun byrja ég að bera út moggann eftir stopp í því þar sem ég var að drepast í löppum og mjöðmum og algjörleg ófær um gang.
Svo þetta er allt að koma – nú er bara að búa til hreyfiáætlunina og skipuleggja líf sitt – því þar liggur galdurinn. Grunurinn þarf að vera solid og svo geta tilviljandir bæst þar við – varðandi hreyfingu þeas 🙂
Heyrðist í Ingu þegar púkinn át hana með húði og hári og breyttist við það í eldspúandi dreka sem gefur henni engan grið… Stefnt er á að vinna næstu lotu sem hefst frá og með þessu kvöldi – námsmat búið, Akureyrarferð búin og hvunndagurinn tekur við… Þetta mun sem sagt jafna sig! Það er ákveðið, því draumar rætast! Markmið nást – ekkert flókið við það.
….og hefur aldrei verið. Þá missi ég algjörlega tökin:
Ég vinn út í eitt
Ég hef ekki tíma til að borða
Ég bara verð að fá eitthvað orkuríkt
Ég sef ekki nema hluta af því sem ég þarf
Ég hreyfi mig vinna
Og allt af því konan á svo auðvelt með að telja sér trú um að hún hafi ekki tíma til annars en fokka öllu upp-
Mér til afsökunar þá er um leið verið að
skipuleggja eldri borgaraferð með Kvenfélaginu
Skipuleggja 1995 árgangs heimsókn í tilefni af útskrift sls krakkanna minna
skipuleggja og ganga frá námsleyfisgögnum…
og vísast eitthvað fleira…
En nú verður tekið á þessu að nýju og ég veit að þessi kíló sem vitjuðu mín í vikunni verða fljót að fara – þetta er bara þreytu lopi eins og Þórunn mín orðar það!
En ég hef komist að því að vinnualkinn minn er langt frá því læknaður…
Það borgar sig að herja á markmiðin, gleyma þeim ekki – halda sér við efnið. Nú er nýjabrumið farið af góðærinu -fyrst maður hefur staðið sig svona vel þá er nú vísast í lagi að fá sér þetta og fá sér hitt. En nei það er ekki í lagi nema þá sem algjört spari og í litlu magni.
Ég hef staðist allar freistingar liðinnar viku nema hvað ég hef verið að drekka kók með sykri því það róar svo magann minn en ég hef verið alveg sérlega slæm í honum frá því á Öldung… ástæðan er hófleg drykkja lokakvöldsins en ástæðan fyrir því að ég drekk ekki er nákvæmlega að finna í þessu – ég er hreint út sagt algjörlega ófær um það – mér verður svo illt í maganum. En það var þess virði – ég kann voða vel að vera illt í maga. Þekki orðið mína verki þar vel og viðbúin flestu.
Ég fór í bakaríið í morgun og gekk þaðan út með tvær grófar bollur. Það var sigur.
Ég fékk mér nýpressaðan ávaxtasafa í morgun mat eins og ég hef gert alla síðustu viku – það er sigur.
(aðalmálið er að þrífa safapressuna en Páll minn hefur gert það af tærri snilld fyrir mig).
Ég hef drukkið 2 vatnsglös í morgun og það er sigur.
Ég tók til í húsinu mínu í morgun – það er sigur.
Ég hengdi út þvott í kuldanum – það er sigur.
Ég borðaði hollan og hóflegan morgunmat – það er sigur.
Og klukkan er ekki orðin 12 – og nú þegar er þetta orðinn svona góður dagur.
Sumir sigrar eru ekki endilega stórir – en mikilvægir. Samanlagt skapa þeir gott og gjöfullt líf.
Allt þetta stuðlar líka að léttari Ingveldi – bæði á sál og líkama.
Ég ber ábyrgð á mínu mataræði og innkaupum – ekki neinn annar enginn lætur mig borða eitthvað – það er bara ég. Um leið og ég sætti mig við þetta – hætti að kenna aumingja Palla um misjafnlega gáfuleg innkaup, fór líf mitt að snúast í jákvæðari átt.
Ég hef lést um 6 kíló síðan viku af febrúar – það er sigur.
Jæja nú á ég bara 51 viku eftir til þess að ná markmiði mínu – þeas að léttast – og léttast er on the side of að hitta á það í lífsstílnum sínum! Hvort sem það verða 12 eða 20 kíló þá skiptir það ekki öllu máli, því ég hef gert það sem mér ber. Standa vörð um líkama minn og sál.
Ég hef lést um 600 grömm á viku – og það er vel ásættanlegt. Ég ætla hins vegar ekki að vera tilgreina tölur hér mikið – heldur miklu frekar að horfa á það sem skiptir mál – nefniilega að breyta rétt.
Nú er hins vegar að renna upp svolítið erfiður tími – alltaf þegar ég er búin að standa mig þrusu vel og dúndra púkanum af öxlinni og niður á gólf – ítrekað, þá koma nokkrir dagar þar sem ég er alltaf svöng. Get bara etið endalaust og verð náttúrulega þá að éta helst ,,eitthvað gott“ sem er algjörlega fatalt hugsun. Alltaf þegar ég hugsa að ég verði að fá mér eitthvað gott þá þarf að lýsa upp heilu sólkerfin af viðvörunarljósum.
Ég er sem sagt stödd á hungurtímabilinu mínu. Ég fór því nokkuð snemma heim og eldaði matarmikla grænmetissúpu – og fékk mér vel af henni.
Svo ætla ég að fara snemma að sofa ég er svo þreytt eitthvað ;-). Bráðum verða komnar tvær vikur oh yeah. Mér gengur barasta vel – því ég ætla og draumar rætast!
Ég held að það sé fátt sem ég hugsa minna um en framtíðina. Ég held einhvern veginn að hún verði ekki – það verði ekkert næsta ár, ekkert haust – ekkert. Ég hef samt engar áhyggjur af því að þetta verði ekki – að dagarnir renni ekki upp – heldur gengur mér illa að hugsa til þeirra, skipuleggja mig og ganga út frá því að markmið sé hægt að setja og ná. Ég lifi frá degi til dag – meira að segja enn þann dag í dag þó svo að margt hafi gerst með iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun síðustu árin.
Nú hefur gríðarlegt markmið verið sett. Það þarf mikla elju til þess að ná því og trú á að maður geti einmitt gert það – náð því! Ég léttist um hálft kíló í apríl og það þarf því að bæta við. Það hins vegar er e.t.v. í lagi að þarna inni í voru heilir páskar og eitt öldungamót með allri þeirri óreglu sem því fylgdi. Ég þarf því að missa 1,5 kg meira núna næstu 3 vikurnar. Það þarf að vera svakaleg skráning á þessu annars missi ég sýn á markmiðið – auðvitað gengur ekki að verða heltekinn af þessu verkefni. Enda er ég það ekki – en litla skráningarkonan þarf nú að hafa fast land undir fótum ;-).
En lítum á vikugömlu markmiðin og sjáum hvernig gengur:
1. Drekka mikið vatn.
Alveg í lagi – hef stórbætt mig í því2. Skrá dagbók
Gengur ekki nógu vel en tel þó stig á hverjum degi – skrifa svolítið en ekki nóg.3. Engan sykur
Gengur vel4. Engin fita
Gengur vel5. Hætta að drekka coke
Púff er ferleg í því en drekk meira vatn en áður6. Engan skyndibita
Hefur gengið fullkomlega 7. Ekki borða kvöldmatinn seint, ef ég kem heim eftir 20 á kvöldin þá fæ ég ekki að borða þungan mat heldur shake eða súpu.
Hef komið snemma heima þessa viku
Iðjuþjálfun
1. Versla inn
Hef tekið stjórn á mínum innkaupum en vantar að versla stórinnkaupin2. Skipuleggja húsverk
Vantar nú ekki skipulagið en nenni engu….3. Vera með í matargerð
Geri einmitt það4. Bæta svefninn
Fer snemma í bólið en sef illa
5. Vera virk á vinnutíma
Gengur svona bæði og – er ósköp eitthvað löt heima og í skólanum.
Það vantar svolítið upp á að ég hafi almennilega heilsu – er að drepast eftir þetta blessaða ball á öldung 😉 en sætti mig við það – því ég stefni á að létta mig og þá mun þetta að stórum hluta lagast.
Það verður ótrúlega gaman að vera undir 120 kg mikið hlakka ég til! Nú er þetta orðið opinbert og ég stefni á þetta marmið mitt ótrauð!
Jæja þá er rétt að grípa til bjarganna sem maður hefur á takteinum – amk dugir ekki að hætta núna. Nú er öldungur að baki og allt grínið sem fylgdi því – undirbúningurinn var rosalegur og í nokkuð mörg horn að líta svona í fyrsta sinn. Fyrir vikið hefur athyglin ekki alveg verið á sínum stað… athyglin á að léttast – en ég hef samt náð að standa í stað- þangað til í morgun, lifnaður helgarinnar hefur líklega ekki verið alveg eftir bókinni. En í dag er dag og dagurinn í dag er það sem skiptir máli.
Nú er það matardagbók, vatnsdrykkja og hreint og beint aðahald. Ekki skynsamlegt matarræði eða neitt slíkt hálfkák heldur einfaldlega léttingur og almenn siðbót.
Það þarf ekki að nefna það sem þarf að gera – en þó eru nokkrir þættir ofarlega á listanum gott að hnykkja á þeim:
1. Drekka mikið vatn.
2. Skrá dagbók
3. Engan sykur
4. Engin fita
5. Hætta að drekka coke
6. Engan skyndibita
7. Ekki borða kvöldmatinn seint, ef ég kem heim eftir 20 á kvöldin þá fæ ég ekki að borða þungan mat heldur shake eða súpu.
Iðjuþjálfun
1. Versla inn
2. Skipuleggja húsverk
3. Vera með í matargerð
4. Bæta svefninn
5. Vera virk á vinnutíma